Heimilistíminn - 02.11.1978, Qupperneq 5
gripum. Er svo komið aö állka miklu er
eytt i þessa tegund safna og i myntsöfn,
frimerkjasöfn og gullfiska en þetta þrennt
hefur lengi veriö meðal vinsælastu tóm-
stundagamans i Bandarikjunum.
Hvers vegna er svona mikill æsingur út
af þornuðu bleki? Jú, menn kaupa þetta
allt til þess að hagnast á þvi þótt siðar
verði. Verð söfnunarverðra skjala hefur
hækkað um 10 til 12% á ári undanfarin ár.
Þó er annað sem hefur ekki siður áhrif á
safnarana og það er að þeim gefst með
þessu móti tækifæri til þess að skyggnast
inn i fortiðina að þvi er Charles Hamilton
segir. — Safnarar njóta þess að vera eins
konar gluggagægjar og fylgjast með stór-
viðburöum. Þegar ég sé blóðsletturnar og
hálfskrifað nafn Robespierres á yfir-
lýsingunni, sem hann var að undirrita
þegar hann fékk byssukúlu i kjálkann
kemur kökkur i hálsinn og mér finnst sem
ég-heyri skothvellinn. Og hvernig getur
nokkur annað en orðið snortinn af þvi að
lesa kveðjuorð Anne Boleyn, sem hún
sendi Hinriki VIII kvöldið fyrir aftökuna?
— Þú hefur gert mig að drottningu
skrifaði hún, — og þar sem þú getur ekki
lyft mér hærra i þessum heimi sendir þú
mig nú til þess að verða dýrðlingur á
himnum.
Hamilton er næsta merkilegur maður.
Hann er með silfurgrátt stritt hár, ljós-
rautt handlit og glitrandi blá augu og
Og hver skyldi hafa skrifaö þetta? Enginn
annar en Kennedy forseti. Skrift hans
varð þvi ógreinilegri sem völd hans urðu
meiri.
Litið er til af skrift Carters forseta. Bréf
sem hann skrifaði eftir að hann tók við
embætti var selt fyrir 4000 dollara.
•<—---------------—m.
sumir segja að hann sé einna likastur
skopmynd af kaninu. Hann er þó svo
sannarlega engin „Páskakanina.” Hann
er 64 ára gamall og i fjöldamörg ár hefur
hann helgað sig algjörlega skjala og
handritasöfnuninni. Hann hefur þurft að
berjast i óeiginlegri merkingu viö Ibúa
Hvita hússins og með þekkingu sinni á
eiginhandaráritunum hefður honum
tekizt hvaö eftir annað að koma upp um
þjófa og falsara. Hann hefur sett á stofn
fyrirtæki, sem kaupir og selur safngripi af
þeirri tegund, sem hér um ræðir og árs-
tekjur fyrirtækisins eru rétt innan við
eina milljón dollara. Þrátt fyrir allt þetta
hefur honum gefizt timi til þess að skrifa
tiu bækur, sem bæði eru fullar af fróöleik
og kimni.
Hamilton er frá Flint i Michigan. Faðir
hans var timbursali. Tólf ára gamall upp-
götvaði Hamilton töfra eiginhandar-
áritunarsöfnunarinnar og lét sig meira að
segja hafa þaö að skrifa Rudyard Kipiing.
Kipling svaraði bréfi hans og eftir að hafa
eignazt nafnið hans á pappir var Hamil-
ton sokkinn i söfnunaræðiö fyrir fullt og
allt.
Hamilton stundaði nám við UCLA og
það með miklum sóma. Þar las hann
fimm bækur á dag og útskrifaðist með
próf I ensku. Siöan var hann þrjú ár I flug-
liði landhersins og lagði stund á sitthvað
fleira. Eitt sinn var hann meira aö segja
bókari hjá sápuframleiðanda en fyrirtæk-
ið nefndist Hollywood Bath o’Bubbles.
Um fertugt fékk hann þá hugmynd aö rétt
væri að græða svolitiö fé og tók aö selja
skjala og rithandasafn sitt. Hann varð
furðu lostinn, þegar hann sá hversu mikiö
hann gat fengiö fyrir þetta og eftir það
helgaði hann sig þessu starfi til fulls. Fólk
hefur oft á tiöum verið heldur þreytt á
þeim þekkingarbrunni sem Hamilton má
kallast. (Vissir þú að það voru niu hers-
höfðingjar i borgarastriöinu Gyðingar?)
En þekking hans á hinum ýmsu sviðum
hefur fært honum völd og auö.
Eitt sinn komst Hamilton yfir hluta af
ræðunni, sem fyrsti forseti Bandarikj-
anna flutti er hann var settur inn I em-
bættið. Þennan hluta hafði forsetinn
aldrei flutt. Keypti hann plaggið fyrir 50
dollara en þaö er nú 750 dollara virði. I
Mexikó keypti hann lika á 120 dollara það
sem siðar reyndust vera Azteca-lög og má
nú selja fyrir 5500 dollara.
Hamilton hefur átt mörg merkileg
skjöl. Þar á meöal má nefna bréf, sem
Isabella drottning skrifaði og fjölluöu um
skartgripina sem hún seldi til þess að geta
fjármagnað ferð Columbusar til Nýja
heimsins. Þá hefur hann átt eina bréfið
Hamilton fær sér fótabað niöur viö
ströndina.