NT


NT - 29.05.1984, Side 27

NT - 29.05.1984, Side 27
Þriðjudagur 29. maí 1984 27 fþróttamiðstöðin Scif0 { á Selfossi tekin landsiiðið Guðrún Fema með gott íslandsmet Æfir í Kanada fram að Ólympíuleikunum ■ Guðrún Fema Ágústsdóftir setti glæsilegt íslandsmet um helgina. Þróttarar með 5 stig ■ Pau mistök urðu í blaðinu í gær að Þrótturum voru ekki reiknuð þau þrjú stig sem þeir fengu úr leiknum gegn Pór, í stöðumynd 1. deildarinnar í knattspyrnu. Rétt staða Þróttar er annað sætið, með fimrn stig, þar sem Þróttur hefur hagstæð- ara markahlutfall en Víkingur og Keflavík. NT biður Þróttara velvirðingar á þessum mis- tökum ■ Fimmta flokks strákar frá Gautaborg og Selfossi, fyrstu gestir íþróttamiðstöðvarínnar á Selfossi. ■Guðrún Fema Ágústsdóttir tók þátt í fjölmennu og sterku alþjóðamóti í sundi sem haldið var í Edmonton í Kanada um helgina. Árangur Guðrúnar var með afbrigðum góður og setti hún m.a. nýtt Islandsmet í 100 m skriðsundi á 1:02,81 (gamla metið 1:03,18). Guðrún tók þátt í fimm grein- um og hreppti þrenn silfur verð- laun og tvenn brpns, árangurinn var þessi hjá henni: 50 m skriðsund 28,82 sek. og hafnaði í 3. sæti. 200 m bringusund 2:49,4 mín og 2. sæti. 200 m fjórsund 2:32,70 mín og 3. sæti. 100 m bringusund 1:18,8 mín. og 2. sæti. 100 m skriðsund 1:02,81 mín. og 2. sæti (nýtt Islandsm.) 400 m fjórsund 5:24,49 mín. og 4. sæti. Sannarlega mjög góður ár- angur hjá Guðrúnu sem nú æfir úti í Kanada fram að Ölympíu- leikunum. Hún æfir þar með 100 manna sundhóp sem hefur á sínum snærum sex þjálfara og fjórar sundlaugar sem notaðar eru að vild. Vissulega glæsileg aðstaða og vonandi að Guðrúnu takist vel upp á Ólympíuleikun- um. Urslit í 4. deild A-riðill Drengur-Árvakur .........0-4 Haukar-Augnablik........5-2 Ármann-Víkverji..........2-1 Afturelding-Hafnir......2-0 B-riðill Hveragerði-Léttir .......1-4 Stokkseyri-Drangur .... 5-0 Hildibrandur-Þór Þ......2-1 F-riðill Neisti-Sindri............5-1 Egill-Leiknir........... 1-3 Súlan-Höttur ............2-0 Hrafnkell-UMF. B........3-1 til starfa á ný ■ íþróttamiðstöðin á Selfossi hefur á undanförnum árum not- ið vinsælda íþróttafélaga og hópa sem hafa nýtt sér þá stórgóðu aðstöðu sem fyrir hendi er á Selfossi. íþróttamiðstöðin er rekin af íþróttaráði Selfossbæjar sem mun bjóða upp á leikjanám- skeið fyrir börn í júní. Gestir íþróttamiðstöðvarinnar gista í Gagnfræðaskólanum hjá G'Sti- þjónustunni Selfossi sem annast móttöku pantana í síma (99) 1765 og 1970. ■ Belgíski landsliðþjálfarinn í knattspyrnu, Guy Thys til- kynnti í dag að hann hygðist setja ítalann Enzo Scifo í belg- íska landsliðshópinn, sem kepp- ir í úrslitum EM í næsta mánuði. Scifo hefur sótt um belgískan ríkisborgararétt og fengið grænt Ijós á hann, en einhvern tíma mun taka að ganga frá því formlega. ■ Kareem Abdul Jabar í einu af sínu frægu „Sky hookum“. Lokaúrslitin í NBA hafin Lakers unnu í fyrsta leiknum ■Los Angeles Lakers sigruðu í fyrstu viðureigninni við Boston Celtics um bandaríska meist- aratitilinn í körfuknattlcik á sunnudaginn. Lakers skoruðu 115 stig en Celtics 109. Kareem Abdul Jabbar var lang stighæðsti mað- ur leiksins og skoraði 32 stig. Lítið bar á Larry Bird hjá Celtics sem áttu frekar daufan dag. Jabbar sern nú er kominn vel á fertugs aldur hefur sjaldan eða aldrei leikið betur en ein- mitt nú. Hvort þaðnægirLakers til sigurs í viðureigninni gegn Boston skal ósagt látið, en