NT


NT - 05.05.1984, Síða 29

NT - 05.05.1984, Síða 29
Forsetakosningarnar í El Salvador munu litlu breyta Bretland: Kínverskir leiðtogar heimsækja Norður-Kóreu ■ Hu Yaobang, aðalritari Kommúnistaflokks Kína, kom í gær til Norður-Kóreu. Heimsókn Hu til Norður- Kóreu er í beinu framhaldi af heimsókn Reagans til Kína en Hu Yaobang og Reagan ræddu m.a. um leiðir til að minnka spennu á Kóreuskaganum. Kínverjar hafa ítrekað lýst yfir stuðningi sínum við tillögur Norður-Kóreu um viðræður milli fulltrúa frá Bandaríkjun- um, Suður-Kóreu og Norður- Kóreu um framtíð Kóreu. Bandaríkjamenn hafa fjöl- mennt herlið í Suður-Kóreu. Par er m.a. mikið magn banda- rískra kjarnorkuvopna. Norður-Kóreumenn segja að þátttaka Bandaríkjanna sé þess vegna nauðsynleg í öllum við- ræðum um framtíð Kóreuskag- ans. Kínverjar hafa öldum saman litið á Kóreu sem sérstakt verndarsvæði sitt. Þeir álíta að ófriður á Kóreuskaganum sé óhjákvæmilega ógnun við Kína. Það er talið að Kínverjar hafi að undanförnu lagt hart að leið- togum í Norður-Kóreu að sýna meiri samningavilja í viðræðum við Suður-Kóreumenn. Kín- verjar eru nú líka smám saman að auka tengsl sín við Suður- Kóreu, sérstaklega á sviði íþrótta. En þeir verða að gæta þess að styggja ekki Norður- Kóreumenn svo að þau leiti ekki til Sovétmanna. Með heimsókn Hu Yaobang til Norður-Kóreu leggja Kín- verjar áherslu á tryggan stuðn- ing sinn við Kim Il-Sung, leið- toga Norður-Kóreu, en hann mun heimsækja Sovétríkin síð- ar í þessum mánuði. Belgía: Uppsetning kjarnavopna undirbúin Belgía-Reuter ■ í gær komu bandarískir tæknifræðingar til Belgíu til að undirbúa uppsetningu Cruise- eldflauga þar. _ Tæknifræðingarnir, sem eru fimmtán hafa þegar byrjað í herstöðinni við Florennes sem er í 70 km fjarlægð frá Brussel. Belgísk stjórnvöld gera ráð fyrir að taka við kjarnaeldflaugum af Cruisegerð frá og með næsta ári. Þau eiga samt enn eftir að ganga formlega frá samningum um uppsetningu eldflauganna. Verði eldflaugarnar settar upp má búast við því að banda- rískum hermönnum og hernað- arsérfræðingum fjölgi mjög í Belgíu og þeir verði orðnir um fímmtán hundruð árið 1987. Laugardagur 5.maí 1084 29 Ihaldsmenn missa fylgi London-Reuter ■ Úrslitbæja-ogsveitastjóma- kosninga í Bretlandi í gær voru mikið áfall fyrir stjórn Margrét- ar Thatchers. íhaldsmenn töp- uðu fylgi á 266 stöðum á móti 135 stöðum þar sem þeir bættu fylgi sitt. Stjórnarandstaðan má hins vegar vel við una. Fylgi Banda- lags sósíaldemókrata og frjáls- lyndra var yfirleitt mun meira en sicoðanakannanir höfðu spáð. Formaður Sósíaldemókrata- flokksins, David Owen, sagði í gær að úrslitin sýndu svo að ekki væri um villst að flokkur sinn hefði náð öruggri fótfestu í breskum stjórnmálum. Útkoma Verkamannaflokksins var líka nokkuð góð og styrkti stöðu hins nýja formanns flokksins, Neil Kinnocks. íhaldsflokkurinn missti meiri- hluta sinn í 14 borgum, þar á meðal í Birmingham þar sem íhaldsmenn höfðu fylgt stefnu sem margir litu á sem fyrirmynd stjórnarstefnunnar. Þótt fhalds- mönnum tækist að halda meiri- hluta sínum í aukaþingkosning- um í kjördæmum, sem