NT


NT - 29.05.1984, Síða 8

NT - 29.05.1984, Síða 8
Garrí Kasparov um fyrirhugað einvígi sitt við Karpov: Sálfræðihliðin ræður úrslitum MÞann 10. seplember næstkomandi hefsl í Moskvu risavaxin viðureign við skákborðið. Þá munu eigast við i einvígi um heimsmeistaratitiHnn Anatoiy Karpov, heimsmeistari í skák samfellt frá árinu 1975 og áskorandi hans Garrí Kasparov. Einvigis þessa er beðið með mikilli eftirvæntingu enda er nú í fyrsta sinn frá því að Capablanca og Aljékín tefldu sitt fræga einvigi í Buneos Aires árið 1927, að slíkir höfuðsnillingar í skákheiminum mætast. Þeirhafa aðeins þrisvar teflt innbyrðis og hefur öllum skákunum lyktað með jafntefli. Einvígi þeirra verðurháð með sömu reglum og tvö þau erá undan hafa farið, þ.e. sá telst sigurvegari er fyrr vinnur sex skákir Tapi Karpov á hann rétt á öðru einvígi. Nær ómögulegt erað spá nokkru um úrslitin þar sem báðir virðast þeir í toppformi um þessar mundir. Viðtal það sem hér birtist við hinn unga snilling frá Baku var tekið skömmu eftir að einvígi hans við Vasily lauk í Vilnus. Það kann að gefa mönnum nokkra innsýn í þá baráttu sem framundan er. Fréttastofa APN á íslandi lét snara þessu viðtali yfir á islensku sérstaklega fyrir NT. Helgi Ólafsson - Nýlega sýndi sovéska sjónvarpiö þátt „í baráttunni fyrir skákkórónuna“, þar sem fjallaö var um úrslit cinvígis yðar og Vasilí Smyslovs. Þar hljómaði viðurkenning Smyslovs, sem hann lét frá sér l'ara við athöfnina, er einvíginu lauk: „Já, ég trúði mjjög á sigur minn, en átti ekki möguleika á sigri í einni einustu skák.“ Hver er niðurstaða yðar? - Égeránægðurmeðárang- urinn - bæði í íþróttalegum og skapandi skilningi. Ég tel ní- undu skákina vera mína bestu skák (og kannske ekki bara í þessu einvígi). Tólfta skákin varö mér einnig minnisstæð. Smyslov reyndi að útfæra nýjung, sem kom fram í ann- arri skákinni. Hann bjó sig undir hana, en skildi auðvitað að hann var búinn að tapa einvíginu, en reyndi eins og sagt er í knattspyrnunni að „bleyta í“ stöðunni. - Hverja teljið þér vcra tutt- ugu bestu skákmenn heims? - Þetta er erfið spurning. Það er sennilega hægt að svara henni með því að nota Elo- skákstigin. Eg nota samt aðra aðferð: Ef landslið Sovétríkj- anna leikur á móti heimslands- liðinu, þá verða tíu menn í hvoru liöi. Það eru tuttugu bestu skákmennirnir. - Hvaða stórmeistari hefur átt mestan þátt í mótun sjónar- miða y ðar á skákinni? - Ég er mjög hrifinn af Alekhin og tel að skákir lians séu dæmi um mikla snilld. í skák „bernsku" minni varð ég fyrir mjög miklum áhrifum af taflmennsku Alekhins. Ég reyndi að tefla í hans stíl, sem mátti segja að væri algildur. Að þessu leyti reyndust ráðlegg- ingar Mikhail Botvinnik mér mjög hollar, en ég stundaði nám í skóla hans um fimm ára skeið-frá 1973-1978. - Hvert er að yðar mati hlutverk skákarinnar í lífi fólks? - Þessi spurning er nú bara efni í heila prófritgerð. Það er gott að tefla skák. Þessi forna íþrótt mun með tíman- um breiðast enn meira út. Á því er enginn vafi. Afl hennar cr slíkt og möguleikar hennar eru slíkir. - Þér hafið sennilega eitt- hvað að segja um Karpov. Hvað hefur hann fært skák- inni? Er hægt að tala um Karpovs-tímabilið í þcssari fornu íþrótt? - Skákin þróar hæfileika- fólk eins og listin, vísindin og íþróttirnar. Karpov er meðal þeirra. Það er ekkert eftir af þeim sem gerðu reitina 64. Heimsmeistarinn hefur stuðl- að að þróun skákarinnar. Hann hefur gert skákina að sviði mannlegrar starfsemi Fyrir áhrif Anatolí Karpovs hefur taflmennskan almennt farið á hærra menningarstig, svo og úrvinnsla einfaldrar stöðu og endatafls. Hann fann bestu sigurleiðina og eyddi í það