Heimilistíminn - 29.01.1976, Blaðsíða 35

Heimilistíminn - 29.01.1976, Blaðsíða 35
~~ En það er ekki Peter, sem skiptir mestu máli, er það? Auðvitað! Pað er Peter sem komafstað öllum Pessum látum út af skuldunum, ekki satt? ~~ Jú og hafði góða og gilda ástæðu til þess. Kannske heldur hann að við höf um bætt ráð okkar, sagði hún vongóð. — Eða væri kannske bezt að ég '®ri leiðar minnar.... — Nei, það máttu ekki gera, svaraði hann um leið. ~~ Það er allt of snemmt f yrir okkur að komast að þvi, að við eigum ekki saman. Ég á við, þú hefur ekki verið hérna nema þrjá daga. Hann vildi ekki að hún færi f yrr en móður hans og bróður væri farið að skiljast að hann ætlaði raun- verulega að gera sitt bezta á allan hátt, vinna hörðum höndum og haga sér almennilega. Hann 9erði (jað, en hann vildi að Peter hætti að horfa á hann eins og hann grunaði hann um græsku í hvert s'nn, sem hann byrjaði á verki, án þess að einhven Se9ði honum það. Seinna, þegar allt var komið í lag, 9®ti hann tekið við réttmætri stöðu sinni sem bieðeigandi í Swan Tops, en honum fannst hann ekki geta gert það fyrr en hann hefði gert upp skuldina og væri læknaður af vonbrigðunum vegna framkomu Marguerite. Hann saknaði hennar ákaf- lega og ef það hefði verið hún en ekki Mary, sem var hér við hlið hans, hefði hann ekki talað um vinnu og skuldir. Þá fékk hann hugmynd. — Fannst þér leitt, að ég skyldi ýf a á þér hárið? Ég skil vel, að þér hafi fundizt það nauðsynlegt, svaraði hún. —Það kæmi undarlega fyrir, ef þú gerðir ekki eitthvað í þá áttina stöku sinnum. ~~ Mamma var að horf a a'okkur. Hún er kannske eð hugsa um, hvers vegna við...sýnum ekki að við erum ástfangin. Hún gat varla varizt brosi, þegar hún svaraði: — Við höfum nú varla haft mikinn tíma til að sýna Pað, síðan við komum, er það? Bróðir þinn hefur s®ð raekilega um að við höfum annað mikiivægara að gera. ~~ Já, Peter er hörkutól, þegar vinna er annars Ve9ar. En þetta er líka að hluta mér að kenna. Við ®ttum að hafa meira af vinnufólki hérna, en ég nýst við að við höf um einf aldlega ekki ef ni á þvi En Peð er ekki réttlátt, að hann biðji þig að smala og svoleiðis. Hann hafði ekki beðið hana, hugsaði Mary. Hann nefði hreint og beint skipað henni að smala. En þó fennst henni rétt að halda uppi nokkurri vörn fyrir peter. — Ég hef haft sanna ánægju af hverri mínútu, sem ég hef verið hérna, mér geðjast vel að lífinu undir beru lofti. Ef ég yrði bara ekki svona syf juð af þvi. Ég hef aldrei verið svona skelfilega þreytt, ekki einu sinni eftir að hafa verið á næturvakt vik- um saman. — Það er loftslagsbreytingin, sagði hann og leit forvitnislega á hana. — Hvað ertu búin að vera hjúkrunarkona lengi, Mary? — Nærri átta ár. — Líkar þér stafið vel? — Já, svaraði hún alvarleg. — Mér geðjast vel að fólki og maður hittir alls konar fólk á sjúkrahúsi. Mér finnst gott að geta gert eitthvað fyrir fólk, hjálpað því að komast yf ir þjáningar, bæði á sál og likama. Það er starf, sem veitir manni fullnægju, John. — Já, ég býst við þvi. John var ekki jafn hrif inn og hún af sjúkrahúsum. Hann hafði að visu aðeins einu sinni komið á slíkt, er hann var skorinn upp vð botnlangabólgu, þrettán ára. Sú hjúkrunarkona, sem hann mundi bezt eftir, hafði verið ákaflega ströng og nákvæm. Hann skipti um umræðuefni. — Hefurðu nokkurn tima verið ástfangin? spurði hann glaðlega. — Einu sinni. Mary brosti með sjálf ri sér og hann leit aftur á hana. — Að minnsta kosti hélt ég að ég væri það. En það getur varla hafa verið sú eina, sanna ást, f yrst ég get.hlegið að því núna. — Segðu mér frá þvi, sagði hann fljótmæltur. — Ef þér f innstekki sárt aðtala um það. — Það eru orðin mörg ár síðan. Ég var átján ára og nemi á stóru sjúkrahúsi i Sidney. Þeir komu með hann eina nóttina, illa slasaðan og meðvitundar- lausan eftir bílslys, en okkur tókst að bjarga lifi hans og koma honum á fætur á löngum tíma. Þess- ar vikur, sem hann lá þarna, þráði ég bara þær stundir, sem ég gat verið nálægt honum. Hann var irskur og talaði með dásamlegum hreim og ég féll kylliflöt. Mary fór að hlæja. — Hann sagði að það væri gæska min, sem hefði komið sér til lífsins og að hann elskaði mig fyrir það. Hann bað mín álíka oft og ég mældi hann. En svo kom konan hans frá Nýja Sjálandi að sækja hann... — Ó, Mary! John gat ekki annað en hlegið líka, þegar hann fann glettnina í rödd hennar og skyndi- lega fann hann til djúprar aðdáunar á þessari stúlku, sem gat séð það spaugilega við þetta, sem gerzt hafði, þótt hún hefði sjálfsagt þá talið hjarta sitt brostið. — Hvarf hann svo bara út úr lífi þinu? — Einmitt. Seinna frétti ég að hann væri f jögurra 35

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.