NT - 05.05.1984, Blaðsíða 8

NT - 05.05.1984, Blaðsíða 8
Guðlaugur G. Jónsson Vík í Mýrdal Fæddur 8. febrúar 1894- Dáinn 24. apríl 1984 { dag fer fram í Vík í Mýrdal útför Guðlaugs Jónssonar fyrr- verandi pakkhúsmanns, sem var einn af elstu starfsmönnum Kaupfélags Skaftfellinga. Guðlaugur var fæddur 8. febrúar 1894 á Suður-Fossi í Mýrdal, sonur hjónanna Jóns Árnasonar og Valgerðar Bárðardóttur. Foreldarar Guð- laugs búa á ýmsum stöðum í Mýrdalnum, síðast í Kerling- ardal og þar dvelst Guðlaugur til ársins 1919, en það ár flyst Guðlaugur til Víkur í Mýrdal, þar sem hann á síðan heimili til æviloka. Þorpið í Vík byrjaði að byggj- ast um aldamótin eftir að versl- un hófst þar. Auk vinnu við verslunina var róið til fiskjar eftir því sem kostur var frá hinni nafnlausu, sendnu strönd. Enn- fremur höfðu flestir einhverjar skepnur eftir því sem unnt var að afla heyja fyrir víðs vegar í nágrenninu. Við þessar aðstæð- ur stofnar Guðlaugur heimili með konu sinni, Guðlaugu Jakobsdóttur frá Fagradal. Þau hjón eignuðust fimmtán börn og eru þau: Jakob, Valgerður, Jón, Anton, Guðrún, Guð- finna, Sólveig, Guðlaug Sigur- laug, Einar, Guðbjörg, Ester, Erna, Þorsteinn, Svavar og Guðlaug Matthildur. Eru þau öll á lífi, en Guðlaugur missti konu sína árið 1938, skömmu eftir fæðingu yngsta barns þeirra. Eftir það bjó Guðlaugur með börnum sínum, en lengst í sambýli við Ester dóttur sína og mann hennar, Guðmund Sigfús- son, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Um 1930 verður Guðlaugur pakkhúsmaður hjá Kaupfélagi Skaftfellinga og gegnir því starfi meðan aldur og heilsa leyfir. í því starfi komu glöggt fram mannkostir Guðlaugs Jónsson- ar. Það sem fyrst og fremst var hugsað um þar var að greiða götu náungans. Það var sama á hvaða tíma sólarhrings var leit- að til Guðlaugs, hvort sem það var til að afgreiða bíl frá kaup- félaginu eða koma pakka sem lá á til félagsmanna. Alltaf var hann reiðubúinn til að leysa hvers manns vanda, og það gerði hann af hjálpfýsi og greiðasemi, en kki á kostnað kaupfélagsins, því að hag þess bar hann ekki síðurfyrir brjósti. Hann skyldi vel hvað styrkur kaupfélagsins var héraðinu mik- ils virði og velgengni félgsins því sameiginlegt hagsmunamál þess og félagsmannanna. Auk starfs síns hjá Kaupfé- lagi Skaftfellinga var Guðlaugur um langt skeið verkstjóri Slátur- félags Suðurlands við sláturhús- ið í Vík. Enda þótt það yrði ekki hlutskipti Guðlaugs Jóns- sonar að verða bóndi í Mýrdaln- um, þá var hann þó mjög tengd- ur ræktun og skepnum alla ævi. Hann var trúnaðarmaður Sand- græðslu ríkisins í Vestur-Skafta- fellssýslu og óvíða blasir árang- urinn af því starfi eins vel við og í Vík í Mýrdal. Fyrir aðeins þremur áratugum komu meters- þykkir sandskaflar milli hús- anna í Vík í verstu veðrum, en nú er gróðurinn kominn fram á fjörukamb langt austur frá þorpinu. En þrátt fyrir allt býst ég við að í hugum flestra tengist Guðlaugur Jónsson mest hest- um og hestamennsku. í bókinni Lárus á Klaustri segir, að Guð- laugur Jónsson í Vík var einn af þeim örfáu mönnum, er Lárus trúði fullkomlega fyrir hestum sínum. Og segir það sína sögu um hvernig samskipti Guðlaugs voru við hesta. Þeir voru margir, sem Guðlaugur útveg- aði hesta til kaups. Og hann virtist vita hvernig hestur hent- aði hverjum þeim sem um það bað. Svo næma tilfinningu hafði hann fyrir eðli manns og hests. Það var mikils missts, þegar heilsan leyfði ekki lengur að fara á hestbak. En afkomendur Guðlaugs halda merki hans vel á lofti með öflugu starfi í hesta- mannafélaginu. Með þessum fáu orðum vil ég flytja þakkir samvinnumanna fyrir