NT - 29.05.1984, Síða 17
Þriðjudagur 29. maí 1984 17
hann þegar þar að kemur. Við
hugsum nú með djúpri samúð
til Dóru og dætranna og
drengjanna hans afa.
Friður sé með honum.
Skúli Magnússon.
t
Síminn vakti mig af værum
blundi sunnudagsmorguninn
20. maí sl. til að láta mig vita,
að þá um nóttina hafði Öiafur
Jóhannesson orðið bráðkvadd-
ur.
Flestum verður hverft við
slík tíðindi, ekki síst þegar í
hlut eiga vandamenn eða nánir
vinir og samstarfsmenn, jafn-
vel þótt maður hafi haft grun
um, að sá er genginn er, hafi
ekki verið heill heilsu síðustu
vikurnar.
Ég mun ekki rekja æviágrip
Ólafs, það munu aðrir gera.
En þó vil ég minna á það og
undirstrika, að Ólafur
Jóhannesson var alinn upp í
einni harðbýlustu sveit í þessu
landi og ég tel, að hann hafi
borið þess merki í lífsviðhorf-
um og athöfnum til æviloka.
Þar hafi hann fengið það vega-
nesti er dugði honum, þegar
mest reið á, ásamt mjög góðri
menntun, er hann aflaði sér,
og skarpri ályktunargáfu.
I harðbýlum sveitum þessa
lands var og er enn háð hörð
og tvísýn barátta fyrir því að
komast sæmilega af. Ef það
átti að takast varð allt heimilis-
fólkið að standa saman og hver
og einn að leggja það fram,
sem þroski og kraftar leyfðu.
Samkennd og tillitssemi ein-
kenndi það fólk, sem ólst upp
við slíkar aðstæður. Þeirsem á
annað borð komust í gegnum
þessa eldskírn héldu reisn
sinni, þrátt fyrir þrældóm og
fátækt. Og það má segja, að
þetta fólk yxi með hverjum
vanda, er mætti því á lífsleið-
inni.
Ólafur Jóhannesson var einn
þeirra. Það er líkt með okkur
mönnunum og stálinu, að það
sem úrslitum ræður er, að
herslan sé framkvæmd á réttan
hátt. Deigt járn bítur aldrei
þótt brýnt sé. Ég tel það vafa-
samt, að borgríkið hafi upp á
að bjóða þau skilyrði sem til
þarf svo æskan þar fái þá
herslu hugans og víðsýni og
skilning á málefnum þjóðar
sinnar í heild í líkum mæli og
Ólafur Jóhannesson fékk í
sínum uppvexti. Að minnsta
kosti eru þeir einstaklingar enn,
ekki komnir fram á sjónarsvið-
ið, hvað sem síðar verður.
Ég hygg að umhverfið og
virk þátttaka í lífsbaráttunni
með sínum nánustu þroski
hvern og einn meira en flestir
gera sér grein fyrir. Uppeldis-
fræðingar vorra tíma ættu að
brjóta þessi mál til mergjar
fremur en margt annað, er þeir
segjast vera að rannsaka, því
ekkert er jafn brýnt og að
rækta og laða fram það besta
sem býríhverjumeinstaklingi.
Eftir fráfall Ólafs er aðeins
,einn framsóknarmaður á þingi
sem hefur lengri þingsetu að
baki en sá, er þetta skrifar. í
17 ár hef ég setið á Alþingi og
fylgst þar með mönnum og
málefnum, eftir því sem geta
mín hefur leyft. Ég hef því
starfað í þingflokki Framsókn-
armanna allan þann tíma sem
Ólafur var formaður hans og
ráðherra. Og á þeim tíma, sem
hann var ráðherra, kom ég oft
á heimili hans til að ræða við
hann um þau mál, sem ég var
að reyna að finna lausn á,
þegar mér fannst eitthvert mál-
efni vera að þokast inn á þær
brautir sem ég taldi ekki æski-
legar. Oftast var ég ánægður
með þau málalok, sem erindi
mín fengu, og margt lærði ég
af Ólafi á þessum árum. Flann
var ráðsnjall og mesti lögvitr-
ingur okkar tíma, enda vitn-
uðu flest allir stjórnmálamenn
í hans lögskýringar, þegar þeir
lentu í rökræðum um lögfræði-
leg efni. Enginn bar brigður á
visku og lærdóm hans á því
sviði.
