Heimilistíminn - 05.08.1976, Side 17

Heimilistíminn - 05.08.1976, Side 17
Þrátt fyrir þessa erfiöu reynslu eru hjónin ..Auralyn II”. sagöi ég, en ég vogaði mer ekki aö hugsa lengra en þaö. — Við deyjum ekki, að minnsta kosti ekki i nótt, sagöi Maralyn og greip um hönd mina. bá var það að ég gerði mér grein fyrir, hversu sterkur lifsvilji hennar I rauninni var. Ef við létum lifið, yrði það aö minnsta kosti ekki vegna uppgjafar hennar. öveðrið stóð i fjóra sólarhringa. Enn þann dag i dag skil ég ekki hvernig við komumst i gegn um það. Bókin endar á þvi aö Maurice og Mara- lyn er bjargaö um borð i fiskibát. Hvað gerðis t svo? — bað var dásamlegt að sjá fólk aftur, segir Maurice. — baðer ekki hægt að lýsa Þvi með orðum að stiga fótum á eitthvaö fast aftur. En gleðin var tregablandin af ekki hið minnsta hrædd við hafið. Hér eru þau reiðubúin að halda út á það að nýju á þvi að við urðum að yfirgefa hafið og allt sam þar býr. Við vorum eiginlega orðin sjávarbviar sjálf, höfðum lagað okkur að hafinu og duttlungum þess og lært að lifa á þvi, sem það hafði að bjóða. Svo það var með trega, sem við yfirgáfum það. Frægð i Honolulu Kóreanski fiskibáturinn, sem bjarg- að þeim, fór með þau til Honolulu þar sem mikill fjöldi blaðamanna tók á móti þeim. Endurkoma þeirra þótti heims söguleg. Allir höfðu talið þau af fyrir löngu. I fyrstu voru þau feirtiin f öllum þessum látum, en gerðu sér brátt grein fyrir, að þarna var gullið tækifæri. bau gætu skrifað um reynslu sina og eignazt peninga fyrir nýjum báti, nýjum ævintýr- um. begar þau komu heim frá Honolulu, settust þau að á Alderney, einni af eyjun- um I Ermarsundi. bar hófust þau strax handa við að undirbúa aöra siglingu. Nú er nýi báturinn tilbúinn, já ferða- langarnir eru meira að segja lagðir af stað til Patagóniu á „Auralyn II”. Aður en þau fóru, voru þau iðulega spurð, hvort þau væru ekki hrædd. — Jú, svöruðu þau. — Við erum oft hrædd við tilhugsunina um allt, sem getur komiö fyrir. En viö erum hræddari við að verða landkrabbar aftur. Við að missa það viðsýni, sem hafiö hefur veitt okkur. Flest vandamál og áhyggjur verður svo litilfjörlegt, þegar maður er einn með hinu mikla hafi — og fiskunum, höfrung- unum, hákörlunum, mávunum, skjald- bökunum og öllum hinum.... 17

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.