óeigngjarnt ævistarf. Jón Helgason t „Mínir vinir fara fjöld“, kvað skáldið frá Bólu. Síminn hringir og formaður hestamannafélags- ins til kynnir mér lát Guðlaugs í Vík. Aldurinn var orðinn hár og ég vissi, að heilsa hans hékk á bláþræði, en samt kemur fregnin á óvart og skilur eftir tómleika og söknuð í sálinni. Skömmu eftir að ég fluttist undir Eyjafjöllin iágu leiðir okkar Guðlaugs saman. Hann var í hópi þeirra manna, sem ekki vildu sætta sig við, að dagar hestsins á landi voru væru taldir þegar vélar nútímans leystu hann smátt og smátt af hólmi. Hann var einn af þeim sem áttu þátt í að stofna hesta - mannafélag, sem hlaut nafnið Sindri eftir hinum víðkunna ÖÞorláks í Eyjarhólum. fundi félagsins var Guð- laugur kosinn fyrsti formaður þess og þar lágu leiðir okkar saman, þegarégsíðar vareinnig kjörinn í stjórn félagsins. Það samstarf leiddi til vináttu, sem aldrei bar skugga á meðan báðir lifðu. Guðlaug má með réttu telja einn af frumbyggjum Víkur, en þar sest hann að árið 1919. tÞökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarkveðjur við andlát og útför systur minnar og mágkonu Guðrúnar Björnsdóttur Fyrir hönd vandamanna Jóhanna Björnsdóttir Valdemar Helgason Eiginkona mín, fósturmóðir og amma Kristín Jónsdóttir Hateigsvegi 19 lést 22. apríl sl. Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Friðgeir Björnsson Svava Guðmundsdóttir Georg Friðgeir ísaksson Við þökkum af alhug öllum þeim er vottuðu okkur samúð við andlát og útför systur okkar og mágkonu Guðbjargar (Steliu) Stefánsdóttur frá Hvalskeri Þórir Stef ánsson Sigurbjörg Sigurbergsdóttir Pálína Stefánsdóttir Hörður Kristófersson Pétur Stefansson Þórhalla Björg vinsdóttir Arnfríður Stefánsdóttir Ari ívarsson og börn Laugardagur 5. maí 1984 8 Langa starfsæfi vann hann við verslunarstörf hjá Kaupfélagi Skaftfellinga, var pakkhúsmað- ur, eins og það er kallað, sá um móttöku pantana og vörudreif- ingu til bændanna í nágranna- sveitunum. Þetta starf hafði það í för með sér, að hann kynntist mörgum og það kom eins og af sjálfu sér, jafnmikill greiðamaðr sem hann var, að menn fóru fljótt að biðja hann að útvega sér hesta, sem þá voru ómiss- andi á hverju býli við búrekstur. Skaftfellingar höfðu nokkra sér- stöðu á þessu sviði. Jarðir voru víða ekki það stórar eða stað- hættir þeir, að um stóðhrossa- eign gæti verið að ræða. Því voru flestir hestar keyptir að. Hófst þar með sérstæður þáttur í lífi Guðlaugs. Um áratuga skeið útvegaði hann sýslungum sínum hesta og leitaði vítt til fanga. Margan góðan grip dró hann í bú bænda og víða voru þeir, sem á því sviði áttu honum gott að gjalda. Hann var hest- hneigður og viðurkenndur hestamaður, glöggur og athug- ull, þekkti allt og alla og vissi hvað hverjum hentaði. Fáar tómstundir fylgdu erilsömu starfi, en þær notaði hann oft til að nálgast þessa hesta. Á síðari árum hafði hann gaman af að rifja upp sögur frá þessum ferðum. Sumir héldu sjálfsagt að hann hefði staðið í þessu í ábataskyni, en það tel ég víðs fjarri. Hann sagði mér í fyrra sögu af því, að hann hafði eitt sinn keypt góðan hest en alldýr- an fyrir bónda þar eystra. Hann hélt, að Guðlaugur hefði tekið nokkurn skerf í sinn hlut og fékk kunnan borgara í Vík til að grennslast fyrir um kaupverðið, en sá var kunnugur á þeim bæ, sem hesturinn var frá. Þá kom í ljós að Guðlaugur hefði ekki fengið krónu fyrir ómakið og kom það vissulega bóndanum og sögumanni á óvart. Annarri stuttri sögu langar mig að bæta við. Meðan póstur var enn fluttur á hestum skipti það miklu máli, hvernig upp á pósthestana var búið. Einn af þessum gömlu landpóstum