Heimilistíminn - 05.08.1976, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 05.08.1976, Blaðsíða 3
Hæ, Alvitur! Viltu svara fáeinum spurningum fyrir mig? 1. Hvernig eiga krabbastrákur og hrútsteipa saman? 2. Hver er happatala og happalitur krabbans? En óhappatala? 3. Hvaö á aö gera viö sár, sem vilja ekki gróa? 4. Hvernig á aö fara meö neglur, sem vaxa hratt? 5. Hvaö helduröu, aö ég sé gamall og hvernig er skriftin? Krabbi i vanda. svar: 1. Þau eru ekki beinlinis eiri,' sál i tveimur likömum og veröa aö reyna aö skilja sjónarmiö hvors annars. 2. Sex og gulur. Ég finn ekkert um óhappatölur i fræöum minum. 3. Fara meö þau til læknis. 4. Klippa þær oftar. 5. Þú ert svona 12 ára eftir skriftinni aö dæma, hún er fremur barnaleg. Alvitur. Hæ, Alvitur! Þakka kærlega fyrir svar á seinasta bréfi minu. Ég ætla aö spyrja þig örfárra spurninga. 1. Eru örfhentir nokkur vitlausir? 2. Hvaö á ég aö vera löng ef ég er 35 kíló? 3. Hvaö lestu svo úr skriftinni og hvaö eru villurnar margar? Sporödreki i fullu fjöri. svar: 1. Nei, alls ekkert vitlausari en hinir. 2. Þaö fer nokkuö eftir þvi, hvaö þú ert gömul, en ég Imynda mér aö þú megir vera 140 cm. Annars kemur mef þessi spurning þannig fyrir sjónir, aö þú getir ráöiö á þér lengdinni. Til ham- ingju meö þaö. 3. Þú ert vandvirk, hagsýn og nýtin, og lætur þér ekki allt fyrir brjósti brenna. Villurnar eru þrjár Alvitur. Kæri Alvitur. Nú skrifa ég þér í fyrsta sinn á æv- inni og vona, aö bréfiö iendi ekki I körfunni. Geturöu svaraö þessum spurningum? 1. Hvaöa merki á bezt viö tvibura- stelpu? 2. Hvaöa merki á bezt viö ljónsstrák? 3. Hvernig eiga tviburastelpa og ljóns- strákur saman? 4. Hvaö er ég gamall og hvaö lestu úr skriftinni. Hvaö eru villurnar margar? Kaifas. svar: 1. Naut eöa meyja. 2. Vog eöa vatnsberi. 3. Fjör og kæti ljónsins gerir duttl- ungafulla tviburann hamingjusaman. Þetta er svona upp og niöur, einkum þó upp. 4. Þú ert 15 ára og skriftin ber vott um anzi mikla fljótfærni og stundum kæruleysi. Þér hættir til svartsýni. Bréfiö er villulaust. Alvitur. Elsku Alvitur! Ég þarf aö þakka fyrir gott blaö. Sföan koma nokkrar spurningar: 1. Er mögulegt aö hafa heimilisdýra- þátt f blaöinu og geta þess helzta f um- hiröu þeirra o.s.frv.? 2. Hvaöa merki á bezt viö sporödreka- stelpu? 3. Hver er happataia, -litur, -blóm,- steinn og -stjarna stelpu, sem fædd er 4. nóvember? 4. Hvaö heldur þú aö ég sé gömul? 5. Hvaö lestu úr skriftinni og hvaö eru villurnar margar? Kær kveöja tii þin og rusiafötunnar. Stina stuö. svar: 1. Já, þaö getur veriö aö bráö- lega birtist grein um heimilisdýr. 2. Krabbi eöa hrútur. 3. Fimm, gulur, primula, Plútó og tópas. 4. Tólf eöa þrettán. 5. Úr skriftinni les ég óþolinmæöi, fljótfærni og góöa kimnigáfu. Bréfiö er villulaust. Alvitur. 11.. .... ...... ........ 11 ..... Meðal efnis í þessu blaði: Hinrik VI11 og Anna Boleyn............. Bls 4 Það stendur í stjörnuspánni............. — 8 Pop—Catherine Ferry ................... —12 Api f yrir rétti ...................... —13 118dagaáreki ígúmbáti.................. —14 Heimatilbúin „prjónavél" .............. —18 Börninteikna........................... —20 Gæludýr eru börnum til gagns og gleði.. —22^ Sitthvað handa sælkerum .....7......... —26 Heillastjarnan ........................ —30 Eruþæreins? ............................„~31 Föndurhornið, bátur..................... —32 Ferfætlingur á flækingi (21) .......... —33 Vínardansmærin (10)..................... —35 Pennavinir...................... . —38 Ennfremur Alvitur svarar bréfum, krossgáta, skrýtlur o.fl.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.