NT


NT - 29.05.1984, Side 18

NT - 29.05.1984, Side 18
Þriðjudagur 29. maí 1984 18 Minning Þór Vilhjálmsson forseti Hæstaréttar afhendir Ólafi Ólafsbók sem gefin var út til heiðurs Ólafi sjötugum. ■ Á fundi með Carter Bandaríkjaforseta og Mondale varafor- seta í Hvíta húsinu. ustuhæfileika hans. Hann var þá þegar orðinn fremstur með- al jafningja. Úr M.A. liggur leiöin í Háskóla íslands. Þar fer sem fyrr. hinir miklu námshæfileik- ar njóta sín vel og þekking hans á félagsmálum gera hann að foringja þeirra sveita. er starfa vilja saman. Ólafur út- skrifast úr Lögfræöideild Há- skólans vorið 1939. Það voru gleðitíðindi er það barst okkur Fljótamönnum, að Ólafur Jóhannesson hefði út- skrifast þaðan með hæstu cink- unn, er þar hefði verið tekin. Hann hnekkti prófmeti Bjarna Benediktssonar og Gunnars Thoroddsens, sem áður höfðu lokið lagaprófi við Háskóla (slands. Allir urðu þessir menn valinkunnir þjóðskörungar. Ég mun ckki rekja hér starfs- feril Ólafs Jóhannessonar. sú saga er kunn. í stað þess ræöi ég lítillega aödraganda þess, að Ólafur geröist þingmaöur Skagfi rðinga. Þegar sá tími nálgaðist, að Steingrímur Steinþórsson léti af þingmennsku fyrir Skagfirð- inga, var samherjum hans mik- ill vandi á höndum. Baráttufé- lagar hans, Gísli í Eyhildar- holti, Jón á Hofi og Hcrmann á Mói, voru allir á svipuöum aldri og hann. Óhætt er að scgja, að Stein- grímur Steinþórsson hafi unn- iö upp fylgi við Framsóknar- flokkinn í héraðinu úr því að vcra nokkurt lausafylgi í fast- mótaða flokksheild. Enda var Steingrímur miklum hæ’fi- leikurn búinn og töfrandi pers- ónulciki. Eftirmaður Steingríms sem þingmaður Skagfiröinga var vandfundinn, en að tillögu for- ystumanna flokksins í héraði og með fullu samþykki flokksmanna, varð Ólafur Jó- hannesson fyrir valinu. Hann skipaði fvrst 2. sæti listans árið 1936 og var vara- maður Steingríms til ársins 1959, er hann var kjörinn I. þing- maöur Skagíirðinga. Það var rösk sveit sem fram- sóknarmenn á Norðurlandi vestra sendu til þings eftir kjördæmabreytinguna 1959, þá Skúla Guðmundsson, Ólaf Jóhannesson og Björn Pálsson. Það heföi þá þegar þurft að taka duglega til hendi, því þannig var ástatt á vesturhluta Norðurlands, að atvinnu- möguleikar voru nánast engir í byggöakjörnum á svæðinu og tímabundið atvinnuleysi landlægt. Fólk varð að leita annað eftir atvinnu til lífsvið- urværis. En þingmönnum okkar var þröngur stakkur skorinn. Þaö má segja um Viðreisnar- stjórnina, aðt stjórnsöm var hún, en lítið varö um atvinnu- uppbyggingu út um landið, en okkar menn í minnihluta fengu litlu áorkað. Þaö var ekki fyrr en Ólafur Jóhannesson myndaði vinstri stjórnina eftir kosningarnar 1971, að breyting .varð. Þá hófst markviss uppbygging. Framkvæmdastofnun með byggðasjóði tók til starfa og gcrði það mögulegt að festa kaup í minni togurum, sem dreifðust á sjávarplássin út um landið. Landhelgin færð út með þeim aflciðingum, að ís- lendingar sátu sjálfir að fiski- miðunum. Ný von og aukin bjartsýni varð allsstaðar ríkjandi rneðal landsbyggðarfólks. Auðvitað gerðist þctta ekki átakalaust. Það var þjóðinni til happs, áö Ólafur Jóhannesson var við stýrið á þessum