talin hafa verið meðal öruggustu kjördæma þeirra, minnkaði meirihluti þeirra þar mjög mikið. Verkamannaflokkurinn fékk meirihluta í Edinborg, höfuð- borg Skotlands, í fyrsta skipti á þessari öld. Fjórar stærstu borg- ir Skotlands eru því núna undir stjórn Verkamannaflokksins. í Liverpool fékk Verkamanna- flokkurinn 17 sæta meirihluta en flokksdeild hans þár hefur heitið að brjóta lög íhaldsstjórn- arinnar um hámarksútgjöld. Það er ekki ólíklegt að mikill sigur róttæka arms Verka- mannaflokksins í Liverpool verði til þess að andstaða flokks- ins við stjórn Margrétar Thatc- hers harðni. ■ Margrét Thatcher lætur fylgistap flokks síns ekki aftra sér í stjórnarstörfum. I gær kom hún í heimsókn til Parísar þar sem Mitterrand, forseti Frakklands, tók á móti henni. Þau munu ræða fjárhagsvanda Efnahagsbandalagsins. Stmamynd- Polfoto viiuui Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar hvaða skilmálum sem er. Þá verði heldur barizt áfram. Hann lofar að áfram verði haldið skiptingu stórjarða. Bæði yfirmenn hersins og stórjarðaeigendur hafa horn í síðu Duarte. Þeir hafa einu sinni áður hrakið hann frá Skoðanakannanir eru hliðhollar Duarte d’Aubuisson treystir á Reagan Þær gætu jafnvel gert ástandið enn verra ■ Á MORGUN fer fram síð- ari umferð forsetakosninganna í E1 Salvador. Þá keppa tveir þeirra, sem fengu flest atkvæði í fyrri umferðinni, sem fór fram 25. marz. Þá fékk enginn frambjóðandi meirihluta at- kvæða og varð því samkvæmt stjórnarskránni að kjósa aftur um þá tvo, sem voru atkvæða- hæstir. í fyrri umferðinni fengu þeir Napoleon Duarte, frambjóð- andi Kristilega flokksins, og Roberto d’Aubuisson, fram- bjóðandi Þjóðlega viðreisnar- flokksins, flest atkvæði. Duar- te fékk 43% greiddra atkvæða, en d’Aubuisson 29%. Það er milli þessara tveggja, sem kosið verður á morgun. Þriðji atkvæðahæsti fram- bjóðandinn í kosningunum 25. marz var Francisco Guerrero, frambjóðandi Einingarflokks- ins, sem er hinn gamli íhalds- flokkur E1 Salvadors, en vill nú telja sig miðflokk, sem beitir sér fyrir þjóðarsátt, en þó ekki við skæruliða. Guerrero, sem nýtur mestra vinsælda hjá Bandaríkja-" mönnum og hernum í E1 Salva- dor, fékk 19% atkvæða. Talið var fyrst eftir fyrri umferð kosninganna, að Gu- errero kynni að snúast til fylgis við d’Aubuisson og tryggja kosningu hans. d’Aubuisson hefur dregið úr ýmsum öfga- fyllstu yfirlýsingum sínum og var það talið gert til að vinna hylli Guerreros. Þetta hefur þó ekki borið tilætlaðan árangur, enda munu Bandaríkjamenn hafa lagzt eindregið gegn því. Guerrero hefur nú lýst yfir því, að hann sé hlutlaus og gefi flokki sínum engin fyrirmæli, enda myndu fylgismenn hans ekki fara neitt eftir því. Þeir vilji hafa frjálst val Eftir þessa yfirlýsingu Gu- erreros hefur d’Aubuisson snúið sér til ýmissa leiðtoga flokksins og boðið þeim sæti í stjórn sinni. Hann gefur nú til kynna, að hann muni hljóta stuðning meginþorra fylgis- manna flokksins. Duarte ber á móti þessu og heldur því fram, að Guerrero muni kjósa sig. Guerrero hefur ekki borið á móti því. Skoðanakannanir benda til þess, að Duarte muni