Heimilistíminn - 05.08.1976, Síða 6

Heimilistíminn - 05.08.1976, Síða 6
auðveldlega og gat svo grátið á næsta andartaki. Frændi hennar, ljóðskáldið Thomas Wyatt, orti um hana ljóð, þar sem hann likti henni við rádýr og upp frá þvi var hún kölluð „rádýriö” við hirðina. Talið er að Hinrik hafi fyrst veitt henni at- hygli, þegazr hann sá hana meöal hirð- meyja konu sinnar, Katrinar af Aragon, viö matarborð sem ljómaði af kristals- og silfurbúnaði. Eins og venja var á þessum timum, var yfirleitt stofnaö til konunglegra hjóna- banda á unga aldri og Katrin var ekki nema á gelgjuskeiöi, þegar hún var gift eldri bróður Hinriks, Arthur, sem lézt 15 ára að aldri. Þá varð Hinrik að taka sæti bróöurins hjá ekkjunni ungu, eftir að páfinn hafði gefið samþykki sitt til hjú- skaparins, þar sem skyldleikinn var svo náinn. Katrin var sex árum eldri en Hinrik og slæm til heilsunnar og þegar Anne sneri aftur til hirðarinnar, var drottningin illa farin eftir margar barnsfæöingar og gat ekki nokkurn skapaðan hlut. Hún hlýtur að hafa verið jafnólik „rádýrinu” og verða mátti. Haustkvöld eitt árið 1526 var verið að fagna heimkomu konungs úr veiðiferð til Skotlands. Hann hafði verið að heiman dögum saman ásamt nokkrum aðals ..mönnum. Við kvöldverðarborðið og á dansleiknum á eftir, var Hinrik gjörsam- lega utan við sig. Hin vel þekkti, hjartan- legi hlátur hans heyrðist ekki yfir allan hávaöann og hann hafði ekki ofan af fyrir sessunautum sinum með skrýtlum og fyndnum athugasemdum eins og hann var vanur. Þaö kvöldið geröi hann varla annað en stara á önnu, hann bókstaflega gleypti hana með augunum. Anna sat viö hinn enda boröins, blá- klædd og með perlur I svörtu hárinu. Þegar byrjað var að dansa, tók hann stefnuna beint til hennar, en þá bað hún um leyfi til að yfirgefa samkvæmið vegna skyndilegrar vanliðunar. Þá var það að Hinrik VIII hóf annars konar veiöar en þær sem hann hafði nýlokið. Hinrik VIII var enginn meinlæta maður. Hann haföi átt ótal ástkonur og eignazt son með einni þeirra, en engri haföi tekizt að fá hann til aö gleyma drottningunni eða hjúskapskyldum sin um. Af öllum þeim börnum, sem Katrin haföi fætt honum, hafði aðeins eitt lifaö stúlka Marta prinsessa, sem þá var tlu ára. Hin höfðu ýmist fæözt andvana eða aöeins lifaö skamma hrlö, eins og prins- inn ungi af Wales, sem veriö hafði stolt föður slns. Konungur var hjátrúarfullur og tók aö velta fyrir sér, hvort bölvun hvlldi yfir Tudorheimilinu. Katrln sjálf var óbifanleg I trú sinni og sætti sig 6 . auðmjúk við það sem hún taldi „guðs vilja” En Hinrik tók þaö hins vegar I sig, að hjónabandið væri byggt á synd, sem guð vildi refsa fyrir á þennan hátt. Það var einmitt þegar Hinrik var I þessu hugarástandi, fullur óvissu og efa, aö Anna kom inn I lff hans. Hún vissi vel, hvað hann vildi. Henni fannst spennandi aö hafa konunginn fyrir fótum sér, sjá hann grátbæna hana um athygli, hana sem ekki hafði verið þess verð aö eiga greifa af Northumberland. Anna lék sér að tilfinningum konungsins af mikilli list og takmarkiö með leiknum var kóróna. Lengi visaði Anna öllum umleitunum konungs á bug. Hún hafði hugrekki til að segja og skrifa, að hún gæti ekki hugsað sér aö gerast ástmey hans, jafnvel þótt henni litist vel á hann og bæri virðingu fyrir honum en sjálfsvirðingin fyrirbyði henni ab ganga lengra. Jafnframt gætti hún þess að halda honum hæfilega volg- um, allt þar til hún fékk hann tilað nefna hiö örlagarlka orö, sem hún hafði beöiö eftir: hjónaband. Fyrst önnu Boleyn tókst svo lengi að halda sér kaldri og láta ekki hið minnsta undan ástriöufullum umleitunum konungs, bendir margt til að hún hafi eng- ar tilfinningar boriö til hans, jafnvel ekki þá virðingu, sem hún hélt þó fram. Hún vissi að konungur gat boðið henni upp á ævintýralegt llf og það væri tækifæri, sem hún hafði