Áttundi áratugurinn hefur
verið nefndur Framsóknarára-
tugurinn. Enginn maður hafði
eins mikil áhrif á gang mála á
þessum árum og Ólafur Jó-
hannesson. Ég hefði viljað
kalla þennan áratug „Áratug
landsbyggðarinnar". Aldrei
hafa verið eins miklar framfar-
ir á landsbyggðinni og þessi ár.
Þá fjölgaði fólki þar í veru-
legum mæli sum árin a.m.k.
Ólafur Jóhannesson stjórnaði
undir kjörorðinu: Framför
landsins alls. Uppbygging at-
vinnulífsins á þessum árum
talar sínu máli og ber vitni um
þá stjórnarstefnu, sem farið
var eftir. Sú uppbygging stend-
ur nú að verulegu leyti undir
þeim lífskjörum sem við búum
við í dag. Þau þykja að vísu
ekki góð, en hvernig hefðu þau
verið, ef uppbygging áttunda
áratugarins hefði aldrei átt sér
stað. - Það ættu menn að
hugleiða, ekki síst þeir sem
búa utan þéttbýlisins við Faxa-
flóa.
Margir sóttu Ólaf heim á 70
ára afmæli hans hinn 1. mars
1983. Þegar ég heilsaði horíum
og árnaði honum heilla, þá
sagði hann: Ég var að vonast
eftir afmæliskveðju frá þér í
bundnu máli. - Mér varð
hverft við og mun hafa orðið
hálfvandræðalegur. Ég svaraði
Ólafi, að ég væri engan veginn
fær um að setja saman ljóð,
sem væri honum samboðið,
enda hefði það ekki einu sinni
hvarflað að mér að reyna það.
Þá svaraði Ólafur: Enginn
frekar en þú gætir það af þeim
sem þekkja mig best.
Þessi orð hafa aldrei fallið
mér úr minni og hafa nú sótt á
mig með auknum þunga, eftir
að mér barst fréttin um að
hann væri horfinn yfir móðuna
miklu. Bara það að hann skyldi
láta í ljós ósk þess efnis, að ég
reyndi að setja saman Ijóð til
hans gerir það að verkum, að
mér finnst hann eiga það hjá
mér, að ég geri tilraun til þess
að setja saman eftirmæli um
hann, þegar tækifæri og næði
gefst. En hvort það verður
annað en tilraunin verður
framtíðin að leiða í Ijós.
Með Ólafi Jóhannessyni er
genginn einn merkasti stjórn-
málamaður þessarar aldar.
Um hann gustuðu oft nöturleg-
ir stormar, blátt áfram gjörn-
ingaveður, sem gerði honum
lífið leitt og olli honum hugar-
kvöl. En hann rak allar slíkar
sendingar af höndum sér og
stóð jafn réttur eftir.
Ég hygg, þegar upp er
staðið, að þá hafi enginn
íslenskur stjórnmálamaður á
síðustu árum notið jafn al-
mennrar virðingar og Ólafur
Jóhannesson. Það eitt sýnir
hvaða mannkostum hann var
búinn.
Dóra mín. Við Fjóla send-
um þér og dætrum þínum inni-
legar samúðarkveðjur með
þeirri ósk, að sá sem öllu
ræður styrki ykkur og styðji í
raunum ykkar.
Stefán Valgeirsson
t
Kveðja
frá starfsfólki skrifstofu
Framsóknarflokksins.
