Heimilistíminn - 15.03.1981, Side 10
— Þvi er svo háttað, þótt undarlegt megi
virðast, að mér fellur vel, það sem ég er að
gera, og ég geri mér vonir um, að geta bætt
umhverfi mitt. Það var svolitill broddur i rödd
Brads, en Andrea skildi, að Merry gerði sér
enga grein fyrir þvi, hvað hann átti við.
Þegar Andrea kom aftur með þrjú há glös af
istei og smákökur á diski, stökk Brad á fætur
og fór að taka af litlu borði til þess að hún gæti
lagt bakkann frá sér. Reiðin skein úr augum
hans, og Andrea sá, að honum féll siður en svo
framkoma Merry.
Merry þáði teið náðarsamlegast, en hikaði,
þegar henni voru boðnar kökurnar. — Ég borða
svo að segja aldrei svona nokkuð.
— Þær eru auðvitað keyptar i búð, en þó ekki
sem verstar, sagði Brad.
— Ég verð bara að passa mig að fitna ekki,
svaraði Merry, og athyglin beindist að jaðe-
grænum kjólnum, sem hún var i. Hann var
nokkuð þröngur, en þó varð að viðurkenna, að
hann sýndi lika vel fallegar linurnar i likama
hennar.
— Það virðist nú vera algjör óþarfi, sagði
Brad og beit á agnið, sem hún hafði lagt fyrir
hann. Hún hafði verið að fiska eftir hóli, og
fékk það nú. — Mér sýnist útsýnið bara gott/ að
minnsta kosti héðan sem ég sit.
10
— Mikið ertu sætur i þér, sagði Merry og fór
að narta i eina smákökuna. — Þær eru bara
ágætar.
Hún var svo sakleysislega undrandi, bláu
augun hennar voru galopin, og höfuðið með
gullnu lokkunum hallaði ofur litið út i aðra
hliðina. Brad leit snöggt til Andreu, sem var
fljót að lita undan, svo Merry tæki ekki eftir
glettninni, sem kom i augu hennar.
— Hvað gerir þú, ungfrú McCullers, spurði
Brad sakleysislega.
Merry starði á hann.
— Geri? endurtók hún, eins og hún hefði ekki
minnstu hugmynd um það, hvað hann átti við.
— Já, hvað gerir þú? Syngurðu, dansar, leik-
urðu á pianó? Þú hlýtur að hafa eitthvað fyrir
stafni, vinna eitthvað? sagði Brad, og enn var
ekkert að heyra nema sakleysið i rödd hans.
— Ég er i yngri deild kvenfélagsins, og við
erum nú að vinna fyrir barnaspitalann, sagði
Merry léttilega. — Það er auðvitað voðalega
leiðinlegt, en mig langar til þess að vera með i
félaginu vegna þess að stelpurnar skemmta
sér svo mikið. Það eru haldnar miklar veizlur
og dansleikir og þvi um likt, en svo verður
maður að vinna svolitið að góðgerðarmálum.
Annars fengi maður ekki að vera með. Ég
þurfti endilega að byrja i þessu árið, sem verið
var að vinna að spitalaverkefninu, og nú