Heimilistíminn - 05.08.1976, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 05.08.1976, Blaðsíða 14
118 daga á reki í gúmbáti Þegar Maurice og Maralyn Bailey voru tekin um borö i kóreanskan fiskibát á miðju Kyrrahafi þann 30. júnl 1973, höfðu þau verið á reki i 118 — hundrað og átján sólarhringa á gúmmibáti. Enginn hefur lifað af slikt ferðalag, svo vitað sé. 1 fjóra mánuði höfðu þau lifað i endalausri vatnsveröld, rekið fyrir veðri og vindum fram og aftur meö straumum ogbaristörvæntingarfullribaráttu við aö halda áer lifandi, örþreytt af hungri og alls kyns plágum. Þau höfðu tekiöstefnuna á Nýja Sjáland i bát stoum og ætluðu þar að gera draum sinn að veruleika. En báturinn lenti i árekstri viö hval og hvarf i djúpið. Þá breyttist draumurinn i martröð. Hvernig getur venjulegt fólk þolað þetta. Skyldi það ekki biða tjón, annað- hvort á sál eða likama? Reynsla sem þessi hlýtur aðskilja eitthvaðeftir sig. Að minnsta kosti hlýtur hún að vekja andúð á hafinu og siglingum? En það er öðru nær. Þegar greinarhöf- undur hitti Maurice og Maralyn var það um borð I nýjum báti. Þau voru i þann veginn að leggja af stað i annað ævintýri — siglingu yfir Atlanzhafið með stefnu á Patagóniu syöst i Suður-Ameríku. Þau höfðu alls ekki fengið nóg af siglingum, gátu þvert á móti ekki hugsað sér að hætta að sigla. Maurice og Maralyn hafa skrifað bók um ævintýri sitt: — 118 daga á reki á Kyrrahafi. — Sagan hefst eiginlega, þegar ég kynntist Maralyn, skrifar Maurice. Þá var hann 32 ára,en hún 23. Bæði höfðu þau alizt upp á iðnaðarsvæðinu Midland i Englandi, alllangt frá sjónum. Þau giftu sig áriö 1963 og siðan lifðu þau sparlega, öruggu en fremur leiðinlegu lifi i svefnbæ. Maurice þráði aö breyta tilverunni og ævintýraþráin vaknaði i Maralyn. Þau tóku að stunda fjallgöngur, en hinn mikli draumur var hafiö. Þau höfðu bara ekki ráð á að kaupa bát og sáu heldur ekki möguleika á að safna nógu miklu til að geta það i framtiðinni. Þá var það að Maralyn fékk hugmyndina. Húsið verður að báti — Ef við seldum nú húsið og keyptum seglbát i staöinn, sagði hún. — Þá gætum við búið i bátnum... Hennitókstað sannfæra Maurice um aö 14 Þau ætluðu að sigla bát sínum frá Englandi til Nýja Sjálands slikt væri mögulegt. Þau seldu húsið og fengu sér bát. 1 fjögur ár bjuggu þau um borð I Auralyn” eins og þau kölluðu hann. Stöðugt voru þau að breyta honum og út- búa hann nákvæmlega eins og þau vildu hafa hann. Jafnframt lásu þau allt sem þau komust yfir um siglingar. 1 júnilok áriö 1972 lögðu þau af stað I ferðina miklu. Þau sigldu til Spánar og Portúgal, héldu áfram til Kanarieyja og þvert yfir Atlanzhafið til Vestur-India. Þau voru ánægðari en nokkru sinni áður. „Auralyn” reyndist fýrsta flokks bátur. I febrúar 1973 fóru þau frá Panama og stefndu til Nýja Sjálands, takmarksins i ferðinni. Það gerðist sjötta daginn i hafi: Hvalur: Maurice segir frá: — Sólin var aö koma upp og Maralyn hafði kveikt undir ofnin- um til að útbúa morgunmatinn. Sjálfur var ég varla vaknaður. Skyndileg fundum við högg á bakborðshliðina. Báturinn skókst allur og hvellur heyrðist, rétt eins og sprenging. Maralyn þaut dauöskelfd upp á þilfar og ég vaknaði alveg, stökk fram úr og þaut á eftir henni. — Þaö er hvalur! hrópaði Maralyn — hann er særður! Ég kom upp alveg mátu- lega til að sjá skepnuna liggja og veltast viö skut bátsins. Vatnið roðnaði af blóði. Við óttuðumst að hvalurinn slægi i bátinn með sporðinum.... En Auralyn. var illa farin eftir árekstur- inn, það kom brátti ljós. Undir vatnsborð- inu var stórt gat. í nærri klukkustund reyndu Maurice og Maralyn árangurs- laust að bj^rga bátnum. Þau söfnuðu þá eins mikiu og þau gátu I gúmibátinn og björgunarflekann og yfirgáfu heimiíi sitt i siöasta sinn. Þau horfðu á Auralyn hverfa i djúpið hægt og rólega. — Æðsta ósk okkar i lifinu hafði alltaf verið að geta siglt frjáls og óhindruð i eig- in báti um heimshöfin, skrifar Maurice. — Nú var sá draumur búinn og ævintýrið horfið.... Það var eins og lifiö hefði numið staðar. Ekkert virtist skipta máli lengur. En það átti eftir að koma i ljós að það var einmitt þarna sem mesta ævintýrið var að hefjast. Harmleikurinn, sem varð ævir týri Það var það ævintýri, sem bókin „118 dagar á reki um Kyrrahafið” fjallar um. 1 tæpa fjóra mánuöi héldu Maurice og Maralyn til um borö i gúmbátnum og flek- anum. Þau héldu i sér lifinu með skjald- bökum og fiski, sem þau veiddu með frumstæðum tækjum, önglum úr öryggis- nálum og þviumliku. Þau söfnuðu regn- vatni, sem lak gegnum seglþakiö á bátn- um. Sjö stonum sáu þau skip við sjón- deildarhring og héldu aö nú yröi þeim bjargað, en alltaf sigldu skipin framhjá, þeim til örvæntingar. En þau gáfust ekki upp. Oft lá við að flekinn ylti i öldugangi hafstos og einu stoni valt báturinn með Maurice um borð. Þaö var kraftaverk að hann skyldi komast af. Lýstog hjónanna á þessu ævintýri er byggð á athugasemdum sem þau skrifuðu i dagatal, sem þau höfðu með sér. Þar segja þau i smáatriðum frá hvernig þau leystu vandamálto, sem þau mættu, hvernig hvert smáatriði varð að aðalat- riði, þegar um var að ræða að lifa af. Þau lýsa tilfinntogum sinum, samtölum og hvernig þau hjálpuðust aö við að missa ekki móðinn,þrátt fyrir aöhvorugt þeirra bjóst við aö lifa af. En þeim tókst það, þau sneru aftur heim! Gefast ekki upp Nú hafa þau fengið sér nýjan bát. Hann liggur i Llanelly, litilli höfn i grennd við Swansea i Wales. Þaö er erfitt að finna hann, þvi aö hann er eton sér viö háan bakka og ekkert nema siglutopparnir standa upp fyrir. Maurice og Maralyn hafa þegarbúiöum borö i nokkra mánuði. Þau hafa fariö i nokkrar reynslusiglingar og eru nú að leggja siðustu hönd á ýmis- legt smávegis, áöur en lagt veröur af stað i ferðtoa örlagariku. Niu ára aldursmunur þeirra er greinilegur. Onnur mynd er tek-

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.