Heimilistíminn - 02.11.1978, Síða 6
Hér er Hamilton með fjölskyldu sína,
Chip, Carolyn, Cynthia og Diana.
til Lincolns. Eitt af meistarastykkjum
hans var handrit að Hrafninum eftir Edg-
ar Allan Poe, og ekki var siðri Sjálfstæöis-
yfirlýsingin sem hann gat einnig falsaö.
Samsetning bleksins og hvernig það kem-
ur út á pappirnum er það eina sem hægt
er að sjá áð hér er um eftirlikingar að
ræða.
Hamilton hefur verið iðinn við að koma
fölsurum undir lás og slá. Það sem þó
hefur vakiö hvað mesta reiði hans eru
„falsararnir i Hvita húsinu.” Allt frá dög-
um Andrews Jacksons hafa forsetarnir
haft yfir að ráöa starfsmönnum, sem hafa
undirritað hitt og þetta fyrir þá. — Þetta
er þó að verða einum of mikið segir
Hamilton: Þrátt fyrir það aö fulltrúar i
Hvita húsinu hafi þverneitað þá hefur
Hamilton sannað að John Kennedy hafi
haft að minnsta kosti sjö slika og auk þess
nokkra „autopens”, en það eru vélmenni
sem geta likt eftir 3000 undirskriftum á
dag. Hann réðist harkalega að Lyndon
Johnson fyrir að halda þessu áfram og
heldur þvi fram að Richard Nixon hafi
notað 14 slik tæki I forsetatið sinni.
Það sem fer hvað mest I taugarnar á
Hamilton er að þegar bandariskur borg-
ari skrifar til forseta sins og biður um rit-
handarsýnishorn hans þá fær hann annað
hvort blað áritaö af vélmenni eða ein-
hverjum öðrum sem hefur atvinnu af aö
undirrita hitt og þetta fyrir fórsetann.
Carter mun hafa hætt Þessari iðju en
Hamilton heldur þvi fram að meira að
segja eftir að Kennedy forseti var látinn
hafi falskar undirskriftir hans verið
sendar út frá starfsliði Hvita hússins. —
Ég er svo gamaldags i mér að mér finnst
forsetar ættu ekki að ljúga aö fólkinu, sem
þeir eru fulltrúar fyrir.
Forsetaundirskriftir eru mikils virði
segir Hamilton og hvetur fólk til þess að
safna þeim eftir þvi sem hver og einn get-
ur. Þá telur hann að eiginhandaráritanir
alls konar glæpamanna eigi eftir að verða
mjög verðmætar. Bréf frá Hitler er
þannig fimm sinnum verðmætara en bréf
frá Churchill. Bréf undirritað af John
Wilkes Booth, sem myrti Lincoln er 1000
dollara virði og bréf sem bróðir hans
Edwin undirritaði er aöeins 50 dollara
virði en Edwin er talinn meðal helztu leik-
ara Bandarikjanna.
Fólk verður aö fylgjast vel með þvi sem
er að gerast. — Leiðtogar svertingja eru
mjög á uppleið segir Hamilton. — Skjal
sem Martin Luther King undirritaöi getur
verið jafndýrmætt og annað undirritaö af
Lincoln. Kvenréttindakonur eru lika á
uppleið. Bréf frá Susan B. Anthony sem
var dollara viröi fyrir fimm árum myndi i
dag seljast á 75 til 100 dollara.
Fólk er lika farið aö fá meiri áhuga á
Framhald á bls. 25
safnari átti það til aö hóta að fremja
sjálfsmorð ef menn svöruðu ekki bréfum
hans og þar með hafði hann náð rit-
handarsýnishornum. Enskur safnari
svindlaði tveimur bréfum út úr Rudyard
Kipling með þvi að aka bil sinum yfir
grasflöt skáldsins keyra á nokkur tré, og
skilja svo bilinn eftir með miða, þar sem
hann lofaði að borga skemmdirnar ef
Kipling sendi honum reikninginn.
Skjalaþjófar eignuðust að lokum
jafningja sinn, þar sem Hamilton var.
Minni hans er einstakt og þekking hans
ekki siðri. Hann hefur þvi hvað eftir
annað getað orðið lögreglunni að liði, þeg-
ar þurft hefur að koma upp um skjala-
þjófa. Til dæmis hjálpaöi hann til við að
koma upp um hinn fræga Sam Matz og
Elizabeth konu hans sem komust undan
með 500 þúsund dollara virði af söguleg-
um skjölum úr Þjóðarbókhlööunni i
Washington árið 1962.
Hamilton er enn kræfari þegar hann
þarf að koma upp um falsara. — Ég get
séð að um fölsun er að ræða úr 40 feta
fjarlægð segir hann stoltur. — Einhver
kjáni bauð einu sinni lokk úr hári Karls
sköllótta. Annar bauð mér bréf frá Júliusi
Cæsar, Cleopötru og Alexandri mikla en
gat þó ekki útskýrt hvers vegna bréfin
voru öll skrifuð á nútima frönsku.
En sumir falsarar eru sannkallaðir
listamenn. Þeirra á meöal er tugthúslim-
ur nokkur Martin Coneely frá Syracuse i
New York riki. Hann átti það til aö borga
fyrir ölglas með þvi að skrifa óaðfinnan-
lega nöfn forsetanna allt frá Washington
---------------m.
Greta Garbo er mikils virði þessa
stundina enda erfitt aö fá eiginhandar-
áritun hjá henni.
sem Jesse James undirskrifaði með dul-
nefni sinu Thomas Howard. Ennfremur
átti hann bréf sem Viktoria drottning
skrifaði. 1 þessu bréfi er drottningin að
gefa góð ráð varöandi stúlku sem varð
fyrir þvi að eignast barn, þótt ekki væri
hún gift. í bréfinu stendur: — Látiö hana
ganga með hring og þá veit enginn annað
en hún sé gift.
Þegar Hamilton hóf rithandasöfnunina
höfðu menn stundað hana um nokkurt
skeið og beitt ýmsum brellibrögöum til
þess að fá þekkta menn til þess aö skrifa
nafnið sitt. Þannig má nefna aö franskur
OjAjáo.' Cux\& o- -
6