NT - 29.05.1984, Page 4
Þridjudagur 29. maí 1984 4
Rannsókn Neytendafélags Reykjavíkur:
Líflegur gerlagróður í
kjöt- og fiskverslunum
- saurkóligerlar finnast í kjöt- og fiskfarsi
■ Heildargerlafjöldi í kjöt-
farsi og fiskfarsi sem selt er í
búðum á Reykjavíkursvæðinu
er allt upp í 17 sinnum meiri en
leyfílegt er í gallalausri vöru.
Þetta kom fram þegar niður-
stöður rannsóknar Neytendafé-
lags Reykjavíkur voru birtar á
aðalfundi félagsins í gærkvöldi.
Neytendafélagið lét alls taka 19
sýni úr 12 verslunum og reynd-
ust 10 sýni eða 53% innihalda of
mikinn gerlavöxt.
Að Sögn neytendafélagsins
eru þessar niðurstöður að mestu
í samræmi við aðrar gerlarann-
sóknir sem gerðar hafa verið af
Neytendafélaginu og heilbrigð-
isyfirvöldum.
Heildargerlafjöldi í einu
grammi má ekki fara yfir 10
milljónir til að varan geti talist
fullnægjandi. Af 12 verslunum
sem könnunin náði til var gerla-
fjöldi í kjötfarsi yfir þessum
mörkum í 8 verslunum og af
þessum sömu verslunum höfðu
tvær allt of mikinn gerlafjölda í'
fiskfarsinu.
Þær verslanir sem komu verst
út úr könnuninni eru: Melabúð-
in, þar mældust 170 milljónir
gerla í einu grammi af kjötfarsi
og 228 milljónir í fiskfarsi, Dal-
ver með 114 milljónir í grammi
af fiskfarsi og 47 milljónir í
kjötfarsi og Kjöt og fiskur þar
sem 98 milljónir gerla voru í
hverju grammi af kjötfarsi.
Fiskfarsið þar kom hins vegar
mun betur út og var vel innan
markanna.
í Kron á Tunguvegi, Kjörbúð
Hraunbæjar, Þingholti á
Grundarstíg og í Miklagarði var
gerlamagn í sýnum innan mark-
anna. Aðrar verslanir voru ein-
hversstaðar þarna á milli.
Ýmislegt fleira en heildar-
fjöldi gerla skiptir þö máli í
þessu sambandi. Sumar tegund-
ir gerla eru mun háskalegri en
aðrar. Engir sjúkdómsvaldandi
gerlar fundust þó í þessum sýn-
um en aftur á móti fundust s.k.
saurkóligerlar sem munu ná-
skyldir sjúldómsvaldandi
gerlum.
Vegna rnikils kostnaðar gat
Neytendafélagið ekki tekið
nema eitt sýni af hvorri tegund
úr sömu verslun en það verður,
að sögn, aðteljastófullnægjandi
til að hægt sé að draga verulegar
ályktanir um einstakar verslan-
ir.
NT mun birta heildarniður-
stöður könnunarinnar á
morgun.