hafði orð á sér fyrir að póstflutn- ingar hans gengju greiðlega og að hann ætti sjaldan í erfið- leikum meðklyfjarnar. Skýring- in var sú, að kvöldið áður en haldið skyldi af stað í póstferð frá Vík fór Guðlaugur með póstinum í pakkhusið og þar vigtuðu þeir póstpokana, svo að hægt væri að velja saman í klyfjar þá poka, sem líkastir voru að þyngd. Þá var ekki hætta á, að pokarnir snöruðust eða færu yfirum, eins og það var líka kallað. Þannig var Guðlaugur. Alltaf boðinn og búinn til að rétta öðrum hjálparhönd. Þegar Landssamband hesta- mannafélaga hóf útgáfu tíma- ritsins Hesturinn okkar, var því í fyrstu dreift af stjórnum hesta- mannafélaganna. Guðlaugur gekk að því með oddi og egg að afla blaðinu áskrifenda og tokst það með þeim ágætum, að um skeið voru um helmingi íleiri áskrifendur að blaðinu en félag- ar hestamannafélagsins. Eg hygg, að það met verði seint slegið. Þessa afgreiðslu hafði hann með höndum þar til fyrir tveimur árum að afgreiðsla og innheimta blaðsins var tölvu- vædd. Alltaf greiddi hann blað- ið á gjalddaga þess, hvort sem áskrifendur höfðu greitt honum eða ekki. Hesturinn okkar stendur því í mikilli þakkar- skuld við Guðlaug Jónsson. Guðlaugur hafði yndi af ferðalögum og fór oft langar ferðir á hestum ef færi gafst, svo og í sumarleyfum sínum. Átti hann hvarvetna vinum að fagna. Alltaf var hann vel ríðandi og átti marga nafnkunna gæðinga, sem veittu honum óteljandi ánægjustundir. Sem formaður hestamannafélagsins skipulagði hann hópferðir félaganna á hestamót til fjarlægra héraða. Þessar ferðir eru mér og sjálf- sagt flestum ógelymanlegar, enda var hann hrókur alls fagn- aðar og kunni öðrum betur þá list að gleðjast með glöðum. Félagarnir mátu þetta og kusu hann á efri árum heiðursfélaga í hestamannafélaginu og þegar hann varð sextugur færðu þeir honum altygjaðan gæðing að gjöf. Með því vildu þeir sýna honum lítinn þakklætisvott fýrir óeigingjörn félagsstörf og for- ystu. Eins og margur erfiðismaður- inn varð Guðlaugur að búa við það á efri árum að eiga erfitt með gang sökum kölkunar í mjöðmum. Það leiddi til þess, að hann gat ekki lengur komið á hestbak. Áhuginn var samt ódrepandi og sjaldan lét hann sig vanta þar sem eitthvað var á döfinni hjá hestamönnum og þeir mega eiga það, afastrákarn- ir hans, að þeir voru ólatir að keyra hann út og austur, svo að hann gæti notið þess að sjá glæsta fáka fara á kostum, þótt honum væri meinað að njóta þeirra. Guðlaugur varð einnig fyrir þeirri óvenjulegu lífsreynslu að missa sjónina um skeið en öðlast hana aftur með hjálp læknavís- indanna. Komst hann til þeirrar heilsu að hann gat hafið störf að nýju. Guðlaugur Jónsson var fróður og minnugur. Hann hafði gaman af sögum og vísum og kunni frá mörgu að segja. Sumt af því geymist framtíðinni í frásögnum hans t.d. í Hestinum okkar, afmælisriti Sindra og víðar. Sjálfsagt liggur eitthvað eftir hann af skráðum frá- sögnum, sem hann dundaði við á efri árum að festa á blað. Sjálfur sagðist hann öfunda þá, sem væru þeim hæfileikum bún- ir að geta fellt hugsanir sínar í form höfuðstafa og stuðla. Ævikvöldinu eyddi hann í skjóli Esterar, dóttur sinnar og fjölskyldu hennar. Margir litu til hans og mér eru þær heim- sóknir ógleymanlegar. Stundin leið fljótt við hestaspjall eða gamanmál og alltaf var hann jafn hress og ungur í anda. Guðlaugur í Vík var sannkall- aður ættarhöfðingi. Afkomend- ur þeirra hjóna eru margir, enda voru þau barnmörg. Það var aðdáunarvert, hversu vel fjölskyldan hélt saman og þegar hann átti merkisafmæli dugði ekki minna en stærstu sam- komuhús til að hýsa gesti hans. Ótalin eru