NT - 04.06.1984, Page 4
■ Ytri-Rauðimelur í Eyjahreppi. Fyrrum hufuðból sveitarinnar og kirkjustaður en fæst nú ekki byggð
þó svo að margir hafi sótt það til eigandans, Thors R. Thors. Hús eru öll í mikilli niðurníðslu og ekkert
bendir til þess að sá aðili sem Thor lét jörðina nýlega til ábúðar muni setjast þar að á næstunni.
NT-myndir Guðni.
■ Veiðihús Thorssystkina við Haffjarðará.
Bændum svíður að sjá helstu hlunnindi tveggja sveitarfélaga í eigu utansveitarmanna. Haffjarðará gel'ur
af sér rúmar tvær milljónir króna í árstekjur en að slepptum fasteignai>iöldum rennur bað allt út úr
byggðalaginu. Þær 10 jarðir sem sömu aðilar eiga eru í algjörri niðurníðslu og bændur standa í stríði
vegna ábúðar og hafna kröfum eigenda um eftirgjald af jörðunum. NT-mynd Guðni
Tekjur af Haffjarðará:
$ 77 þúsund
á ári hverju
- og allt í vasa Thorssystkina
■ „Þær eru verulegar, ég get
bara sagt það að þær eru veru-
legar", sagði Óttar Yngvason
lögfræðingur aðspurður um
tekjur af veiðileigu í Haffjarðará
en hann hefur undanfarin ár séð
um rekstur árinnar. Samkvæmt
þeim gögnum sem Óttar lagði
fram 1982 og notuð eru til
grundvallar í nýju fasteignamati
árjnnar nema hreinar árstekjur
af ánni 77 þúsund dollurum.
eða sem samsvarar 2,3 milljón-
um íslenskra króna á núgild-
andi verðlagi.
„Mönnum finnst þetta eðli-
lega helvíti blóðugt að sjá þenn-
an auð sem hefur tilheyrt þess-
um sveitarfélögum renna svona
í burtu og það til manna sem
liafa í rauninni ekki unnið neitt
fyrir þessu heldur bara hlotið
þetta í arf,“ sagði Guðmundur
Albertsson oddviti að Hegg-
stöðum í Kolbeinsstaðahreppi.
„Það væri líka fróðlegt að bera
saman þær fimm jarðir sem
liggja hérna í Kolbeins-
staðahreppi að Haffjarðará og
svo þær fimm sem eru á bökkum
Hítararien sú síðarnefnda hefur
þö aldrei verið hálfdrættingur á
við Haffjarðará í veiði.“ Af
þeim fimm jörðum sem Thors-
systkinin eiga eru tvær í byggð
en á þeim báðum eru hús mjög
úr sér gengin. Ein þessarajarða
er fjallajörð sem búin er að vera
lengi í eyði og önnur, Landbrot
hefur lengi legið undir Skjálg
sem er í eigu sömu aðila. Skjálg
fór svo í eyði fyrir nokkrum
árum og nýtist nú sem sumar-
bústaður landeigenda.
Hálf sveitin
í eigu Thorsara
„Þetta er mjög alvarlegt mál
að tæpur helmingur jarða í
hreppnum er í eigu þessara
aðila. Thorsarajarðirnar þekkj-
ast alveg úr og það hvílir mikil
ábyrgð á mönnum sem eiga
svona miklar eignir. Ef þessir
aðilar eru ekki færir um að axla
þá ábyrgð þá hljóta að vera
takmörk fyrir hversu mikið ein-
staklingar geta fengið að gera
heilum sveitarfélögum í skjóli
eignaréttar". sagði Svanur
Guðmundsson oddviti Eyja-
hrepps en hann sagði bændur í
hreppnum mjög uggandi um
byggð þessara jarða í komandi
framtíð. Af tólf jörðum í Eyja-
hreppi sem í byggð hafa verið
næstliðna áratugi eru fimm í
eigu Thorssystkina. Þar á meðal
er Ytri Rauðamelur sem hefur
verið í eyði undanfarin ár og ekki
fengist byggður þrátt fyrir ítrek-
aðar umsóknir margra aðila um
að fá að byggja jörðina. Fyrir
skemmstu byggði eigandinn,
Thor R. Thors svo jörðina
manni sem oddviti segir að full-
víst sé að setjist ekki þar að á
næstunni.
í samtali við Óttar Yngvason
kom fram að hann taldi tekjur
sveitarfélaganna af veiðinni í
Haffjarðará verulegar þar sem
til þeirra renna á þriðja hundrað
þúsund krónur í fasteignaskatta
samkvæmt nýhækkuðu mati og
aðstöðugjaldi, en á móti kæmi
engin þjónusta af hálfu þessara
hreppa þar eð skattgreiðendur
væru ekki búsettir innan sveitar-
félagsins.
■ Frá opnun nýju póstmiðstöðvarinnar við Suöurlandsbraut á þriðjudaginn. Matthías Bjarnason,
samgönguráðherra í ræöustól. NT-mynd: Ari
Ný póstmiðstöð í Reykjavík
■ Ný póstmiðstöð var opnuð í Reykjavík á braut 28 og skiptist í þrjár deildir. Öll sú
þriðjudaginn. Póstmiðstöð þessi, sern ein- starfsemi sem áður fór fram á bögglapóst-
kennd verður Reykjavík 2, hefur aðsetur í stofu.tollpóststofuogbréfapóststofu, verður
nýbyggðum húsakynnum að Suðurlands- hér eftir í'póstmiðstöðinni.