íslensku þjóðina setti hljóða
sunnudaginn 20. maí s.l. Ólaf-
ur Jóhannesson fv. forsætis
ráðherra og formaður Fram-
sóknarflokksins var látinn,
þjóðin hafði misst einn sinn
merkasta mann.
Ólafur var einn þeirra
manna er skópu það umhverfi
er við nú lifum í. Hann varð
formaður Framsóknarflokks-
ins er viðreisnarstjórnin var að
renna sitt skeið á enda og hann
hafði forustu um þær þjóðfé-
lagsumbætur sem urðu hér á
landi er ríkisstjórn umbótaafl-
anna kom til valda árið 1971.
Þá varð vendipunktur; þá
breyttist þjóðfélagið; þá
stækkaði ísland.
Sjöundi áratugurinn hefur
oft verið nefndur Framsóknar-
áratugurinn. Allt eins hefði
mátt nefna þetta tímabil áratug
Ólafs Jóhannessonar. Ólat'ur
var ráðherra nær allan þann
áratug og um hann gustaði
meira en nokkurn annan
stjórnmálamann og enginn
mótaði þjóðfélagið meira en
hann.
Við starfsfólk á skrifstofu
Framsóknarflokksins höfum
glöggt skynjað hve mikilhæfur
áhrifamaður Ólafur Jóhannes
son var og hversu mikillar
virðingar hann naut fyrir
mannkosti sína og vitsmuni
ekki aðeins meðal Framsókn-
armanna heldur landsmanna
allra.
Við sendum frú Dóru Guð-
bjartsdóttur og öðrum vanda-
mönnurn hugheilar samúðar-
kveðjur um leið og við minn-
umst Ólafs Jóhannessonar með
þökk, virðingu og aðdáun.
Starfsfólk skrifstofu
Framsóknarflokksins.
t
Ólafur Jóhannessön alþing-
ismaður og fyrrverandi forsæt-
isráðherra er kvaddur hinstu
kveðju frá Dómkirkjunni í
dag.
Við andlát hans og útför
sendi ég eftirlifandi eiginkonu
frú Dóru Guðbjartsdóttur,
asamt börnum og barnabörn-
um, saknaðar og samúðar-
kveðjur Framsóknarfélaganna
í Siglufirði.
Öll höfum við misst mikiö,
þjóðin kveður einn af sínum
bestu sonum.
Hann helgaði líf sitt þeirri
þjóðfélagsbaráttu, sem cin-
kenndist af því að ísland væri
allt byggt og þau auðæfi, sem
landið býr yfir, fengju
skynsamlcga nýtingu öllurn til
hagsbóta.
I þeim anda vann hann öll
sín störf.
Ungur sótti hann til þeirra
mennta, sem tæplega voru á
færi fátæks drengs úr Fljótum
í Skagafirði, að Ijúka stúd-
entsprófi frá M.A. 1935 og
lögfræðiprófi frá Háskóla ís-
lands 1939, hvorutvcggja meö
ágætis vitnisburði.
Eftir að hafa unnið að mála-
flutningsstörfum, og stundað
framhaldsnám í Danmörku og
Svíþjóð, var hann skipaður
prófessor við lagadeild Há-
skóla íslands árið 1947 til árs-
ins !971,aðhannvarðforsætis-
ráðherra.
Til að koma hugsjónum sín-
um í framkvæmd. skipaði hann
sér ungur í Framsóknarflokk-
inn, þar sem hann gegndi
fjölda trúnaðarstarfa. og var
formaður tlokksins árin 1968
til 1979.
Hann var þingmaður Skag-
firðiriga 1959, og eftir kjör-
dæmabreytinguna, fyrir
Norðurland vestra. til ársins
1979. að hann bauð sig fram í
Reykjavík.
Fyrir Siglufjarðarkaupstað
var það ómetanlegt að Ólafur
var forsætisráðherra, þegar
byggðastefnunni var hrint í
framkvæmd árið 1971 og
endurskipulagning atvinnulífs
hófs hér. eftir hrun síldar-
stofnsins.
