NT - 05.05.1984, Page 11

NT - 05.05.1984, Page 11
■ Dr. Gunnar Thoroddsen. fjóröu ástæðunnar, sem gerði verðbólguna óviðráðanlega og átti einna mestan þátt í því, að stjórn hans féll. Hér var að verki hin heiftar- lega andstaða, sem haldið var uppi persónulega gegn Gunn- ari Thoroddsen af þeim flokks- bræðrum hans, sem voru stjórninni andvígir. Enginn maður hefur sætt eins harka- legum árásum samherja og Gunnar Thoroddsen á þessum árum. Honum og ríkisstjórn hans skyldi komið á kné hvað sem það kostaði. Ein helzta starfsaðferðin var sú að styðja allar kröfur um verðhækkanir og kauphækk- anir og reyna að gera ríkis- stjórninni sem erfiðast fyrir á þann hátt. Þetta hafði mikil áhrif á forustu Alþýðubanda- lagsins, sem óttaðist sam- keppni vð Sjálfstæðisflokkinn í kaupgjaldsmálum. Þessi af- staða andstæðinga Gunnars Thoroddsen í Sjálfstæðis- flokknum átti vissulega mikinn þátt í því hvernig fór. Framhald bókarinnar Valdabarátta í Valhöll hefur enn ekki verið skrifuð. Það mun fjalla um einhverja ábyrgðarlausustu og öfga- fyllstu stjórnarandstöðu, sem verið hefur á íslandi. Sennilega er það mörgum gleymt, þótt ekki sé liðið nema rúmt ár, að í febrúarmánuði í fyrra stöðvaði stjórnarand- staðan í Sjálfstæðisflokknum, ásamt Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum, frumvarp Gunnars Thoroddsen um breytingar á vísitölukerfinu, en samkvæmt því átti að fresta verðbótum 1. marz meðan leit- að væri samkomulags um önnur úrræði. Þess vegna urðu hinar háu verðbætur 1. marz til þess að stórmagna verðbólg- una öllum til óhags. Keimlíkar ríkis- stjómir Hin mikla andstaða margra forustumanna Sjálfstæðis- flokksins gegn stjórn Gunnars Thoroddsen var ekki minnst torskilin vegna þess, að henni svipaði um flest til ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar á árun- um 1974-1978. Ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar var hvorki leiftur- sóknarstjórn né íhaldsstjórn, eins og andstæðingar hennar halda fram. Geir Hallgrímsson fylgdi þá að því leyti fordæmi þeirra Olafs Thors og Bjarna Benediktssonar, að Sjálfstæð- isflokkurinn gæti því aðeins unnið með öðrum flokkum, að hann legði mörg helztu sér- sjónarmið sín til hliðar. Geir Hallgrímsson var á þessum árum enginn boðberi leiftur- sóknar. Það tókst á árunum 1975- 1977 að koma verðbólgunni verulega niður með svipuðum aðferðum og stjórn Gunnars Thoroddsen beitti á árinu 1981. Áárunum 1975-1977 fór verðbólgan úr um 50% niður í 26%. Þessum góða árangri var, hins vegar spillt með ógæti- legum kaupgjaldssamningum sumarið 1977. Geir Hallgríms- son reyndi eftir það að ná samkomulagi við verkalýðs- leiðtogana um viðnámsaðgerð- ir, en það mistókst. Verð- bólgustefnan varð aftur ofan á. Viðskilnaður beggja stjórn- anna var því ekki góður í efnahagsmálum. Báðar ríkisstjórnirnarbeittu sér fyrir margvíslegum fram- faramálum, enda gætti mjög áhrifa samstarfsflokka forsæt- isráðherranna. Stjórnir beggja fylgdu svip- aðri stefnu í utanríkismálum. ísland hélt áfram þátttöku í Nató og varnarsamstarfi við Bandaríkin. í stjórnartíð Geirs Hallgrímssonar var stefnt að því með nokkrum árangri að fækka varnarliðsmönnum og takmarka allar framkvæmdir sem mest. í tíð stjórnar Gunn- ars Thoroddsen var varnarliðs- mönnum ekki fækkað og varn- arliðsframkvæmdir voru ekki minni en áður. Frelsi með skipulagi Það er ekki úr vegi að rifja hér upp útdrátt Morgunblaðs- ins úr ræðu, sem Gunnar Thor- oddsen