lágmarksorku. I þessu er atvinnumennska hans fólgin. Skákin fór á miklu hærra stig á tínium Karpovs. Hann erbest- ur í dag, vegna þess að hann er sem heimsmeistari persónu- gervingur sterkasta skákmanns heimsins. Ég bæti við: Sem handhafi kórónunnar er hann löggjafarvald skáktískunnar. Þetta er eðlilegt - ntenn bera sig saman við heimsmeistarann - hann er fyrirmyndin. - Getur verið að manna- skipti í skákhásætinu hafi í för með sér nýja strauma i tafl- mennsku? - Mér virðist leiðin vera samræming fagurs skákstíls Tals, kraftmikils stíls Spasskís og strangs og skynsamlegs stíls Karpovs. Persónulega er ég fylgjandi fögrum skákstíl, sem nálgast list og veitir skákunn- endum hreina fagurfræðilega ánægju. Að þessu leyti er heimsmeistaraeinvígið stefnu- markand.i hvað varðar nýjan stíl, löggjöf við taflborðið. í raun er þessi regla einnig að breiðast út í knattspyrnunni. Hollenska landsliðið vann nokkra fallega sigra.og um leið varð knattspyrnan vinsæl um allt land. Er þetta ekki svona? Gleymum því ekki að það er eimreiðinni að þakka að öll lestin hreyfist. - Karpov hefur fekið þátt- töku í mótum með í undirbún- inginn fyrir einvígið með yður. Eftir því sem okkur er kunnugt hafið þér farið aðra leið. - Ég vil heldur búa mig undir einvígið við rólegri að- stæður. Hann er heimsmeist- ari, en ég áskorandinn. Ég verð að skoða, skilgreina, rannsaka á alla vegu. Það er aðeins hægt innan fjögurra veggja, við aðstæður rann- sóknastofunnar, ef svo mætti segja. Og satt að segja er ég orðinn leiður á að sitja ætíð við skákborðið. Á einu ári tefli ég 60 skákir og tíu þjálfunarskák- ir. Á undanförnum árum hef ég teflt minna, en það er ekki rnérað kenna. Égtefldieinsog kunnugt er í einvígum, þar sem telja má hverja eina skák sem tvær. Af sextíu skákum hef ég tapað þrem. - Aður en þið Smyslov átt- ust við, efndi tímaritið „Og- onjok“ til keppni meðal les- enda sinna: Hver getur sér rétt til um úrslit einvígisins. rit- stjórnin fékk um 4000 bréf frá lesendum sínum. Anatólí Karpov sendi einnig inn sína spá. Bréf hans er dagsett þann 22. janúar sl. Hann er með alveg rétt tölu - 8V2 - 4Yz Kasparov í hag. - Verðandi andstæðingur minn er gæddur miklu innsæi. - Hvað teljið þér um eigin möguleika á einvíginu við heimsmeistarann? - Það er von mín að mögu- leikar okkar séu nokkurn veg- inn jafnir. - Hver er „Achillesar- hælinn“ í taflmennsku Karpovs, ef það er ekki leynd- armál? - Ég held mér frá því að koma með einhverja dóma um taflmennsku Karpovs. Ljúki einvíginu á hagstæðan hátt fyr- ir mig, þá lofa ég að segia frá veiku punktunum. Ef fer á hinn veginn, lofa ég því að útskýra hvers vegna ég tapaði. - I einvíginu við Smyslov var drottningarbragð mest notað. Ætlið þér að halda lengi áfram að þráast við að leika kóngspeðinu fram í fyrsta leik? - Þessari spurningu skal ég svara eftir nokkra mánuði - Á heimsmeistarinn að eiga möguleika á öðru einvígi? - Svarið við þessari spurn- ingu er breytilegt eftir stöðu þess sem svarar. Hjá heims- meistaranum er sjónarmiðið til þessa eitt og hjá öðrum stórmeisturum er það annað. í heild er ég fylgjandi þessum rétti heimsmeistarans. - Hvað um hlutverk sál-. fræðinnar í einvíginu um skák- kórónuna? - Þaðerekkert leyndarmál, að þessu einvígi lýkur ekki á neinum vissum degi. Það þarf sex vinninga til að sigra. Ég hef þegar sagt, að við Karpov töpum þrem skákum á ári. Það þýðir samt ekki að einvígið standi yfir í tvö ár. En mitt álit er, að svo fari að lokum, að skákþátturinn láti í minni pok- Vettvangur Júlíus J. Daníelsson ■ Á þingi sambands bænda- samtaka í Evrópu (CEA), sem haldið var í Wiesbaden í Þýskalandi á sl. hausti var lögð fram