bera sigur úr býtum, en varlega ber þó að treysta því. ÁSTÆÐAN er meðal ann- ars sú, að d’Aubuisson er slunginn áróðursmaður og kann að tala eins og áheyrend- ur hans vilja helzt heyra. Hann kom fram á sjónarsviðið í þingkosningunum 1982 og varð flokkur hans óvænt annar stærsti flokkurinn. Þegar á þing kom, tókst honum að tryggja sér sæti þingforseta með því að semja við aðra hasgri sinnaða flokka. I þingkosningunum 1982 boðaði d’Aubuisson mjög öfga- fulla hægri stefnu. Hann lofaði þá að uppræta skæruhernað í landinu á þremur mánuðum. Hann hefur heldur dregið úr þessum yfirlýsingum nú, eink- völdum eða eftir að hann sigr- aði í forsetakosningum 1972. Herinn kom þá í veg fyrir, að hann gæti tekið við forseta- embættinu. Hann fór þá í útlegð, en var kvaddur heim aftur 1980 af blandaðri stjórn hershöfðingja og borgara og gegndi forsetaembættinu næstu tvö árin. MARGIR fréttaskýrendur telja, að herinn muni steypa D.uarte af stóli, ef hann verður kosinn forseti og reyni að fram- kvæma loforð st'n. Að dómi þeirra flestra munu kosningarnar litlu breyta. Sama uppreisnarástandið muni haldast áfram. Kosning- arnar séu fy rst og fremst haldn- ar til að fullnægja þeirri ósk- hyggju Bandaríkjastjórnar að geta haldið því fram, að lýð- ræði sé ríkjandi í E1 Salvador. Skæruliðar segja, að það sé vitað fyrirfram, hver verði sig- urvegarinn í kosningunum hvernig sem þær fara. Það verði Reagan. Hann muni jafnt geta stjórnað d’Aubuis- son og Duarte. Þeir tala litlu betur um Duarte en d’Aubuis- son. Sá fyrmefndi sé sorgleg fígúra, sem allir hlægi að og enginn taki lengur mark á. Hinn síðarnefndi sé fasisti, sem sækist eftir að þjóna lund sinni í skjóli Reagans. Því miður bendir flest til þess, að forsetakosningarnar í E1 Salvador verði til lítilla bóta, eins og allt er í pottinn búið þar. Þær geti jafnvel-gert illt verra, ef d’Aubuisson sigrar. ■ Guerrero getur orðið lóðið á metaskálunum um fyrir síðari umferð kosn- inganna. d’Aubuisson er yfirleitt tal- inn aðalmaðurinn bak við dauðasveitirnar svonefndu, þó að hann beri á móti því. Dauðasveitirnar eru sagðar hafa tekið þúsundir manna af lífi. Bandaríkjastjórn hefur hvað eftir annað krafizt þess af stjórn E1 Salvadors og yfir- mönnum hersins þar, að dauða- sveitirnar yrðu upprættar. Ekkert hefur þó gerzt í þeim efnum. Svo mjög hefur d’Aubuisson verið bendlaður við dauða- sveitirnar, að Bandaríkjamenn neituðu honum um vegabréfs- áritun, þegar hann ætlaði að fara til Bandaríkjanna á síðast- liðnu hausti. Þetta notar d’Au- buisson mjög í kosningabarátt- unni sem sönnun þess, að hann láfi ekki Bandaríkjamenn stjórna sér. Hann húðskamm- ar Bandaríkjamenn, að Reag- an undanskildum. Hann segist biðja til guðs um að Reagan verði endurkosinn. Hann seg- ist geta haft samvinnu við hann. d’Aubuisson gerir mjög lítið úr andstæðingi sínum, kallar hann ýmist vesaling eða kommúnista. Duarte svarar með því að kalla d’Aubuisson fasisia og kennir hann óspart við dauða- sveitirnar. Duarte segist muni bjóða vinstri mönnum sættir, en hann muni ekki ganga að

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.