flutti í Varðarfélaginu haustið 1970, nýkominn heim frá Kaupmannahöfn. í útdrætti Mbl. sagði svo frá niðurlagi ræðunnar: „í lok ræðu sinnar sagði dr. Gunnar Thoroddsen, að nauð- synlegt væri endurmat á ýms- um hugmyndum vegna breyttra viðhorfa. Sjálfa hugmynda- fræði Sjálfstæðisflokksins þyrfti að endurskoða. Uppi- staðan ætti að vera frelsi, en frelsi með skipulagi. Við byggjum á lýðræði, en ■ leikreglur þess þyrfti að endur- meta. Við byggjum á stétt með stétt og framtaki einstaklings- ins en jafnframt þyrfti aö gera áætlanir fram í tímann. Áætl- anir væru ekki í ætt við sósíal- isma. Ræðumaður kvaðst ekki í öllum atriðum hafa ákveðnar hugmyndir eða tillögur, en hann sagðist vita, að mörgu þyrfti að breyta. Sjálfstæð- isflokkurinn þyrfti að endur- skoða stefnu sína miðað við breytta tíma, breytta atvinnu- hætti og breyttan hugsunarhátt. Flokkurinn þyrfti aö skoða í sitt eigið hugskot og íhuga, hvort sumt af því, sem trúað hefði verið á, væri ekki úrelt orðið. Véfréttin í Delfí hefði sagt þau spaklegu orð: „Þekktu sjálfan þig“. Ég held við eigum að tileinka okkur þá, hugsun, sem þar liggur að baki iog endurskoða okkur sjálf, framkvæma slífellt endurmat á eldri verðmætum. Þá erum við á réttri leið, sagði dr. Gunnar Thoroddsen að lokurn." Því miður hefur Sjálfstæðis- flokkurinn ekki fallizt á þessi sjónarmið Gunnars Thor- oddsen. Hann boðar nú mark- .aðsstefnuna eða frelsi án skipulags, sem í raun er boð- skapur frumskógarins. Þetta skýrir sennilega allvel ágrein- ing Gunnars Thoroddsen við suma flokksbræður síðustu ár ævi hans. sem ekkert aðhafst í málinu. Þessari öfugþróun ber að snúa við. Við teljum skýrslu þessa hreinustu móðgun. Hún er grófleg aðför að hagsmunum og réttindum námsmanna. Hún er aðför að því réttlætis- kerfi sem við höfum barist fyrir langa lengi. Við viljum benda á að höfundur er ekki eingöngu að fást við hagfræði- legar stærðir. Námsmenn eru ekki breytur í hagfræðilíkani. Við erum fólk og krefjumst lausna sem taka tillit til mann- legra þátta. Það er staðreynd að námslán eru lán sem við borgum að fullu verðtryggð til baka. Við bendum á að hluti ráðamanna í þjóðfélaginu fengu á sínum tíma „námslán,“ sem á þeim tíma voru hreinar gjafir eins og önnur „!án“. Við teljum það algerlega siðlaust að þeir aðilar sem nutu þessara „lána“ á sínum tíma ætli nú að láta okkur gjalda þess hversu illa var staðið að hlutunum áður fyrr. Ef þær hugmyndir sem fram koma í skýrslunni ná fram að ganga munum við stíga stórt og dapurlegt skref út í hin ystu myrkur. f.h. stjórnar Samfé- lagsins, félags þjóðfé- lagsfræöinema við Háskóia íslands: Hjörleifur Rafn Jónsson, formaður skilyrðislaust að miðast við framfærslu hvers og eins. Höfundur telur að efla beri Háskóla íslands. Auðvitað ber stjórnvöldum þessa lands að sjá til þess að Háskóli íslands geti gegnt hlutverki sínu og þurfi ekki sérfræðiálit utan úr bæ til að segja ráðherra slíkt. Við mótmælum ástandi mála við Háskóla íslands eins og það er í dag. Skólinn býr við fjársvelti, nemendum hefur stórfjölgað en á sama tíma hefur fjárveitingavaldið lítið ■ Myndin sýnir mótmæli læknanema 1973 vegna fjöldatak- markana í læknadeild. Nú á árinu 1984 eru það lánamálin, sem eru í brennidepli. Höfundur greinarinnar segir m.a.: „Það er staðreynd að námslán eru lán sem við borgum að fullu verðtryggð til baka. Við bendum á að hluti ráðamanna í þjóðfélaginu fengu á sínum tíma „námslán“, sem á þeim tíma voru hreinar gjafir...