Heimilistíminn - 02.11.1978, Síða 13

Heimilistíminn - 02.11.1978, Síða 13
Aður en langt um llður verður Anita Skogran tvitug, og þótt aldurinn sé ekki hár er hdn i þann veginn aö verða ein vinsæiasta poppsöngkona Norð- manna. HUn hefur stefnt að þessu marki i mörg ár, og unnið kappsam- lega til þess aö geta náð því. A siðasta ári sendi hún frá sér breiðskifu, sem færöi henni aöild að gullplötu- klúbbnum, en þeir eru vist ekki margir, norsku listamennirnir, sem geta státað af þvi að hafa komizt I hann. Nú er Anita að senda frá sér aðra breiðskifu, sem reiknaö er meö, að verði ekki siður vinsæi en sú fyrri. 1 ráði er að framkvæmdastjóri og ABBA hlusti á það, sem Anita hefur fram aðfæra.ogvel geturfarið svo, að plata með henni verði gefin út undir plötumerki ABBA, Polar, og einnig hefur þýzka plötufyrirtækið Hansa, sem kom Boney M I sviðsljósið verið að velta fyrir sér, hvort það ætti að gefa út plötu með Anitu. Platan sem Anita sendi frá sér i fyrraseldist i um 22þúsund eintökum, og segist söngkonan vera mjög ánægð með það. NU hefur hún sett saman plötu með tónlistarmanninum George Keller, og vonast þau til að platan eigi eftir að seljast mjög vel, enda eru þau nokkuð ánægö með árangurinn af samstarfi sinu. A þessari nýju plötu eru næði norsk lög og svo erlend lög, sem þegar hafa aflað sér vinsælda, en þau eru gjarnan meö norskum textum. Anita Skogran segir, pð ekki þýöi að vera með eitthvert þjóðlegt stolt og ætla sér að nota einungis norsk lög á plötu sem þessa. Það sé miklu betra að nota góð erlend lög heldur en miöl- Ungsgóð norsk lög. Én textarnir eru þó eins og fyrr segir gjarnan á norsku. George Keller hefuq Utsett flest lag- anna á plötunni, en nU segist Anita ætla sér aö leggja sig meira eftir sliku i framtiðinni, þar sem hún vilji gjarnan geta útsett lögin sem hún syngur sjálf. HUn segist meira að segja hafa- i hyggju að syngja inn á plötu lög, sem hún hefur sjálf samið, en þvi miður séhúnekki afkastamikil á þvi sviði enn sem komið er. Hver veit nema þessi norska Anita Skogran eigi eftir að ná eins langt og ABBA og Boney M, a^ minnsta kosti hljóta plötuframleiöendurnir að hafa einhverja trú á henni úr þvi þeir leggja Uti að gefa út plötur með henni. Hér á myndinni sjáið þiö svo Anitu Skogranog GeorgeKeller, en þau hafa unnið nokkuð saman að undanförnu. Popp-kornið Anfta Skorgan norsk poppsöngkona á uppleið

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.