Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 05.04.1981, Qupperneq 4

Heimilistíminn - 05.04.1981, Qupperneq 4
Árið 1619 settust nokkrir landnemar að i Wolstenholme Towne, sem var i um 10 kiló- metra fjarlægð frá Williams- biæg i nýlendunni Virginiu i Bandarikjunum, sem voru þá reyndar ekki orðin að Banda- ríkjunum. Allt gekk vel til að byrja með, en svo gerðist það 22. marz, 1622 að Indiánar réðust inn i þorpið og drápu að minnsta kosti 58 af þeim 140 landnemum, sem þarna höfðu sezt að og brenndu flest öll bjálkahúsin á staðnum. Svo liðu rúmlega350 ár, án þess að fólk leiddi hugann að Wolste- holme og þvi, sem þar hafði átt sér stað. Ummerkin um ibúana og þorpið þeirra hurfu undir villtan gróður. Skammt þarna frá reis plantekra, Carter’s Grove. Gamla þorpið var öllum gleymt þar til árið 1970. Þá rakst Ivor Noel-Hume fornleifafræðingur hjá Williamsburg Foundation á minjar um stærstu brezku nýlenduna i Ameríku, sem hingað til hefur fundizt. — Það var eins um þennan fund og flesta aðra stórmerka fornleifafundi, viö vorum ekki einu sinni að leita að þvf sem við fundum, og höfum ekki hugmynd um, að það væri á þessum stað. Ivor Noel-Hume og menn hans voru á höttunum eftir minjum um plantekrulifið á átjándu öldinni, og þess vegna voru þeir viö fornleifauppgröft á Carter’s Grove. Þarna rákust þeir allt i einu á minjar Þessa teikningu lét Noel-Hume listamenn gera eftir sinni tilsögn. Hann telur, að svona hafi einhver' landneminn sem Indiánarnir drápu litið út. Dregur hann þá ályktun af þvi, sem hann og menn hans hafa fundið í jöröu i Wolstcnholme Towne. 4

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.