NT


NT - 29.05.1984, Side 6

NT - 29.05.1984, Side 6
Ævintýri í Ameríku NýjustumyndarSergioLeonevarbeðið með mikilli eftirvæntingu í Cannes. ■ Once upon a time... einu sinni var... í Ameríku. Nýjasta kvikmynd ítalska spaghetti- kóngsins Sergio Leone, sem var frumsýnd undir lok kvik- myndahátíðarinnar í Cannes, utan samkeppni, er ævintýri í fleiri en einum skilningi. Ævintýri, sem hefur þegar snúist upp í hálfgerða martröð- fyrir höfundinn. Ævintýri: meðganga hennar. og fæðing hefur tekið meira en tíu ár af lífi Leones, hann segist meira að segja hafa byrj- að að hugsa um hana þegar árið 1967. Martröð: banda- rískir framleiðendur myndar- innar, Ladd kvikmyndafélag- ið, hefur nú þegar skorið um klukkutíma af myndinni. Upp- haflegur sýningartími hennar átti að vera fjórir og hálfur klukkutími. í Cannes var hann rúmur þrjár og hálfur fimi. Og fyrir væntanlegar sýningar í Bandaríkjunum á enn eftir að stytta hana og umbreyta á allan hátt. Ævintýri: Saga tveggja ungra pilta, Noddles og Hax, út gyðingahverfinu Lower East Side í New York og nokkurra félaga þeirra, sem byrja á smáglæpum á 3. áratugnum, og leið þeirra upp eða niður þjóðfélagsstigann fram til árs- ins 1968. En ekki aðeins saga þessara tveggja pilta, heldur um leið saga Ameríku og goð- sagnarinnar um ameríska drauminn. Þegar Leone er spurður hvers vegna hann leggi svona mikla áherslu á „einu sinni var“ í titlum mynda sinna (Einu sinni var í Ameríku er jú sú þriðja í röðinni), segir hann: „Vegna þess, að þannig byrja öll ævintýri, og ég skrifa ævintýri. Ég kann ekki við myndir, sem útskýra eða sýna fram á eitthvað. Mér hundleið- ist pólitískar kvikmyndir og auk þess er ég miklu pólitískari í myndum mínum en hvaða pólitískur áróðursmaður sem er. ímyndunaraflið er það eina, sem skiptir máli.“ Sergio Leone er orðinn þjóðsagnapersóna fyrir kú- rekamyndir sínar, þar sem Clint Eastwood lék aðalhlut- verkið, einfarann, sem útrýmir hinu illa úr heiminum (Hnefa- fylli af dollurum, o.s.frv.), myndir, sem endurnýjuðu kvikmyndaform á undanhaldi. Þær voru stórviðburður í sögu kvikmyundanna. Einu sinnu var í Ameríku er það líka á sinn hátt, en þó miklu fremur vegna sögu sinnar en vegna sjálfrar sín. Það vantar í hana snerpuna og lífskraftinn, sem einkenndi fyrri myndirnar. Engu að síður er Einu sinni var í Ameríku stórmynd, bæði hvað varðar lengd myndarinn- ar og gæði. Það„ getur verið fjandanum erfiðara að halda athygli áhorfandans í rúman þrjá og hálfan tíma. Sergio Leone tekst það, þótt stundum standi það tæpt. Astæðan felst í uppbyggingu myndarinnar, sem gerist á þremur tímaskeið- um, á æskuárum söguhetj- anna, undir lok bannáranna og svo árið 1968. Leone hleypur á milli þessara tímaskeiða, sem skýra hvert annað og bæta nýjum víddum í persónurnar. Með þessari aðferð tekst Leone að byggja upp einhvers konar spennu innan myndar- innar og í huga áhorfandans, sem halda honum við efnið, þrátt fyrir allt. En brotakennd uppbygging- in hefur annan og meiri tilgang. Hún er líka tákn um ferðalag niðurbrotins manns, Noodles, aftur í tímann til þess tíma er lífið var eitt ævintýri og gaman var að lifa. Enda byrjar myndin og endar þar sem Noodles liggur út af og gleymir sér í ópíumvímu. Það er þessi „óskipulega” uppbygging, sem fer mest í taugarnar á Ameríkönum. Þeir vilja að saga byrji þar sem hún byrjar og endi þar sem hún endar. „Bandaríkjamenn eru orðn- ir algjörlega bæklaðir andiega af forheimskandi hlutum eins og Dallas og Dynasty,” segir Leone og er reiður. „Þegar maður hugsar til þess, að vella eins og Terms of Endearment skuli hafa