átaka- og fram- faraárum í sögu hennar. Hann hafði allt í senn; vitið, þekking- una og vitneskjuna um hvað fólkinu í landinu var fyrir bestu, sem auövitaö var næg atvinna, byggð á auðlindum lands og sjávar. Vissulega eigum við hér á Norðurlandi vestra Ólafi Jó- hannessvni mikið að þakka. Ólafur var í mínum augum ávallt mestur, er andbyr var. Mér finnst alltaf að maður með manngerð Ólafs, sé eins og afburða gott sjóskip með góða kjölfestu. Þegar mest þurfti viö. þegar stormar og brim ætluðu allt í kaf að færa, þá var hann cins og skipið vera Ijóst að ekki mátti tæpara standa að byrja útfærsluna. En þetta framtak ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar 1972 snerti einnig aðrar þjóðir enda er nú viðurkennt á alþjóðavett- vangi að efnahagslögsaga skuli vera, ekki bara 50, heldur 200 sjómíiur. Um mannkosti og hæfileika Ólafs Jóhannessonar skal því einu bætt við það sem felst í framansögðu - og það sem komið hefur fram á öðrum vettvangi - að nær einsdæmi er að einn maður skuli á starfs- ferli sínum hafa farið með hluta af öllum meginþáttum ríkisvaldsins, löggjafarvaldið, dómsvaldið og framkvæmda- valdið og að auki einn af handhöfum forsetavalds í fjar- veru forseta sem forsætisráð- herra, og segir þetta meira en mörg orð. Félag ungra framsóknar- manna í Reykjavík þakkar fyrrverandi formanni sínum og alþingismanni samfylgdina og fyrir sitt leyti gifturík störf fyrir Framsóknarflokkinn, landið og þjóðina og óskar honum velfarnaðar á öðrum tilverustigum. Frú Dóru Guðbjartsdóttur og öðrum aðstandendum er vottuð virðing og dýpsta samúð. Viggó Jörgensson. t Kveðja frá Framsóknarfélagi Reykjavíkur. 1 valinn er fallinn mikill stjórnmálaskörungur Ólafur Jóhannesson alþingismaður og fyrrverandi forsætisráðherra, og verður hann borinn til graf- ar í dag. Kynni okkar Ólafs hófust ekki að ráði fyrr en hann gaf kost á sér til alþingiskosninga hér í Reykjavík haustið 1979. í kosningunum í desember á því sama ári náði Framsókn- arflokkurinn glæsilegum kosn- ingarsigri, og ekki síst hér í Reykjavík og voru tveir menn kosnir á þing héðan. Má það mikið þakka dugnaði Ólafs og því trausti sem hann naut og hafði áunniðsér meðal þjóðar- innar, bæði sem heiðvirður og ráðvandur stjórnmálamaður. Á Framsóknaráratugnum frá 1971-1981, sýndi Ólafur sem ráðherra bæði þrek og styrk, auk þeirrar þekkingar sem hann hafði, til að færa land- helgina út frá 12 mílum í 200 sjómílur. Ef Ólafs hefði ekki notið við hefðu þessi mál sjálf- sagt ekki náðst á þeim tíma sem þau gerðu. I ríkisstjorn Gunnars Thor- oddsen, sem mynduð var eftir alþingiskosningarnar 1979, gegndi Ólafur starfi utanríkis- ráðherra, jafnframt þingstörf- um. Vegna kjölfestu Ólafs mun Gunnari líkast til ekki hafa tekist að halda ríkisstjórn sinni saman, jafn erfið og hún var. Það er mikill missir þess- ara. tveggja stjórnmálaskör- unga, á svo skömmum tíma, og að þeim var ekki gefinn lengri tími til að miðla af reynslu sinni til næstu kynslóð- ar. Þegar Framsóknarfélag Reykjavíkur leitaði til Ólafs Jóhannessonar, hvort heldur var að ræða almenn stjórn- málaviðhorf hverju sinni, eða halda tækifærisræðu á ein- hverjum síðbúnum