“ isins í landinu. Þetta segjum við af ótta við að slíkt fyrir- komulag gæti reynst of þungt í vöfum, námsmönnum til mik- ils óhagræðis. Höfundur leggur ennfremur til að upphæð námslána svari til ákveðins tekjumarks í stað þess að miða við framfærslu- kostnað eins og nú er. Þeirri spurningu er hinsvegar ósvar- að við hvaða tekjumark skuli miðað. Krafa okkar er skýr og ljós: að upphæð námslána eigi Laugardagur 5. maí 1984 11 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn li.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 25 kr. Áskrift 250 kr. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent hf. Djörf markmið ■ í stjórnmálaályktun þeirri, sem samþykkt var á Akureyrarfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins, er lögð megináherzla á þrjú markmið í sambandi við starf og stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum næstu misserin: í fyrsta lagi er lögð áherzla á, að ísland verði áfram án atvinnuleysis. Atvinnuöryggið er þannig sett ofar öllu. í öðru lagi skal keppt að því að verðbólgan verði á árinu 1985 komin niður í eins stafs tölu, þ.e. komin niður fyrir 10 af hundraði. í þriðja lagi kemur það meginmarkmið, að skuldir þjóðarinnar við útlönd fari lækkandi. Pað munu áreiðanlega ýmsir verða til þess að telja það djörf markmið að ætla að gera þetta þrennt í senn. Að dómi margra fer það ekki saman að tryggja fulla atvinnu og halda verðbólgunni í skefjum. T.d. er það kenning þeirra, sem játast leiftursóknarstefn- unni, að atvinnuleysi sé óhjákvæmilegt í viðureign- inni við verðbólguna. í því sambandi er skemmst að minna á atvinnuleysið í Bandaríkjunum og Bret- landi. Núverandi ríkisstjórn hefur hafnað þessari kenn- ingu. Hún leggur áherzlu á, að verðbólgan verði færð niður, án atvinnuleysis. Þetta er hægt, ef rétt er staðið að málum. Það sýnir árangurinn á fyrsta starfsári stjómarinnar. Takist að halda áfram eins og síðustu ellefu mánuði ætti verðbólgan að komast niður fyrir tíu af hundraði eða í eins stafs tölu á árinu 1985. Þetta mun þó ekki takast nema fyllstu festu verði gætt. Jafn- framt verður að leggja kapp á að bæta hlut þeirra, sem lakast eru settir, eins og ríkisstjórnin hefur þegar leitazt við með ýmsum félagslegum aðgerðum. Því er ekki að neita að glíman við erlendu skuldirnar getur orðið erfið. Erlend lántaka til að bæta Albertsgatið lofar ekki góðu. Slíkt má ekki koma fyrir aftur. Hér þarf að koma til sögu markviss stefnubreyting. Hriktir í flokkum Töluvert hriktir nú í öllum stjórnmálaflokkum. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins viðurkennir það í viðtali við Mbl. í gær, að verulegur ágreiningur ríkir í flokknum um stefnu og vinnubrögð, enda hefur það komið glöggt í ljós í sambandi við Albertsgatið. Flokksforusta og málgagn Alþýðubandalagsins hafa sætt harðri gagnrýni margra helztu verkalýðs- leiðtoga flokksins. Innan Alþýðubandalagsins hefur risið hreyfing, sem vill fella Asmund Stefánsson sem formann Alþýðusambandsins. í Alþýðuflokknum er vaxandi áhugi á að skipta um formann, en ágreiningur er um formannsefni. í samtökum Framsóknarmanna í Reykjavík gætir talsverðrar óeiningar. Bak við tjöldin ríkir ekki minni ágreiningur í nýju smáflokkunum, þótt hann komi síður í dagsljósið. Ef til vill stafa þessar hræringar innan flokkanna af því að þörf sé orðin endurskipulagningar á flokkakerfinu.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.