fengið fimm óskara! Bandaríska sjónvarpið byggir allt upp á einfaldleikanum og það er á góðri leið með að drepa sanna kvikmyndagerð. Með mynd minni vildi ég ekki búa til stóra sýningu eins og Guðföðurinn. Mig langaði til að skrifa ævintýri, búa til verk um fortíðina, minnið, nostal- gíuna. Uppbygging mín er hvorki einföld né í réttri tíma- röð, og menn álasa mér það. En ég gat ekki gert myndina ál annan hátt“. VIPPU- bílskúrshurðin Lagerstærðir 210 x 270 cm, aðrar stærðir eru smíðaðar eftir beiðni' Astrali býður Islendingum einkaleyfi á rafmagnsbíl Astralskur hönnuður, Roy Leembruggen, hefur boðið Is- lendingum einkaleyfi á rafknún- um strætisvagni sem hann hefur hannað. Frumgerð vagnsins var gerð 1976 en ekki hefur enn verið farið út í framleiðslu. Leembruggen flutti erindi á ráðstefnu um rafmagnsbíla nú um helgina, í Reykjavík. Hann sýndi ráðstefnugestum teikning- ar af bílnum og útskýrði hönnunina. „Mér leist vel á þetta og tel að það geti vel komið til álita að framleiða svona bíla hér á landi,“ sagði Karl Árnason, forstöðumaður S.V.K. en hann var einn ráðstefnugesta. Sveinn Björnsson, forstjóri S.V.R. sagðist ekki vilja vera neikvæður í garð rafmagnsbíla en hann teldi að meira þyrfti að koma fram áðuren lítil fyrirtæki á íslandi hæfu tilraunafram- leiðslu. Hann sagði að meðan Leembruggen og félögum ekki tækist að selja framleiðsluna á heimamarkaði þá væri hann vantrúaður á að þeim takist að selja þessa vagna annars staðar. „Við megum ekki sleppa þessum bolta úr hendi okkar nú þegar það er búið að kasta honum til okkar,“ sagði Gísli Jónsson, prófessor, en hann stóð fyrir ráðstefnunni. Gísli sagðist álíta að vel kæmi til greina að framleiða bíla til reynslu. Þá sagði hann aðeinka- aðilar hefðu sýnt máli þessu áhuga. Hins vegar, sagði Gísli, gátu hvorki fjármálaráðuneytið né iðnaðarráðuneytið komið því við að senda menn á ráð- stefnuna. Tilboð Leembruggen hljóðar upp á framleiðslu á tuttugu ■ Sveinn Björnsson forstjóri S.V.R. Gísli Jónsson prófessor. NT mynd Róbert ■ Karl Árnason forstjóri S.V.K. NT mynd Róbert bílum til reynslu. Ef góð reynsla yrði af vögnunum. fengi frarn- leiðandi einkaleyfi á framleiðslu fyrir Evrópu og Ameríku. Þó mun tilboð hans hljóða upp á að smíða einn bíl til reynslu fyrst og nota í sex mánuði, áður en samningurinn yrði bindandi. Að sögn Gísla, er nauðsyn- legt að byggja tuttugu bíla. þar sem byggja þyrfti þjónustustöð fyrir bílana, sem ekki væri hag- kvæmt fyrir færri en tuttugu vagna. Karl Árnason sagði að honum litist vel á vagninn. Hann sagði að þetta væri einn fyrsti strætis- vagninn sem væri hannaður sem rafmagnsbíll, en áðurhefðu ver- ið notaðir til prófana í Evrópu, endurbættir dísilvagnar. Að sögn Gísla er þessi vagn mun léttari en samsvarandi dís- ilstrætisvagnar, eða um átta tonn. Þar af vega rafgeymarnir um þrjú tonn. Bíll sá er Leembruggen hefur smíðað rúmar 95 farþega, og getur ekið í þrjá til fjóra tíma á geymunum. Síðan mun taka svipaðan tíma að endurhlaða þá. Gísli sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með hversu illa ráðstefnan var sótt. ■ Ráðstefnugestir voru ekki margir en Roy sagði: „It is not quantity but quaiity that matters.“ nt m>nd Ámi Sxbcrg ■ Roy Leembruggen við teikningar af strætisvagninum. Reyndar er þetta endurbætt teikning og af vagni sem getur tengst sporvagnalínum. Ef myndin prentast vel, sjást á þaki vagnsins slárnar sem þá tengjast línunum. Einnig mun unnt að aka vagni þessum frá línunni og notar hann þá rafgeyma. NT mynd Ámi Sæberg :

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.