NT - 05.05.1984, Blaðsíða 3

NT - 05.05.1984, Blaðsíða 3
VERH) VELKOMIN OG AOOVITAÐ VEROUR HEITT A KÚNNUNNI: INGVAR HELGASON HF Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560. MFIRIHÁTTAR I W 1 Kim 8 Wm 1 mm bílasýningar laugardag og sunnudag kl. 2-5 TEFLUM FRAM GLÆSILEGUM GÆÐINGUM OG SYNUM :AN CHERRY GL.3JADYRA. U GLF 1800 4WD STATION MEÐ AFLSTÝRI. UBG PICKUP. Laugardagur 5. maf 1984 3 Pólskitannlæknir- innviðnámíTann- læknadeild: Fullmenntaður í heimalandi sínu - en einskis metinn hér ■ Háskólamenntun í A-Evrópu er ekki mikils virði á íslenskan mælikvarða. Pólskur, landflótta tannlæknir stendur nú frammi fyrir því að verða að setjast á bekk með byrjcndum í tannlæknadeild Háskóla Islands, þrátt fyrir að teljast fullmenntaður tannlæknir í sínu heimalandi. Tannlæknanám á Islandi tekur minnst sex ár. Konan fær óljósar upplýsingar Hér er um að ræða pólska flóttakonu sem ásamt fleirum kom hingað til lands árið 1982. Tannlæknismenntun hennarvar ekki tekin gild af íslenskum heil- brigðisyfirvöldum, svo þess var farið á leit við tannlæknadeild Háskólans að konan yrði prófuð þar, áður en hún fengi leyfi til að starfa sem tannlæknir. Að eigin sögn, hóf flóttakonan pólska, nám í tannlæknadeild í október í fyrra, en þá var henni sagt að námi hennar lyki um jól. Þegar þar að kom, fékk hún þær upplýsingar að námslok myndu dragast til vors. Nú er komið vor ársins 1984 og enn hefur konan engar upplýsingar fengið um það, hvaða námsframvinda henni er ætluð. Hún mun þegar hafa lokið nokkrum undirstöðunámskeiðum auk verklegra þátta. Haft var samband við deildar- forseta tannlæknadeildar, Sigfús Þór Elíasson, sem tjáði NT að umrædd flóttakona væri „enn ekki komin inn í kerfið." Hún hefði verið prófuð á sínum tíma, en ekki staðist öll próf. Því yrði hún að taka sama námsefni og annars árs nemar, til að byrja með, bæði verklegt og skriflegt, auk munn- legra prófa á íslensku. „Fyrr fær hún ekki læknisleyfi" sagði deild- arforseti. íslenskum stúdentum fækkað vegna málsins Tannlæknadeild hefur lagt til við Háskólaráð, að sjö nemendur fari upp á annað ár í stað átta sem verið hefur undanfarin ár. Pólska flóttakonan mun vera áttundi nemandinn sem á að koma í stað íslensks stúdents. Samkvæmt heimildum NT eru stúdentar ókyrrir í kjölfar þessarar tillögu tannlæknadeildar. Einn heimildarmanna tjáði blm. að uppi væru efasemdir um þrengslin í verklegum greinum í tannlækna- deild. Sagði hann að í uppkasti að þróunaráætlun deildarinnar sem lagt var fyrir deildarfund tann- læknadeildar s.l. haust hafi þegar verið búið að skipuleggja „vand- ræði" á klínik fyrir haustið 1984, í gervitannagerð. Sami heimildar- maður taldi að um þær mundir hefði þó engin ástæða verið til að ætla annað en að allir myndu uppfylla kröfur í greininni. 1 framhaldi gat heimildarmaður þess að nemum á öðru og þriðja ári hefði borist bréf, frá tann- læknadeild, þess efnis að einhverj- um þeirra yrði að seinka í námi vegna þrenginga í verklegri kennslu. Taldi heimildarmaður að pólski tannlæknirinn væri liður í „hernaðaráætlun" tannlækna- deildar um að „fylla klínikina af einhverju fólki öðru en nýnem- um,“ og fá þar með framgengt að í sjö. Hafa fleiri tekið í sama streng. Konan á aðeins að taka fáa verklega þætti Skv. þeim upplýsingum sem Gunnar Þormar, form. Fél. ísl. tannlækna og Jón Ásgeirsson, frkv.stj. Rauða krossins hafa veitt NT þá lágu þær upplýsingar fyrir að pólska konan þyrfti einungis að taka nokkra verklega þætti í tann- læknadeild til að fullnægja forms- atriðum. Gunnar Þormar tjáði blm. að samkvæmt gildandi regl- um ætti flóttakonan ekki að gang- ast undir próf í öðru cn verklegum þáttum. Taldi hann að konan væri í lokaprófsáfanga sem ætti ekkert skylt við það námsefni sem annars árs nemar taka, jafnvel þótt tann- læknismenntun í A-Evrópu teljist ekki sambærileg við það sem tíðk- ast hérlendis. Eigandi reiðhjóls- ins rændi þjófunum Lögreglan í Hafnarfirði var í fyrrinótt kölluð upp að skíða- skálanum í Bláfjöllum þar sem tveir fimmtán ára piltar biðu þess að komast til Hafnarfjarðar á ný eftir að hafa verið rænt og þeim ekið upp að afleggjaran- um að skálanum. Drengirnir höfðu stolið reiðhjóli í Hafnar- firði og fann eigandi reiðhjólsins þá skömmu síðar. Þeir neituðu þá öllum sakargiftum um stuld- inn en samþykktu að koma með hjóleiganda á lögreglustöðina. í stað þess að halda á fund lögreglunnar hélt bílstjórinn upp að Sandskeiði þar sem hann henti farþegum sínum út og máttu þeir ganga fjögurra kíló- metra leið að skíðaskálanum Það var ekki fyrr en komið var fram á dag að Rannsóknarlög- reglunni tókst að fá fram játn- ingu hjá piltunum. Maðurinn sem ók þeim verður væntanlega yfirheyrður eftir helgi og að lokinni rannsókn mun lögreglan scnda gögnin til sýslumanns. Þaðan má svo búast við að þau fari til ríkissaksóknara og verða þá drengirnir ákærðir fyrir reið- hjólastuld en reiðhjólaeigand- inn fyrir mannrán.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.