Heimilistíminn - 05.08.1976, Blaðsíða 16

Heimilistíminn - 05.08.1976, Blaðsíða 16
uð. En hvað mér létti þegar ég sá höfði Maurice skjóta upp rétt fyrir aftan flek- ann, er ekki hægt að lýsa með orðum. Og eftir sameiginlegt erfiði okkar um nokkra hri'ð, varð honum loks bjargað, guði sé lof. Báðar árarnar, vatnsgeymarnir og áttavitinn var fastbundið í flekann. Aður en við gátum komið honum á réttan kjöl aftur, urðum við að erfiða drjúga stund við að leysa festingarnar og ná mestu af þvi sem hægt var yfir i bátinn. Það var erfitt að rétta flekann við og alltaf þegar við héldum, að okkur hefði loks tekizt það, kom vindhviða og skellti honum flötum aftur. En loks heppnaðist þetta og við gát- um byrjað að binda hlutina ásinn stað aft ur. Þá vorum við gjörsamlega uppgefin. En reyndum þó að gera okkur grein fyrir, hvað tapazt haföi. Það voru meöal annars öll veiðarfærin. Maurice segir frá: — Okkur kom ekki dúr á auga þessa nótt. öldurnar hentu bátaum til og frá og allir hlutir voru á fleygiferð um borð, hvernig sem við reyndum að festa þá. Með jöfnu bili skall á okkur stór alda og vatnið fossaði niður i bátinn. Þá var ekki um annað að ræða en ausa eins og lif lægi við. Við höfðum áhyggjur af saltinu, sern^ safnaðist i seglið. Það þyrfti mikla rign-‘ ingu á næstunni til að hreinsa það Ur, svo*i við gætum aftur farið að safna regnvatni i seglið. Okkur tókst sjaldan að ausa svo vel, að við stæöum ekki i vatni upp undir mitti inni i bátnum. Alltaf nerumst við við gúmiið og ekki bætti það vanliðanina. Ég var kominn með sár á afturendann og lærin og var bókstáflega ómögulegt að koma mér fyrir i neinni stellingu, svo mér liöi ekki illa. Skyndilega var eins og viö fengjum högg meö risavaxinni sleggju og báturinn reis næstum alveg upp á rönd af höggi frá öldu, sem brotnað haföi beint uppi yfir okkur. Tjaldiö fyrir dyrunum þvingaðist til hliðar og geysilegt vatnsmagn kom fossandi inn til okkar. Viö jusum og jus- um. löngu eftir að við vorum oröin upp- gefin. — Hvaö gerist ef báturinn veltur? spurði Maralyn. Þessispurning fór i taug- arnar á mér, þvi ég vissi ekki, hverju ég átti að svara. Þaö veröur hún aö geta reiknaö Ut sjálf, hugsaöi ég, en liklega vill hún bara fá að heyra eitthvað róandi. — Égheld, aöhannvelti ekki, en viö veröum þó að vera viöbUin öllu. Þaö er bezt fyrir okkur aö safna öilu þvi nauðsynlegasta i bakpokana, niðursuöudósum, upptakara og hnifum. Viö þreiföum okkur áfram i myrkrinu og tróöum öllu, sem viö fundum i bakpok- ana, þar sem viö geymdum neyöarvist- irnar. Maralyn fann kaöalspotta og meö honum reyröi hUn bakpokana vel fasta i bátinm — NU getum viö aö minnsta kosti bjargaö einhverju, ef báturinn veltur, 16 Mögur og örþreytt stlgur Maralyn um borö i fiskibátinn.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.