Hann hafði víðsýni um
uppbyggingu þess. var ekki
bundinn kreddufullum rekstr-
arformum, mat dugnaö ein-
staklinga, og félaga þeirra,
minnugur samtakamætti og
krafti samvinnufélaga, og taldi
að á seinni stigum kæmi til
aðstoðar sveitarfélaga og ríkis-
afskipta.
Á viðkvæmum stigum út-
færslu landhelgi okkar, sýndi
hann slíka stefnufestu, sam-
hliöa stjórnvisku, að hann á-
vann sér virðingu allrar þjóðar-
innar, svo og forysturrianna
annarra þjóða.
Kemur þetta glöggt fram í
bók, sem gef'in var út á síðast-
liönu ári. honum til heiðurs
sjötugum.
Þótt ,á ÓJafi mæddi mikið
þennan aratug sem viö frarn-
sókn er kenndur, en hann var
samfellt í ríkisstjórn frá 1971
til 1983, sinnti hann kjördæmi
sínu vel.
Hann sá vel fyrir þá hættu,
sem byggðáröskunin veldur,
og tókst að hamla gegn á
síðastliðnum áratug.
Landsbyggðin hefur séö á
bak sínum dyggasta stuðnings-
manni.
Við kveðjum hann mcð
söknuði og þökk, fyrir þau ár
sem við nutum forystu hans og
forsjá.
Megi minningin um stjórn-
málamanninn Ölaf Jóhannes-
son og farsæl störf hans lýsa
okkur á ókomnum árum.
Framsóknarfélögin í Siglu-
tirði senda frú Dóru, dætrum
þeirra ogöðrum ástvinum inni-
legar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd
Framsóknarfélaganna
í Sigluflrði
Sverrir Sveinsson
t
Nú þegar Ólafur Jóhannes-
son er allur, er ekki úr vegi, að
sveitungi hans frá fyrri tíð
minnist hans með nokkrum
orðum.
Allir vita um uppruna Ólafs,
enda tíðum oft á orði: Hann
var fæddur í Stóra-Holti í
Fljótum I. mars 1913.
Foreldrar hans voru Jóhann-
es Friðbjarnarson kennari.
ættaður úr Svarfaðardal, og
kona hans Kristrún Jónsdóttir,
af nierku bændafólki úr Fljót-
unum.
Eins og foreldrar Ólafs
komu mér fyrir sjónir. voru
persónuleikar þeirra sitt með
hvoru mótinu. Jóhannes var
hægur í framgöngu, með rólegt
yfirbragð, þéttur á velli og
minnugur svo, að væri hann
spurður um sögulega viöburði,
var Itann sem bók, er fletta
mætti. Svarið kom að vísu ekki
alltat á stundinni, því maöur-
inn var orövar meö afbrigöum.
Kristrún var greind kona,
aösópsmeiri en maður hennar.
dugmikill persónuleiki, er vildi
láta verkin tala.
Ólafur elst upp hjá foreldr-
um sínum. Ættar- og uppeldis-
áhrif eru augljós. Yfirþragð
allt er líkt föðurnum. En að
brjótast áfram til þess sem
varö, í umhverfi lítilla 'mögu-
leika, þurfti hvatningu scm
kom frá móöurinni.
Eins og títt var um unglinga
í sveit á þeirn árum, vandist
Ólafur almennum svcitastörf-
um.
Brátt kom í Ijós, aö pilturinn
hneigöist til náins. Hann inn-
ritaðist í M.A. 16 ára. að
mestu með heimanám að baki.
Að sumrinu er hann í vinnu í
síldinni á Sigluíiröi og fær þar
að hluta farareyri til námsins.
Á unglings- og námsárunum
glæðist áhugi hans á þjóðmál-
um. Námsfélagar hans með
skyld viðhorf, sáu fljótt for-
■ Viðræður Ólafs og dr. Kristjáns Eldjárns forseta vegna stjórnarslita í september 1979.
■ Við Alþingi