hér önnur afskipti Guðlaugs af félagsmálum. Hann var t.d. allt fram á síðustu ár í forystu í hrossaræktarmál- um þeirra Mýrdælinga, og einn- ig hafði hann mikinn áhuga á landræktarmálum svo að nokk- uð sé nefnt. í einkalífi sínu var Guðlaugur Jónsson gæfumaður. Árið 1918 kvæntist hann Guðlaugu Matt- hildi Jakobsdóttur. Þau hjón eignuðust 14 börn auk sonar,sem Guðlaug átti áðuren þau giftust og Guðlaugur ætt- leiddi. Börn þeirra eru: Valg- erður, f. 1918, Jón, f. 1919, Anton, f. 1920, Guðrún f. 1922, Guðfinna, f. 1923, Sólveig f. 1924. Guðlaug Sigurlaug, f. 1926, Einar f. 1927, Guðbjörg f. 1929, Ester, f. 1931, Erna, f. 1932, Þorsteinn f. 1933, Svavar f. 1935, Guðlaug Matthildur, f. 1938. Kjörsonur Guðlaugs er Jakob f. 1917. Allur er þessi stóri hópur þekktur að dugnaði og myndarskap og hefur haslað sér völl á ýmsum sviðum þjóð- Iffsins. Konu sína missti hann árið 1938. Á jólum sendi ég Guðlaugi eitt sinn þessa kveðju: Pegar sálin fer á flug frí við sorg og þrautir, skaltu á þeim Skenk og Hug skeiða himinbrautir. Par við hófa hýruspor hugir tengjast sama. Ylrík sólin, eilíft vor œskufjör og gaman. Þegar hann gat ekki lengur notið þesara 'ferfættu vina sinna, bjó hann þeim hvílustað móti suðri og sól sunnan undir Graf- arhól, girti reitinn smekklega og hirti vei. Þannig vildi hann launa þeim samfylgdina. Nú, þegar nýr áfangi hefst, er það trú mín og von, að hann geti sem ungur notið samskipta við þá að nýju, dansað á fák- spori yfir grund og tekið þá til kostanna eins og forðum. Farðu heill, vinur og hafðu þökk fyrir allt. Ættingjum og vandamönnum hans votta ég samúð minna og minna. Albert Jóhannsson t í dag verður til moldar borinn afi minn og vinur, Guðlaugur Gunnar Jónsson, en hann andaðist 24. apríl sl., níræður að aldri. Hann er syrgður af stórum hópi afkomenda en af- komendur hans og ömmu minnar, Guðlaugar Matthildar Jakobsdóttur sem lést árið 1938 á fertugasta og sjötta aldursári, munu vera orðnir 164 talsins. Sú sem þetta skrifar er ein úr hópi 65 barnabarna. Þegar ég kveð þennan glað- væra og góða mann í hinsta sinn er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt hann að sem kær- leiksríkan afa og vin og einnig stolt yfir því að vera afkomandi slíks manns, sem afi var. í mínum huga er hann verðugur fulltrúi alþýðu þessa lands, maður sem háði harða lífsbar- áttu til að koma stórum barn- ahópi til þroska við þröngan kost en óbilandi trú á lífið. Mætti fordæmi hans og lífsvið- horf verða okkur afkomendun- um leiðarljós og veganesti. Á kveðjustundinni sækja minningarnar að en afi er órjúf- anlega tengdur uppvaxtarárum mínúm í Vík í Mýrdal. Ég er fædd í Guðlaugshúsi en svo er hús hans jafnan nefnt. Fannst mér það hús alltaf vera mitt annað heimili og þangað sóttum við mikið börnin í fjölskyld- unni. Mínar fyrstu minningar eru úr því húsi. Afi vann lengstum í pakkhúsi Kaupfélags Skaftfellinga og var oftast kenndur við starf sitt og kallaður Guðlaugur pakkhús- maður. Þar var hann kóngur í ríki sínu og þangað áttum við krakkarnir ófáar ferðir. Við skólakrakkarnir vorum vigtuð þar á haustin og þar keyptum við stelpurnar sippubönd sem voru kaðlar af mjóstu gerð sem þeir afi og Hákon Einarsson, sem einnig vann í pakkhúsinu, hnýttu listilega á endunum svo úr urðu fínustu höldur. Þangað fórum við líka með masónít- plöturnar, sem við fengum á smíðaverkstæðiu hjá Matthíasi, og fengum snæri í. Þessum plötum renndum við okkur síð- an á í snjónum í Þorsteins- brekku rétt þar hjá sem pakk- húsið stóð. Gamla pakkhúsið var okkur krökkunum ævintýra- heimur með öllum sínum krók- um og kimum. Mörgum var