ekki I hyggju aö láta ganga sér úr greipum. Þar með hófust umfangsmiklar bréfa- skriftir milli London og Vatikansins til að fá leyfi páfa til að ógilda hjónaband konungsins og Katrlnar. Það dróst á lang- inn og I London fóru einnig fram samningaviðræöur við útsendara páfans. Eitt sinn fleygði Katrin sér að fótum konungs og grátbændi hann um að hætta við áætlanir slnar. „1 guös bænum, veriö réttlátir og sýniö mér miskunnsemi. Þessi tuttugu ár hef ég verið trú eigin- ,k(yia og ég haf aliö yður mörg börn, þótt guði hafi þóknazt að taka þau til sin upp I himininn”. En páfinn hélt áfram að neita. önnu hafði fundizt sigurinn I nánd og taliö sig ekki lengur þurfa aö vlsa Hinrik á bug. Það varð almenn vitneskja við hirðina, aö ástarsamband var á milli þeirra og fréttin breiddist fljótt um allt landið. Fyrir kom að fólk gekk út á göturnar og hrópaði upp að konungur ætti aö varpa ævintýra- kvendinu á dyr og snúa sér aftur að konu sinni og dóttur. Katrínu haföi hann nefni- lega komiö fyrir I klaustri.Hvað tíótturina Maríu varöaöi, þá haföi hún verið lýst lausaleiksbarn, þar sem hún væri fædd 1 hjónabandi, sem Hinrik hélt fram aö væri ólöglegt. Þannig voru aöstæðurnar áriö 1530. Ast konungs til önnu Boleyn virtist fara vax- andi dag frá degi, þrátt fyrir andúö hirðarinnar og allrar þjóðarinnar. Hann haföi gert hana að greifynju af Rochford og slöan hertogaynju af Pembroke og svo virtist sem leið hennar á tindinn væri greið. En Anna var óstyrk hún vissi að hún var að leika hættulegan leik og hún fékk oft grátköst og reiðiköst og þá bölvaði hún konungi og aðstæðum þeim, sem hún var I. Hún neitaði honum um bllðu sina en með þvl lagði hún hann aftur að fótum sér, ástfangnari en nokkru sinni. Morgun einn I lok desember 1532 kom Anna skyndilega þjótandi inn i sal, þar sem Hinrik sat á fundi með ráöherrum slnum. Hún var hvitklædd og svört augu hennar ljómuðu, þegar hún gekk til konungs, sem hafði staðið upp þegar hann sá hana. Hún tyllti sér á tær og hvlslaði einhverju að honum. Ráðherrarnir veittu þvl athygli að gleðisvipur færöist á andlit hans og gátu sér þess til, að hún hefði tjáð honum að hún væri með barni. Gráan og regnþrunginn janúarmorgun árið 1533 hafði Thomas Crammer, sem Hinrik hafði án samþykkis páfa, gert að erkibiskupi gefið parið saman með leynd. Skömmu áöur höfðu enskir guðfræðingar undir forustu Crammers lýst fyrra hjóna- band konungs ógilt. A páskunum var þjrSftinni tilkynnt um giftinguna og i mal fór fram svo mikil athöfn þegar Anne var krýnd drottning að ekki hafði annað eins sézt. Hún var borin I burðarstól, þvi hún var komin langt á leið. Viðbrögb páfa voru þau að bannfæra Hinrik. Þaö varö upphaf þess, sem slðar leiddi til að enska kirkjan sleit sambandi við Vatikanið og Hinrik VIII og eftirkomendur hans urðu æðstu menn kirkjunnar. Þann 8. september fæddi Anna dóttur — ELizabetu. Hinrik gat ekki leynt von- brigðum sinum og I fyrstu neitaði hann að sjá önnu og barnið, en sá svo að sér, gekk aö rúminu, strauk henni yfir enniö og sagði: — Það næsta verður að vera drengur! Þetta hljómaöi eins og loforð, en jafnframt sem ógnun. Annað barn önnu Boleyn varð llka drengur. Hann fæddist 29 janúar tveimur árum síöar, en andvana. Stjarna önnu Boleyn var aö fölna. Var það öryggis- leysiö sem varð til þess aö hún leitaöi huggunar I örmum annarra? Eða var það hin ákafa ósk hennar um að fæða hinn langþráöa son, sem Hinrik virtist ekki fær um að geta? A þrenningarhátiðinni 1536 lézt Katrln af Aragon. A dánarbeði hafði hún skrifaö Hinrik, kvatt hann og fullvissaö hann um eillfa ást sina, fyrirgefið honum allt og beðiö hann I slöasta sinn að sjá um dóttur þeirra, Marlu. Konungur lét, sem þetta heföi ekki minnstu áhrif á hann og klæddist sólgulum fötum þennan dag. En

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.