vissu- lega eru sterkar líkur á því að Los Angeles Lakers vinni bandaríska meirstaratitilinn í ár. ■ Pálmi Jónsson og félagar FH sigruðu Einherja 2-1 í gærkvöldi. Þessi mynd er tekin í leik FH og IBÍ á ísafirði um síðustu helgi. Það er Guðmundur Jóhannsson Isfirðingur sem á þarna í höggi við Pálma. FH vann Einherja Ingi Björn skoraði Góð staða FH á toppi 2. deildar ■ FH-ingar unnu sinn þriðja sigur í annarri dcild í gærkvöldi er þeir sigruðu Einherja frá Vopnafirði á Kaplakrikavelli með tveimur mörkum gegn einu. Þar með eru FH-ingar með fullt hús stiga í annarri deild og að sjálfsögðu efstir. En sigurinn í gær var ekki auðveldur því Vopnfirðingar börðust af krafti allan leikinn og létu heimamenn svo sannar- lega hafa fyrir hlutunum. Það voru Einherjamenn sem náðu forustunni í fyrri hluta seinni hálfleiks er Gísli Davíðs- son komst einn inn fyrir vörn FH og vippaði knettinum snyrti- iega yfir Halldór í marki FH. Einhverja menn drógu sig síðan heldur aftur eftir markið og sókn FH þyngdist. Það var svo Ingi Björn sem jafnaði fyrir FH með skallamarki og á sömu mínútu skoraði Guðmundur Hilmarsson sigurmarkið með skoti af stuttu færi. Leikurinn var nokkuð fjörugur en veðrið ákaflega kalt. 1200 áhorf- endurí Eyjum ■ Það voru hvorki fleiri né færri en 1200 áhorf- endur sem komu að sjá lcik Hildibrands og Þórs Þ. í 4. dcild í knattspyrnu sem leikinn var í Eyjum á sunnudag. Að sögn frétta- manns NT í Eyjum þá mættu Hildibrandar með „stfl“, allir klæddir í knattspyrnubúninga er voru í tísku í kringum 1950 og komu akandi á opnum vörubfl með lög- reglufylgd. Þar að auki var til staðar lúðrasveit og skemmtikraftar. Að lok- um má geta þess að Hildi- brandar sigruðu í leiknum 2-1. Meistara- mót íslands ■ Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum, fyrri hluti, fer fram á Laugar- dalsvelli n.k. mánudag og þriðjudag, 4. og 5. júní. Keppt verður í 4x800m boðhl. karla fyrri daginn en lO.OOOm hl. karla og 3000m hl. kvenna seinni daginn. Sjöþraut kvenna og tugþraut karla dreiflst síðan á báða dagana. Keppni hefst kl. 18:00 hvorn daginn. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til Haf- steins Oskarssonar, Mos- gerði 23, 108 R., á þar til gerðum spjöldum, í síð- asta lagi 30. maí. Fimleika- námskeið ■ Fimleikanámskeið verður haldið dagana 1.- 7. júní 1984 í íþróttahúsi Ármanns í Reykjavík. Þjálfarar á námskeiðinu verða hjónin Men Xi- amoing og Bao Nai Jangy frá Kína. Þau eru marg- faldir Kínamcistarar og hefur Bao m.a. þjálfað kíverska lanasliðið. Námskeiðið fer fram á íslensku (ensku) og hefst föstudaginn 1. júní. Kennt verður frá kl. 9-12 og 3-6 daglega. Upplýs- ingar er hægt að fá á FSÍ eða í síma 43931. Opið Dunlop tennismót ■ Opna Dunlop tennis- mótið 1984 fer frain dag- ana 31. maítil3.júnín.k. Mótið er haldið á vegum tennisdcildar Í.K. og Austurbakka h.f. Keppn- in fer fram á útivöllum þeim sem tennisdeild I.K. hefur til umráða við Vallargerði í vesturbæ Kópavogs. Keppt verður í karla- flokki (A og B), kvenna- flokki, unglingaflokki og flokki öðlinga. Einnig verður keppt í tvíliðaleik karla. Að þessu sinni verður keppt í tveimur nýjuni flokkum Þátt- tökufjöldi í hverjum flokki verður að vera minnst átta. Tilkynna þarf j itttöku fyrir kl. 17:00 miðviku- daginn 30. maí t tennis- deildar Í.K. símum 42542 eða 53191 Verðlaun í mu.inu eru gefln af Austurh ka hf. i

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.