Heimilistíminn - 01.02.1981, Page 8

Heimilistíminn - 01.02.1981, Page 8
Hjúkrunarkona hertogans af Windsor segir frá: Ást hertogahjónanna var alltaf jafn heit segir, að nýlega hafi hertogafrúin meira aðsegjasagtvið sig: — Hann hefur aldrei yfirgefið mig. Hertogafrúin er hálfniræð, alvarlega veik og illa farin, og ólik þeirri fallegu konu, sem hertoginn kvæntist endur fyrir löngu. Shanley hjúkrunarkona segir ennfrem- ur: — Uppáhaldsmynd hertogans af þeim hjónum stendur enn á náttborðinu hans, þar sem hann hafði hana alltaf. Skjaldar- merki konungsættarinnar hangur yfir höfðagaflinum á rúminu hans. — A hverjum degi eru gluggatjöldin dregin frá gluggunum i herbergi hertog- ans, og á kvöldin er aftur dregið fyrir, rétt eins og venja var að gera, þegar ég kom fyrst á heimili hjónanna. Það var i febrúar 1972, en þá hafði her- toginn nýverið gengið undir mikinn upp- skurð á „Bandariska sjúkrahúsinu” i Paris. A meðan á uppskurðinum stóð rannsökuðu læknar æxli, sem var i hálsi hertogans, og reyndist það vera krabba- mein, eins og þeir höfðu óttazt. — Læknarnir höfðu reiknað með • að ekkiværihægtaðgera aðgerð á hertogan- um vegna þessa æxlis, og það reyndist rétt, sagði hjúkrunarkonan. — Það eina, sem hægt var að gera var að sjá til þess að siðustu mánuðirnir, sem hann átti eftir að lifa, yrðu honum bærilegir. — Læknarnir sögðu mér, að hann vissi Oonagh Shanley, einkahjúkrunarkona hertogans af Windsor var eini utanaðkomandi aðilinn, sem varð vitni að dauða hertogans, og þá um leið endalokum mestu ástarsögu aldarinnar. Eins og flestir, ef ekki allir vita, afsalaði hertoginn sér konungdómi i Englandi fyrir ein- um 35 árum til þess að ganga að eiga konuna, sem hann elskaði, hina tvífráskildu Wallis Simpson frá Bandarikj- unum. Hér á eftir fer viðtal við Oonagh Shanley hjúkr- unarkonu, þar sem hún segir frá ást Windsorhjónanna, ástinni, sem aldrei kulnaði, og var jafnsterk daginn, sem hertoginn lézt, og hún hafði verið, þegar hann gekk að eiga frú Simpson. Nú eru liðin átta ár frá' þvi hertoginn af Windsor dó. Þrátt fyrir það heldur kona hans fast við þá ákvörðun sina, að hreyfa ekki við neinu af persónulegúm eigum eiginmannsins, og allt er eins og það var á 8 heimili þeirra hjóna, daginn sem hertog- inn skildi við. Oonagh Shanley, sem hugsaði um her- togann siðustu mánuðina, sem hann lifði, og býr enn með hertogafrúnni i Paris,

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.