skýrsla unnin á skrifstofu búnaðarmála EBE í París of Oliver de Gasquet. Skýrsla þessi bar heitið: Launajafn- ræði bænda við aðrar stéttir þjóðfélagsins í Evrópulöndum og í öðrum löndum, sem eiga í samkeppni við þau um sölu á búvörum. Undirfyrirsögn: Að- ferðir og leiðir og árangur af þeim. Blaðinu hefur borist íslensk- ur útdráttur úr skýrslu þessari unninni af Júlíusi J. Daníels- syni, ritstjóra er hann gerði fyrir Stéttarsamband bænda. Þar sem fram kemur í skýrsl- unni að margt er líkt með. skyldum og að vandamálin eru um margt svipuð í öðrum Evrópulöndum og hér á landi og að lausnirnar sem leitað er um margt líkar, þykir blaðinu fengur að því að fá að birta efni nefndrar skýrslu að vísu nokkuð stytt. í inngangi segir að sú hug- mynd hafi verið uppi um nokk- urt skeið í löndum Vestur- Evrópu að bændum beri réttur til sömu lífskjara og aðrar stéttir búi við. Þessi krafa hafi hlotið byr er hin mikla upp- bygging átti sér stað í álfunni eftir seinni heimsstyrjöldina. Þá varð mikil framleiðsluaukn- ing í landbúnaði en tekjur bænda voru yfirleitt mjög lágar. Þetta hafa ríkisstjórnir hvarvetna gert sér Ijóst og hvað sem sanngirnissjónar- miðum leið þótti yfirvöldum það nauðsynlegur liður í al- ntennri atvinnuuppbyggingu að bæta afkomu bænda. Þarna var þó sá hængur á að aukin framleiðni leíddi til meiri framleiðslu en hægt var að selja og þess vegna vildu vör- urnar lækka í verði, þannig að bændur nutu í reynd einskis af aukinni tækni. Vitnað er í Joseph Klatzmann sem sagði um þetta „ef ekkert er til að koma í veg fyrir þessa eðlilegu atburðarás, þá myndu tekjur bænda lækka í beinu hlutfalli við tækniframfarir." Hann nefnir þetta „Þverstæður tækniframfaranna". Þrátt fyrir fólksfækkun í landbúnaði hefur ríkisstuðn- ingur allsstaðar reynst nauð- synlegur til þess að halda uppi búvöruverði og tekjum bænda. Launajöfnun í Evrópulöndum þar sem miklar framfarir hafa orðið síðustu áratugina hefur víðast verið reynt að þoka tekjum bænda til jafns við tekjur ann- arra stétta. Jafnlaunastefnunn- ar verður þannig mjög víða vart í landbúnaðarstefnu Evrópuþjóða þó að það komi ekki alltaf fram í opinberum plöggum. Norður-Ameríka, Ástralía og Nýja-Sjáland eru aðal- keppinautar Evrópu um bú- vöruframleiðslu. Þó að bú- skapur í þessum löndum hafi verið ólíkur því sem gerðist í Evrópu hefur ríkisstuðningur við landbúnað verið þar svip- aður og tíðkast hér í álfu. Landbúnaður hafði mjög lít- ið breytst öldum saman í mörg- um vanþróuðum svæðum Evr- ópu allt fram að síðari heims- styrjöldinni. Þar varð því regluleg landbúnaðarbylting með tilheyrandi fólksflutning- um úr sveitunum og gífurlegri framleiðsluaukningu. Jafn- framt þessu hefur reynst allt annað en auðvelt að tryggja hag sveitafólks og jafnræði við aðra jafnt félagslega sem fjár- hagslega. Norðmenn hafa þjóða best skilgreint jafnlaunahugtakið. Þeir nota til þess dæmigerð meðalbú í hverjum landshluta. Tekjur fyrir ársverk á slíkum viðmiðunarbúum eiga að tryggja bændum sömu lífskjör og iðnverkamönnum. Mark- miðið er því svipað og í Efna- hagsbandalaginu, fremur að tryggja jafnræði í lífskjörum en í hreinum tekjum og koma þá mörg atriði til álita. í Svíþjóð eru markmiðin svipuð og í Noregi þó að ekki séu þau jafn vel skilgreind. í Bandaríkjunum er stefnan sú að hækka tekjur bænda og jafnframt að tryggja þeim ör- yggi gegn snöggum tekjusveifl- um. í Ástralíu þar sem tekju- mismunur er mikill gerir ríkið ráðstafanir til að tryggja bænd- um viss lágmarkslaun. Ástr - alska hagstofan kannar tekjur bænda og ber saman við tekjur i annarra stétta. Nýsjálendingar ganga skemmra í þessum málum en hafa þó komið á vísi að