Heimilistíminn - 02.11.1978, Síða 22

Heimilistíminn - 02.11.1978, Síða 22
fannst mér sem mig brysti allan kjark. Hægt gekk ég yfir að stóra glugganum fjærst i gang- inum. Þaðan gat ég séð út yfir Sag Harbor-fló- ann. Nýtt tunglið speglaðist i vatnsborðinu og lengra i burtu þar sem kallað var Nort Haven sást þakið á Fonsell-húsinu bera við himin yfir trjátoppana. Nú eins og alltaf áður leið mér illa við að sjá þetta hús, — já, það nægði að hugsa um það til þess að mér færi að liða illa. Það var ekki aðeins vegna þess að ég vissi, að einu sinni hafði verið framið voðaverk bak við múrana, sem umluktu garðinn, heldur var húsið sjálft óvenjulega ljótt. Það var byggt úr rauðum tigulsteini, hárauðum. Súlurnar, sem héldu uppi þakinu voru óeðlilega sverar. Umgjörðin i kringum gluggana var þannig, að þeir minntu helzt á innfallin augu. Uppi á þak- inu var gluggi, með ógegnsæju grænu gleri. Það var eins og eitthvað óeðlilegt og ógeðfellt i andrúmsloftinu inni i húsinu hefði reynt að þrengja sér út um þennan græna kúpta glugga. Það var undarlegt að hugsa sér, að maður- inn, sem ég hafði gifzt, skyldi hafa vaxið upp i þessu ljóta húsi, þarna langt i burtu. Minn há- eftir Veldu Johnston Fonsell-húsins vaxni, sterki og fallegi Steven. Og faðir Stevens, sem ég var nú orðin svona tengd skyldi einmitt á þessu augnabliki halda sig ein- hvers staðar undir þaki þessa húss, sæti kannski og snæddi miðdagsverð með Ruth og Jason. Ég gat séð fyrir mér borðstof- una, vegna þess að ég hafði verið þar i veizlu endur fyrir löngu, þegar Ruth varð tólf ára. Á dimmri nóttu, nokkrum vikum siðar, hafði móðir Ruth og Stevens mætt dauða sinum i trjágarðinum bak við múrveggina. Eftir það 22 fengu engin ,,betri manna börn” að koma i Fonsell-húsið. Skyldi myndin af frú Fonsell hanga enn yfir arninum? Liklega. Ephraim Fonsell var hvorki viðkvæmur né veiklundaður. Ef til vill hafði hann selt myndina, vegna þess að hann var i kröggum. Þekktur málari i New York, John R. Solum, hafði málað myndina, svo trú- lega væri hægt að fá fyrir hana mikla peninga. Ég gat séð Ephraim Fonsell sitja við langa mahóniborðið fneð vinglas i grófri hendinni. v l

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.