NT - 05.05.1984, Blaðsíða 2

NT - 05.05.1984, Blaðsíða 2
 yp - Laugardagur 5. maí 1984 2 1 lLi Fréttir Minni niðurgreiðslur: Mjólkin hækk ar um 10% ■ Landbúnaðarafurðir munu hækka f verði um 5 til 15% þegar áform ríkisstjórn- arinnar um að draga úr niðurgreiðslum öðlast gildi. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Steingríms Her- mannssonar forsætisráð- herra er hann mælti fyrir bandorminum svokallaða á Alþingi í gær. Samkvæmt heimildum NT hækkar verð á hverjum lítra mjólkur um 10%, úr 18,70 í 20,50 krónur. Skyrið hækkar um 15% og ætti þá 500 gr. dós af skyri að hækka úr 14,70 í tæpar 17 krónur. Þá mun ráðgert að dilkakjöt hækki um 5% kílóið. Líklegt er að niður- greiðslur verði með öllu felldar niður af rjóma, nauta- kjöti og ostum. í ræðu for- sætisráðherra kom fram að vegna samdráttar sem orðið hefur í neyslu landbúnaðar- vara er áætlað að um 40 milljóna króna afgangur verði af því fé sem verja átti til niðurgreiðslna á árinu. Þessu til viðbótar er stefnt að því að minnka niðurgreiðslur um 145 milljónir króna. ■ Þó komið sé fram í maí er ekki allstaðar óhætt að setja upp sumardekkin. í gærmorgun varð harður árekstur á veginum milli ísafjarðar og Hnífsdals. Ökumaður rúgbrauðsins sem var á leið til Isafjarðar missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hann rakst á olítiliíl sem kom á móti og skemmdust báðar bifrciðarnar mikið. Hnífsdalsvegur: Harður árekstur í hálku - bílstjóri „rúgbrauðsins“ nýbúinn að setja upp sumardekkin ■ í gærmorgun varð harður árekstur á veginum milli ísa- fjarðar og Hnífsdals og er það í annað skipti í þessarri viku sem þar verður alvarlegt umferða- óhapp. Að kvöldi 1. maí gereyðilagð- ist BMW bifreið þegar hún rakst á Ijósastaur en engin slys urðu á fólki. í gær voru það svo rúgbrauðs bifreið og olíubfll frá Olís sem rákust saman en ekki urðu alvarleg slys á fólki. Öku- maður rúgbrauðsbifreiðarinnar missti stjórn á bfl sínum í hálku en skipt hafði verið yfir á sumardekk kvöldinu áður. Samkvæmt heimildum NT á ísafirði voru tildrög slyssins með þeim hætti að ökumaður rúg- brauðsins sem ók á 60 kílómetra Hefur þú möguleika á að kynda Ókeypis? Parka miðstöðvarkatlarnir eru gerðir fyrir olíukyndingu, rafmagnskyndingu og síð- ast en ekki síst eru þeir með innbyggðan „Lurkabrennara“. Ef þú hefur möguieika á rekaviði og úrgangsviði. Þú slekkur þá á olíu eða rafmagnskyndingu og sparar. Ótrúlega hagstætt verð. Kr. 41.950.00 (9 kw rafmagns- hitari fylgir en ekki olíu- brennari) Skoðið PARCA 3000 og 3100 á sýningu „Orkusparnaðarátaks“ að Hallveigar- stöðum urmai eiióban h.f. Suðurlandsbraut 16 Sími (91) 35-200 Reykjavík hraða rann til í beygju og sneris á veginum í þann mund sen Olísbíllinn kom á móti. Bílstjór Olísbílsins mun hafa reynt ac afstýra árekstri en rúgbrauði rakst þá á afturenda bílsins me þeim afleiðingum að Olísbíllin valt og skemmdist nokkuð bretti og hús bílsins skekktist. Volkswagenn bíllinn hentis aftur á móti til og lenti úti í kant og er nær ónýtur. í rúgbrauðinu voru tveir nem endur úr Menntaskólanum ; ísafirði á leið í próf. Ökumaður inn missti meðvitund en meiðsl hans voru ekki alvarleg. Félag hans rifbeinsbrotnaði en öku maður Olísbifreiðarinnar slapf ómeiddur. Piltarnir voru báðii fluttir á sjúkrahús ísafjarðar er fengu að fara heim síðegis í gær. Að sögn lögreglunnar á fsa- firði er mikið um umferðaslys á þessum slóðum. Sagði hún helstu ástæðu þessa óvarlegan akstur en á veginum eru vara- samar beygjur sem ekki gefa tilefni til mikils hraða þegar þar er farið. Forseti íslands: Gróðurset- ur tré í Garðabæ H Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir mun í dag kl. 13 koma að Flataskóla í Garðabæ og gróðursetja þar tré ásamt með skólabörnunum, foreldr- um þeirra og kennurum. Forsaga málsins er sú, að á 25 ára afmæli skólans í október s.l. gaf Vigdís skólanum þrjár trjá- plöntur og kvaðst koma aftur að vori til aðgróðursetja þærásamt fleiri trjám, og er sú stund nú upp runnin. Foreldra- og kenn- arafélag skólans stendur að gróðursetningunni og hefur trjáplöntur á staðnum en hvetur börn og foreldra til að taka með sér fotur og skóflur. Húsbruni á Höfn í Hornafirði: Einn hundur lét lífid en tveir sluppu - úr mannlausu húsinu ■ Eldur kom upp í timbur- húsi á Höfn í Hornafírði síðdegis í gær og er innbú hússins talið nær ónýtt. Þrír hundar voru í húsinu og var einn þeirra dauður þegar slökkvilið kom að en hinir tveir voru fluttir meðvitundar- lausir til dýralæknis og var líðan þeirra eftir atvikum góð þegar NT fór í prentun í gær. Húseigendur eru ung hjón og voru þau í vinnu sinni þegar atburðurinn átti sér stað. Orsakir eru ekki kunn- ar en samkvæmt upplýsing- um lögreglunnar á Höfn virð- ast eldsupptök hafa verið í forstofu. Það var vegfarandi sem varð eldsins var og tókst slökkviliðinu fljótt að ráða niðurlögum eldsins. Innbúið var lágt vátryggt og er tjónið því tilfínnanlegt. --- ------ 1 >E3m .- j

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.