NT - 29.05.1984, Blaðsíða 7

NT - 29.05.1984, Blaðsíða 7
■ James Woods og Robert DeNiro í risamynd Sergio Leone, Einu sinni var í Ameríku. Annað þrekvirki Leones við gerð myndarinnar er endur- sköpun umhverfisins á þeim tíma er myndin gerist. Til þess að komast eins nálægt raun- veruleikanum og hægt var, þurfti Leone að ferðast víða, Róm, New York og Montréal, svo einhverjir staðir séu nefndir. Þá eru það leikararnir. Fóst- bræðurnir Noodles og Max eruleiknir af Robert DeNiro og James Woods. DeNiro fær sömu lýsingarorð og jafnan áður fyrir leik sinn í kvikmynd: stórkostlegur, o s.frv. Woods er sömuleiðis afbragð sem hinn stórmennskubrjálaði Max. Grafíska kvikmyndin Innsýn: Betur má ef duga skal ■ Innsýn. íslensk grafísk kvikmynd, árgerð 1984, eftir Finnbjörn Finnbjörnsson. Tónlist eftir Ingemar Fridell. Kvikmyndir eru ekki bara mannamyndir, dýramyndir eða hefðbundnar teiknimynd- ir. Til eru líka svokallaðar grafískar kvikmyndir, þar sem höfundurinn leikur sér með hin margvíslegustu form og liti, án þess endilega að vera að segja einhverja tiltekna sögu. Sem sagt vettvangur fyrir taumlaust ímyndunarafl. íslendingar hafa nú eignast sína fyrstu grafísku kvikmynd, sem komið hefur fyrir al- mannasjónir. Höfundurinn heitir Finnbjörn Finnbjörns- son, myndin Innsýn og var hún frumsýnd í Regnboganum um helgina. Innsýn er hringmynd. Upp- haf hennar og endir eru sólar- upprás og sólarlag. Far á milli eru aðrar sólir, teiknaðar, sem færast að og frá áhorfand- anum. í mismunandi litum, auk annarra hringforma. Höfundurinn mun hafa eytt ómældum tíma í gerð þessarar myndar og er þolinmæði hans lofsverð. Hins vegar má ekki rugla saman löngum fæðingar- tíma verksins og lengd þess sjálfs. Þar hefur Finnbirni heldur orðið á í messunni. Sýningartími myndarinnar er einhvers staðar nálægt hálf- tíma, og hefði að ösekju mátt stytta hana um einar 20 mínút- ur. Það hefði nefnilega auð- veldlega mátt koma kjarna málsinsaðá lOmínútum. Eins og myndin er borin á borð fyrir áhorfendum er hún aðeins endalaus síbylja, alltaf eins, nema hvað skipt er um liti með ákveðnu millibili. Og það sem verra er, hún bcr vitni um ótrúlega lítið ímyndunarafl. Þó svo að hringformið sé ráð- andi, hefði auðveldlega mátt hafa fjölbreytnina meiri. Til þess að kóróna allt, er síðan flutt með myndinni sú tegund nútímatónlistar, eins og hún er kölluð, sem er lítið annað en hávaði. Og þá sjáld- an að tónlistinni tekst að vekja upp einhverjar vonir, fylgir myndin ekki eftir. Finnbjörn Finnbjörnsson ætlar sér að gera fleiri kvik- myndir með þessari tækni og vonandi tekst honum það. Hann verður þó að muna að kapp er best með forsjá (þó svo að gerð myndarinnar hafi tekið 3 ár). Það er ekki nóg að koma með nýja tækni, menn ntega ekki missa alla dóm- greind um leið. Guðlaugur Bergmundsson ■ Fyrir utan Víðigrund 53. Yngri bróðirinn, Örn Bragi, nýstúdentarnir og mæðginin Guðbjörg Birna Bragadóttir og Eggert Rafnsson 0g heimilisfaðirinn, Rafn Eggertsson. NT mynd Arni Bjarnason Mæðgin í Kópavoginum: Taka stúdents próf samtímis ■ „Ég hætti í skóla á sínum tíma, þegar ég var 15 ára og hugsaði lengi vel ekkert um að byrja aftur. Sú hugmynd kvikn- aði fyrst þegar ég var að sækja um menntaskólann fyrir son minn,“ sagði Guðbjörg Birna Bragadóttir þegar NT heimsótti hana í gær að Víðigrund 53 í Kópavogi. Guðbjörg er einn nýstúdenta úr Flensborgarskól- anum á þessu vori og svo óvenjulega vill til að sonur hennar lauk stúdentsprófi sam- tímis móður sinni úr Mennta- skólanum í Kópavogi. „í byrjun tók ég þetta rólega í Flensborg er áfangakerfi svo að maður ræður námshraðanum sjálfur. Ég var ekkert ákveðin í því í byrjun að ég ætlaði að Ijúka stúdentsprófi, þótt sú hafi orðið raunin. Síðustu annirnar hef ég tekið á fullum hraða. Sonurinn, Eggert Raínsson, telur víst að hann muni hefja háskólanám, en hefur ekki ákveðið hvaða grein hann hyggst leggja stund á. Guðbjörg hefur hins vegar þegar tekið ákvörðun um að hefja nám við Félagsvísindadeild HÍ á hausti komanda. Nýr sykurlaus ITl/^T^T^ Appelsínu- i JT Jr drykkur Nýjung sætiefmð „Nutra Sweet“ er notað í TOPP Fæst í ölltim matvöruverslunum Sói hf.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.