NT - 05.05.1984, Blaðsíða 1
Skotmaðurinn lá á lunningunni og beindi haglabyssunni yfir manngrúann og lét skotin ríða af í trekk og trekk.
Skotbardagi í Daníelsslipp:
Höglunum rigndi yfir
vamariausa borgara!
■ Mesta mUdi var að ekki
hlutust stórslys af þegar ölóður
maður skaut úr haglabyssu að
mönnum, húsum og akandi bif-
reiðum við Vesturgötuna í gær-
kvöldi. Meðal þeirra sem mað-
urinn beindi byssu sinni að var
ung kona með barn sem hann
mætti á Vesturgötunni. Þá lentu
að minnsta kosti tvö högl í
skotheldu vesti lögreglumanns
sem veitti manninum eftirför.
Nokkrír bílar skemmdust er
högl lentu á þeim og á einum
stað hæfði maðurinn rúðu í
íbúðarhúsi við Vesturgötu.
Þegar NT fór í prentun í nótt
var enn ekki fullkannað hvort
einhverjir hefðu hlotið sár í
kúlnaregninu sem dundi yfir
svæðið .Víkingasveitir lögregl-
unnar mættu á staðinn um
klukkan tíu og tókst þá að
yfirbuga manninn. Ekki var tal-
ið fært að yfirheyra manninn í
gærkvöldi vegna ölvunar og
fékk hann að sofa úr sér í
fangageymslum lögreglunnar í
nótt. Maðurinn er rúmlega þrí-
tugur farandverkamaður og hef-
ur áður lent í kasti við lögin.
Það var um klukkan 9:05 í
gærkvöldi að lögreglunni var
tilkynnt um ölóðan mann á
horni Vesturgötu og Framnes-
vegar sem skaut úr haglabyssu í
nærliggjandi hús. Maðurinn
mun hafa skotið að minnsta
kosti tveimur skotum þarna á
horninu. Þegar lögreglan kom
á vettvang um klukkan hálf tíu
hörfaði maðurinn austur Vest-
urgötuna og skaut í sífellu úr
byssu sinni. Á leið sinni mætti
hann konu með barn og beindi
byssu sinni að henni en skotið
hljóp á vegg þar nærri. Lögregl-
an stöðvaði bifreið sína á móts
við söluturn á götunni og hleypti
maðurinn þá af skoti á bifreið í
návígi. Því næst hljóp hann
áfram eftir götunni og beygði
niður að svokölluðum Daníels-
slipp þar sem þrjú skip lágu í
dráttarbrautinni. t>ar fór hann
um borð í bátinn Jón Jónsson
SH 187 sem lá austastur af
skipunum þremur. Úr bátnum
hélt hann uppteknum hætti og
skaut að minnsta kosti 20
skotum í nærliggjandi hús, bíla,
að lögreglunni og mannfjöldan-
um sem dreifað-
Skotbardagi
við lögregluna
Meðan maðurinn kom sér
fyrir í bátnum nálgaðist Er-
lendur Sveinsson lögregluvarð-
stjóri slippinn úr vesturátt vopn-
aður haglabyssu og dreif höglin
að honum þegar hann var að
koma sér fyrir í brotajárnshrúgu
spölkorn frá bátnum. í skjóli af
járnarusli reyndi Erlendur svo
að tala manninn til. Hann neit-
aði alfarið að sleppa byssunni
en bað Erlend að koma nær sér.
Þegar hann svo steig nokkur
skref fram úr fylgsni sínu gerði
ódæðismaðurinn sig líklegan til
„Maðurinn ölóður
og sagðist myndi
drepa sjálfan sig“
- Sjá nánarí frásögn á baksíðu
fs
Þungbúnir vfkingasveitarmenn leggja til atlögu við byssumanninn. Tíu mínútum eftir að
víkingasveitin öll kom á vettvang var ógnvaldurinn yfirbugaður.
hins versta svo Erlendur hörfaði
að nýju og dreif þá höglin að
honum. Að minnsta kosti tvö
högl smugu í gegnum hrúguna
sem Erlendur faldist bakvið og
lenti í skotheldu vesti sem hann
bar innanklæða. Erlendur skaut
þá nokkrum, skotum á byrðing
bátsins og virtist þá heldur
sljákka í árásarmanninum um
tíma að sögn Erlendar.
Úr bátnum skaut maðurinn
mörgum skotum í átt að mann-
fjöldanum sem stóð við götuna
og fylgdist með. Höglin hæfðu
nærliggjandi hús og bíla en ekki
er kunnugt um að nokkur hafi
fengiðhögl í sig.Nokkrir bíleig-
endur tilkynntu lögreglunni
skemmdir á bílum sínum í
gærkvöldi og á að minnsta kosti
einum stað brutu höglin glugga
í íbúðarhúsi en ekki er kunnugt
um hvert frekara tjón varð í
þeirri íbúð.
Víkingasveitir lögreglunnar
mættu svo á staðinn um klukkan
tíu. Á meðan Erlendur talaði
við manninn sem stóð á bak-
borða læddust þrír vopnaðir
menn úr sveitinni upp í bátinn á
stjórnborða og beindu byssum
sínum að manninum sem lét þá
bugast og sáu áhorfendur uppi
á götunni þegar hann lét hagla-
byssuna falla fyrir borð. Hann
var síðan fluttur með lögreglu-
bíl niður í fangageymslur lög-
reglunnar þar sem maðurinn
fékk að gista í nótt en yfirheyrsl-
ur hefjast í dag.
„Heppinn að
ekki var skotið
inn um glugga
hjá mér
- sjáábaksíðu