Heimilistíminn - 05.08.1976, Page 22

Heimilistíminn - 05.08.1976, Page 22
 Dýr eru ekki leikföng. Það á fyrst að hugsa um, þegar börnin koma og biðja um kettling, gulifiska eða mýs. Dýrum fylgir ábyrgð, dýr gera kröfur. En þau veita líka gleði og huggun og kenna okkur tillitssemi Hundur Af heimilisdýrunum er þaö ef til vill hundurinn, sem auðveldlegast sigrar hjörtu barnanna. Til eru ótal tegundir hunda og margar- þeirra mikilvægari börnum en nokkur önnur dýr. Meb mesta jafnaöargeði sætta hundar sig við striðni barna og óvarleg handtök, og í mörgum tilfellum eru þeir reiðubúnir að fórna lifi sinu til að vernda þau. Hundurinn verður þvi gjarnan fyrir- mynd og kennari barna, ekki eingöngu hvað varðar þá eiginleika, sem hann er þekktastur fyrir: trygglyndi og undir- gefni, heldur leggur hann sig oft allan fram við að gefa meira en hann þiggur. Hann hlýðir öllum skipunum og boöum, sem greind hans nær yfir, og hann er allt- af haldinn löngun til að gera eiganda sin- um til geðs. Innilegt samband, sem oft getur verið milli systkina, þróast oft milli barna og hunds, en þá má barnið ekki njóta alis þessa góða sem slikt samband felur i sér Það má ekki vera of ákaft i' leik sinum við hundinn, og ekki láta sleikja sig frá hvirfli til ilja eða lofa hundinum aö ata sig út meö óhreinum fótum. Foreldrar eiga ekki að innræta börnum þá sígildu skoðun, að hundar þurfi að vera hreinræktaöir. Blandaður hundur getur haft sömu góðu eiginleika og hreinræktaður, og getur meira aö segja verið betri að mörgu leyti-

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.