eftirsjá í því þegar það var rifið þótt annað nýtt kæmi í staðinn. Afi stendur mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum eins og hann var í þá daga, hár og grannur, með silfurgrátt hár, oftast í gráum vinnuslopp með derhúfu og mér fannst hann alltaf svo fallegur. Einnig man ég hann í góðra vina hópi, stundum við skál, eða þá í útreiðartúr á einhverjum gæðingnum eða á hestamannamótum. Þá vorum við barnabörnin alltaf svo mont- in af honum enda var hann landskunnur hestamaður og átti margan gæðinginn um ævina. Guðlaugur Gunnar Jónsson fæddist á Suður-Fossi í Mýrdal 8. febrúar 1894. Foreldrar hans voru þau hjónin Jón Árnason frá Suður-Fossi og Valgerður Bárðardóttir frá Ljótarstöðum í Skaftártungu. Annan són áttu þau einnig, Bárð, sem líka var búsettur í Vík en hann lést fyrir tuttugu árum. Afi var hjá for- eldrum sínum til þriggja ára aldurs en þá urðu þau að senda hann frá sér sökum fátæktar. Var hann í fóstri í Suður-Vík í 7 ár. Sagði hann mér að fólkið þar hefði verið sér gott en aldrei gat hann gleymt sorginni við aðskilnaðinn við foreldrana og hvað hann grét sárt lengi á eftir. Tíu ára gamall fer hann aftur til foreldra sinna sem þá bjuggu á Sólheimum. Fluttist hann síðan með þeim að Ketilsstöðum, Höfðabrekku og loks að Kerl- ingardal. Árið 1918 kvæntist afi ömmu minni, Guðlaugu Matthildi Jak- obsdóttur frá Fagradal. Fengu þau hálfa jörðina í Kerlingardal til ábúðar á móti foreldrum afa. En í oktober 1918 gaus Katla og þótti þá ekki fýsilegt að búa í Kerlingardal. Fluttu þau afi og mamma þá til Víkur þar sem þau bjuggu ávallt síðan. Afi hafði alltaf mikla ánægju af sveitastörfum og sagði hann mér að helst hefði hann viljað búa en ýmislegt kom í veg fyrir að svo yrði. Var sagt um hann að hann hefði verið glöggur bæði á fé og hross. Eins og margir sömu kynslóð- ar naut afi lítillar skólagöngu, var aðeins stutt í barnaskóla hjá Stefáni Hannessyni í Litla- Hvammi. Reyndist honum þó sá lærdómur notadrjúgur og enginn skyldi heldur vanmeta þá þekkingu sem honum áskotnaðist í hörðum og marg- breytilegum skóla lífsins. Éftir flutninginn til Víkur vann afi ýmis störf, var f vega- vinnu, í póstflutningum o.fl. Snemma hóf hann störf hjá Kaupfélagi Skaftfellinga og var fastráðinn þar 1935 sem pakk- húsmaður. Vann hann eftir það hjá Kaupfélaginu allt fram á áttræðisaldur. Pakkhúsmanns- starfið var erilsamt starf en hann sá um allar útsendingar og pantanir fyrir bændur. Var ein- hvern tíma sagt að þar væri réttur maður á réttum stað vegna þess að hann hefði þekkt vel þarfir bænda og því orðið vinsæll í starfi. Til gamans má geta þess að hann var með eindæmum árrissull maður og alltaf mættur í pakkhúsið fyrir allar aldir enda var hann ekki að telja eftir sér vinnustundirnar ' fyrir samvinnuhreyfinguna. Frá 1942 til 1971 var hann verkstjóri í sláturtíð hjá Slátur- félagi Suðurlands í Vík. Einnig sá hann um sandgræðsluna í Vík frá því að hún hófst og þar til nokkrum mánuðum áður en hann lést. Sagði hann eitt sinn við mig að þar sæist þó a.m.k. einhver árangur af ævistarfinu: Þar sem áður voru svartir sandar eru nú grónar grundir. Sem barn og unglingur vann ég undir hans stjórn í sláturhús- inu og við melskurð og hafði mikla ánægju af. Sum barna- börnin urðu einnig þeirrar ánægju aðnjótandi að skera mel í vinnu hjá langafa sínum og voru synir mínir tveir meðal þeirra. Afi starfaði einnig mikið að félagsmálum. Hann var mikill framsóknarmaður alla tíð og sat lengi í hreppsnefnd Hvamms- hrepps fyrir Framsóknarflokk- inn. Hann var einn af stofnend-

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.