Heimilistíminn - 02.11.1978, Page 23
Ég gat lika séð fyrir mér hvernig Ruth virti föð
ur sinn fyrir sér með undarlegu brosi á vör,
brosi, sem var svo sérstætt fyrir hana. Þegar
við vorum enn börn hafði þetta bros komið mér
til þess að skjálfa.
Jason sat trúlega lika við borðið og horfði á
föður sinn. Kannski var hæðnissvipur á andlit-
inu, sem ég mundi að hafði oftast verið þar.
Steven hafði verið svo gjörólikur þeim öllum.
Og min eigin ætt, hversu ólik var hún ekki lika
þessu fólki.
Haverly-fjölskyldan hafði setzt að i Sag
Harbor fyrir næstum fimmtiu árum. 1 fjöl-
skyldunni höfðu verið handverksmenn, liðsfor-
ingjar og sjómenn, sem höfðu lagt grunninn að
auðæfunum, sem Elizabeth frænka gætti nú
svo vel, og sem ég hafði haft gleði af að njóta.
Og hvað vissi ég svo sejn um forfeður Stevens?
Ekkert. Það þekkti enginn aðra en Ehpraim,
Jason og Ruth, og svo vissi maður um allar þær
ljótu sögur, sem höfðu umvafið húsið allt frá
þvi að frú Fonsell dó.
Fram til þessa hafði það aðeins verið Steven,
sem skipti einhverju máli, þegar við hugsuðum
um framtiðina, sem var svo björt og skinandi
af ást. Ó, Steven! Ég grét lágt. Hvers vegna
þurfti hann að vera horfinn, þegar hinir i fjöl-
skyldunni voru þarna enn, illir og undarlegir,
undir þessu þaki þarna langt i burtu? En hann
var horfinn fyrir fullt og allt, nú þegar ég þurfti
meira á honum að halda en nokkru sinni fyrr.
Ég snéri mér við og gekk aftur að dyrum
frænku minnari og barði varlega. Þegar ég
heyrði hana svara fyrir innandróég djúptað
mér andann og opnaði.
Eftir nokkrar sekúndur myndi ég standa
frammi fyrir Elizabethu og þyrfti að segja
henni, að ég sem opinberlega átti engan mann,
myndi fæða barn eftir um það bil sjö mán-
uði...
Elizabeth frænka leit upp úr Bibllunni og
óánægjusvipur kom á grannt andlitið umvafið
hári, sem enn var ekki tekið að grána , það
varð svolitið þreytulegt. Hún vildi ógjarnan
láta trufla sig svona rétt fyrir háttatimann,
þegar hún hafði ætlað sér að lesa i Bibliunni.
—Hvað er það, Irene?
Aftur missti ég kjarkinn. — Það er dálitið,
sem ég þarf að tala við frænku um, en það
getur beðið.
Gráu augun urðu ákveðin, og hún lagði frá
sér Bibliuna.
—Láttu mig heyra, hvað þér liggur á hjarta.
Ég gat ekki komið upp einu einasta orði.
Augu hennar dökknuðu og henni varð greini-
lega órótt.
—Irene! Hvað er það?
Ég....Steven og ég ...Ég kom ekki upp einu
einasta orði.
—Góði guð, sagði hún. ó vesalings, litli
kjáninn minn... Hún hætti og spurði siðan
hreinskilnislega... Hvenær ?
—í júni, geri ég ráð fyrir. Mér leið heldur
betur og ég átti auðveldara með að tala.
—Þetta er ekki eins og þú heldur að það sé. Við
vorum gift. Skipstjórinn gaf okkur saman.
Það fór aftur að koma litur á andlit hennar,
meðan hún hlustaði á skýringar minar. Að
lokum sagði hún:
—Þú hefði átt að segja mér það strax, að þið
hefðuð gift ykkur. Þú hefðir átt að skrifa, eða
senda mér skeyti, svo ég hefði getað sagt öllum
frá þvi hér. Nú fer fólk að velta þessu fyrir
sér. J..
—Ég vildi fá að segja þér það sjálf, sagði ég
hljómlausri röddu. —Ég hélt að frænka
yrði...hraustari, þegar ég kæmi til baka.
Það var hún greinilega ekki. Hún hafði
fengið aftur eitthvað af fyrri kröftum sinum
eftir heilablóðfallið, sem hún hafði fengið um
sumarið. Fréttin um að Steven hefði lika tekið
sér far með Ameliu Boyce og stöðugt kjaftæðið
i bænum hafði haft meiri áhrif á hana, en ég
hafði haldið.
—Nú verðum við þó að minnsta kosti að segja
öllum frá þessu þegar i stað, sagði hún.
Aftur varð ég að taka á öllu, sem ég átti til
þess að koma upp orði.
—Ég get ekki sannað það.
—Við hvað áttu? Skipstjórinn hlýtur að hafa
gefið ykkur einhvers konar vígsluvottorð.
—Steven tók það með sér. Ég var hrædd um
að Prue frænka eða einhver af stelpunum
myndi rekast á það, og myndu svo ef til vill
skrifa til frænsku....
Aftur var skelfingin komin fram á andlitið.
—En það hlýtur einhver að muna eftir gift-
ingunni, farþegar, sem eins og þú fóru af
skipinu, áður en það fórst...
—Sex manns fóru i land i New York, en það
var áður en Steven kom um borð. Annars
skiptum við okkur heldur litð af hinum farþeg-
unum. Við vorum mest ein. Ég reyndi að blikka
augunum til þess að halda aftur af tárunum,
sem vildu brjótast fram.
—Við gætum reynt að skrifa til skipaút-
gerðarinnar og spyrjast fyrir um það, hvort
einhverjir farþegar hefðu farið af skipinu áður
23