skemmtun- um, var hann ætíð reiðubúinn þrátt fyrir miklar annir. Þegar ég leitaði til Ólafs fannst mér hann ætíð taka málaleitun minni einstaklega vel. Þegar litið er til baka er það sjálfsagt vegna þess að hánn gegndi formejinsku í Framsóknarfélagi Reykjavík- ur á sínum tíma, rétt í lok stríðsins. Þá hafði hann unnið sem lögfræðingur um nokkurrá ára skeið. Ólafur hætti formennsku einu ári síðar vegna þess að hann þurfti að fara utan til framhaldsnáms í Svíþjóð, árin 1945-46. Hvað vakti fyrir Ólafi að vinna svo mikið innan félag- anna í Reykjavík, bæði ungra sem eldri félaga á þessum tíma? Ég hef oft hugsað um það, og mín skoðun er sú, að á þeim tíma hefur honum fund- ist að þörf væri að styrkja störf Framsóknarflokksins á þétt- býlissvæðinu. Ólafs Jóhannessonar verður best minnst sem manni með hnyttin stutt tilsvör og brosið fræga. Hann var ætíð mjög varkár í tilsvörum. Þegar hann var spurður sem forsætisráð- herra árið 1978, hverju hann byggist við af sínum meðráð- herrum var svarið jafn stutt og laggott, „Nýir vendir sópa best“. Éyrirhönd Framsóknar- félagsins í Reykjavík, stjórnar- innar svo og allra félagsmanna, vil ég þakka Ólafi Jóhannes- syni fyrir öll þau fórnfúsu störf, sem hann hefur innt af hendi. Einnig vil ég votta eiginkonu frú Dóru Guðbjartsdóttur, dætrum og öðrum ættingjum innilegustu samúð. Valdimar K. Jónssun formaður F.R. góða er klauf öldurnar og seig áfram, jafnt og þétt. Þannig kom Ólafur Jóhann- esson mér fyrir sjónir. En Ólafur stóð ekki einn í sínu farsæla lífsstarfi. Kona hans, Dóra Guðbjartsdóttir. stóö þétt viö hlið manns síns. Það vissu best þeir sem áttu leið á hcimili þeirra hjóna. Hún fylgdist af áhuga með þeim málum er hann vann að hverju sinni og lagði hverju máli gott lið. Ég vil að lokum flytja þér Dóra, börnum ykkarog barna- börnunr innilegar samúðar- kveðjur vegna fráfalls manns þíns, föður og afa, frá'okkur Ásu og fjölskyldu okkar. Við söknum Ólafs öll, en ykkar söknuður er mestur. Sæmundur Á. Hermannsson t Kveðja frá Félagi ungra fram- sóknarmanna í Reykjavík. Með Ólafi Jóhannessyni er genginn einn mikilhæfasti stjórnmálamaður íslendinga. Er síðasti áratugur - oft nefnd- ur framsóknaráratugur - kem- ur til umræðu þá gléymist oftar en vera skyldi að geta þess, að hann er eitt mesta framfara- skeið í sögu þjóðarinnar. Aldr- ei hefur verið jafnmikil upp- bygging - jafnt til sjávar og sveita - á jafnstuttum fíma á íslandi. Aldrei hafa þjóðar- tekjur á mann aukist jafnmikið á jafn stuttum tíma. Engum einum manni er það eins mikið að þakka og Ólafi Jóhannessyni að þessari upp- byggingu skyldi hrundið í framkvæmd. Var þar snúið við þeirri óheillaþróun frá ára- tugnum áður - er stórir hópar fólks fluttust úr landi vegna atvinnuleysis. Stærstu gæfuspor Ólafs Jó- hannessonar er hann tók fyrir íslensku þjóðina tengjast þó e.t.v. útfærslu fiskveiðilög- sögunnar. Það kom líka í ljós er olíukreppan mikla lagóist með fullum þunga á efnahags- líf vesturlanda - með tilheyr- andi verðbólgu og annarn óár- an - að íslendingum veitti ekki einum af auðlindum hafsins í kringum landið. Öllum má því

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.