verð- tryggingarkerfi fyrir bændur. Tekjur í landbúnaði og öðrum atvinnugreinum Erfitt er að finna einhlítan mælikvarða til að bera saman kjör bænda og annarra stétta. Helsta leiðin til að nálgast dæmið á sama hátt fyrir öll lönd er að miða við verðmætis- aukningu fyrir hverja vinnandi hönd í landbúnaði. í Efnahagsbandalagslönd- unum eru árlega birtar skýrslur þar sem er að finna samanburð á tekjum bænda og annarra stétta. Búreikningabú eru þar flokkuð eftir því hve hátt hlut- fall bóndinn fær af brúttótekj- um manna í öðrum starfsgrein- um. Þó að búreikningabú séu að jafnaði með meira en meðalarðsemi er fróðlegt að skoða sfðustu tölur sem eru frá 1979/1980. Þær sýna að um 72% þessara búa ná ekki jafn- launamarkinu, aðeins 14% eru nálægt þessu marki og 14% eru fyrir ofan það. Það er aðeins í Belgíu og Bretlandi sem meðaltekjur á vinnandi mann á fjölskyldu- búum voru taldar hafa náð meðaltekjum annarra stétta í. byrjun áttunda áratugarins. Hins vegar hafa tekjur í land- búnaði lækkað hlutfallslega í báðum þessum löndum síðustu áratugina. Árin 1980, 1981 og 1982 voru nettótekjur á mann við fjölskyldubúskap að meðaltali aðeins 76% af nettótekjum manna í öðrum greinum í Belgíu, 68% í Bretlandi, 56% í Hollandi, 38% í Frakklandi og írlandi 32% í Danmörku og 31% í Vestur-Þýzkalandi. Við þessar tölur er það að athuga að þær eru mjög einfaldaðar og mörgum atriðum sleppt, sem máli skipta. Þær eru þó taldar marktækar til viðmiðun- ar. Norðmenn virðast vera eina þjóðin í Evrópu sem náð hefur nokkurnveginn launajöfn- unarmarkinu fyrir bændur en stefnt var að því að það næðist fyrir 1982 Svo virðist sem að það hafi náðst 1978 en þá er miðað við tekjurfyrirársverká21 módel- búi og borið saman við laun iðnverkamanna. Það merkir þó alls ekki að meðallaun allra norskra bænda séu jöfn launum viðmiðunarhópanna. Munur er talsverður á milli héraða þrátt fyrir vel skipulagt styrkjakerfi til jöfnunar á að- stöðu bænda. í harðbýlli hér- uðum verða bændur og fjöl- skyldur þeirra mjög að leita sér vinnu utan bús. í Svíþjóð eru tekjur bænda af viðmiðunarbúum sem eiga að vera e.k. þverskurður af búum í landinu árlega bornar saman við tekjur iðnverka- manna. Jafnvel þó að taldar séu með tekjur utan bús er fjarri því að sænskir bændur nái tekjum viðmiðunarstétta. Tekjur sænskra bænda hafa þannig verið frá 20 til 40% lægri en tekjur iðnverkamanna mismunandi eftir árum og bústærð. í Sviss er mikill munur á tekjum fjallabænda og láglend- isbænda. Þeirsíðarnefndu hafa náð svipuðum tekjum og við- miðunarstéttir en fjallabændur vantar um 40% á það þrátt fyrir mikla opinbera aðstoð. í Austurríki eru laun bændá með fjölskyldubú allsstaðar miklu lægri en viðmiðunar- stétta. Þó að landbúnaðursé rekinn í Norður-Ameríku, Ástralíu og Nýja-Sjálandi á annan hátt en í Evrópu, er þar einnig margt líkt, ef að er gáð. í Bandaríkjunum hafa tekj- ur starfsmanna í landbúnaði verið allt að 40% lægri og upp í það að vera 40% hærri en kaup veiijulegra launamanna á árunum 1970-1980. Nú síð- ustu þrjú árin hafa kjör banda- rískra bænda versnað til muna, en ekki er þó talið að þau séu verri en í Evrópu. I Kanada hefur þróunin ver- ið lík og í Bandaríkjunum, en þar eru tekjur bænda þó hlut- fallslega lægri og mikið lægri en annarra stétta. í Ástralíu hafa nettótekjur af fjölskyldubúskap verið um 10% hærri síðustu níu ár en tekjur viðmiðunarstétta. Kjör bænda eru mjög misjöfn inn- byrðis. í Nýja-Sjálandi eru nettó- tekjur reiknaðar sér fyrir sauð- fjárbændur og sér fyrir mjólk- urbændur í báðum tilfellum eru tekjur mun hærri en hjá viðmiðunarstéttunum.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.