NT - 04.06.1984, Qupperneq 8
Mánudagur 4. júní 1984 8
■ I fyrsta stúdentahópnum sem lýkur prófi heima í Vestmannaeyjum voru 10 stúlkur og 2 strákar: Ásta
Guðmundsdóttir, Erlendur Bogason, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, Guðrún Kristmannsdóttir, Katrín Alfreðsdóttir,
Margrét Traustadóttir, María Vilhjálmsdóttir, Rut Haraldsdóttir, Sigmar Þröstur Óskarsson, Sigurlína Sigurjónsdóttir,
Unnur Elíasdóttir og Valgerður Bjarnadóttir, ásamt skólameistara Gísla H. Friðgeirssyni. NT-mjnd: inga
Stúdentar útskrifaðir í Vestmannaeyjum í fyrsta sinn:
„Lyftum verkmenntuninni upp á hærra stig
- og náum bókmenntuninni niður á jörðina“, segir skólameistari
■ „Viö höfum nú náö því takmarki
að útskrifa stúdenta. Þaö gleður okk-
ur og sjálfstraustið vex og vonandi
tiltrú fólksins. Annað markmið er
það, sem stefna ber að en mun
reynast torsótt, þ.e. aðskapa mennta-
hefð, sem tengist atvinnulífinu hér og
troða nýjar brautir í samvinnu við
iðnaðinn", sagði Gísli H. Friðgeirs-
son, skólameistari Framhaldsskólans
í Vestmannaeyjum m.a. í skólaslita-
ræðu sinni nýlega. Skólinn var að
Ijúka sínu 5. starfsári og útskrifaði þá
fyrstu stúdentana sem Ijúka prófi
heima í Eyjum, 12 að tölu. Þá luku
og 3 nemendur verslunarprófi og 6
prófi í iðngreinum. Alls voru um 160
nemendur í skólanum í vetur.
í málefnum framhaldsskólanssagði
Gísli mörg viðfangsefni framundan.
Vinna þurfi að lausn á húsnæðismál-
um skólans, halda áfram að byggja
upp tækjabúnað verknámsins sem og
annarra braut og marka stefnuna í
iðnfræðslunni í Eyjum.
„Auk þess mun ég leggja áherslu á
að menntun eru lífsgæði enda þótt
skólanánt veiti oft steina fyrir brauð
þegar nota á það sem grundvöll fyrir
lífshamingju. Heimurinn þarfnast
einstaklinga sem geta staðið á móti
straumnum og tekið afstöðu byggða
á siðferðilegu mati. Gætum þess að
menntunin valdi ekki stéttaskiptingu
t.d. mikið menntaðir móti lítið mennt-
uðum og verkmenntaðir móti bók-
menntuðum. Lyftum verkmenntun-
inni upp á hærra stig, skapandi stig og
náum bókmenntuninni niður á jörð-
ina. Verum ávallt vakandi yfir því
hvert menning okkar stefnir", sagði
skólameistari í ávarpi sínu til ne-
menda og gesta sem voru fjölmargir
viðstaddir skólaslitin.
ALFA-LAVAL
MJALTAKERFI
Margra ára reynsla tryggir gæðin.
Hannað tíl vlnnuhagræðingar.
Hagkvæmni - hreinlæti - gæði.
Vilt þú spara þér tíma við fjósstörfin?
_____Alfa-Laval hjálpar til þess._
VÉLADEHJ) SAMBANDSINS
BÚVÉLAR Ármúla 3 Reykjavík S. 38 900
■ Aldrei þessu vant fer vel á með þeim Dallas hjónum, en hvernig er ástandið
í hjúskaparmálum þeirra núna? Um það vitum vér íslendingar ekkert enda
þættirnir ekki sýndir lengur Dallas áhugamanni til mikillar gremju.
Takið Dallas aft-
ur til sýninga
Dallas unnandi skrifar:
■ Ég hef nú ekki oft skrifað lesenda-
bréf í blöðin og reyndar fundist þetta
fyrirbæri hálf hallærislegt. Núna ætla
ég hins vegar að gera undantekningu
ef það gæti orðið til að ýta við
áhugamáli í minni fjölskyldu. Það er
að teknar verði upp að nýju sýningar
á Dallas þáttunum. Ég held að það sé
mjög mikill áhugi á því meðal almenn-
ings að teknir verði fleiri þættir til
sýninga. Þrátt fyrir að sýndir hafi
verið hundrað þættir held ég að fólk
sé alveg tilbúið að sjá meira. Menn
eru farnir að þekkja þetta lið svo vel
og þrátt fyrir að þetta flokkist kannski
ekki undir hámenningu, hefur margt
lakara verið sýnt. Reyndar hefur
afstaða ýmissa til þessa þátta verið
brosleg. Þeir sem mest andskotuðust
út í þættina gátu fæstir misst af einum
einasta þætti.
Konurnar heim
Húsmóðir skrifar:
Kæra lesendasíða
■ Hann Gylfi Gíslason skrifaði þér
um daginn og varð tíðrætt um konurn-
ar og eldhúsin. Það er sjáldgæft að
menn þori að stíga fram og segja
meiningu sína, skoðun meirihluta Is-
lendinga. Svo mikið hafa „kvennabar-
áttukonurnar" haft sig í frammi að
nánast enginn þorir lengur að koma
fram með sjónarmið sem eru andstæð
því sem þær halda fram.
Ég er sannfærð um að við konur
værum snöggtum hamingjusamari ef
við gætum fengið að vera heima allan
liðlangan daginn. Satt best að segja
veit ég ekki hvernig þeim konum
líður sem þurfa að fara út á vinnu-
markaðinn og þræla þar fyrir lúsar-
launum. í þrjátíu ár hef ég notið
þeirra forréttinda að fá að vera heima
við eldhúsbekkinn og nostra við að
þvo bolla og diska og gefa - fyrst
mínum eigin börnum og síðan börn-
um þeirra - eitthvað gott í litla
munninn. Þetta get ég gert vegna þess
að maðurinn minn er góður að skaffa.
Hann hefur nú um langt árabil rekið
eigið fyrirtæki og svo vítt ég veit þá
gefur það gott í aðra hönd. Áð
minnsta kosti á hann alltaf peninga
þegar ég bið um þá. Fyrir jólin, þegar
verslunin gengur vel, á hann það til
að gefa mér einn eða tvo fimmhundr-
uðkalla - án þess að ég hafi nokkuð
beðið um þá.
Karlar í dag eru yfirleitt slæmir að
skaffa. Þeir vilja fá ný skíði og nýja
bíla og nota þá sína peninga til þess
arna. Þá vantar aura fyrir mat og
bensíni. Eina ráðið sem þessir háu
herrar sjá er að senda konuna sína út
á vinnumarkaðinn svo hún geti séð
þeim fyrir peningum í þetta. Með
öðrum orðum þá er hún farin að
skaffa, útvega fé til heimilisins. Þetta
finnst mér vera út í hött. Það á að
hækka laun karlmanna svo þeir geti
sinnt áhugamálum sínum jafnframt
því sem þeir leggja til heimilisins næga
peninga.
Ég er honum Gylfa sammála um að
heimilislíf sé betra þegar konan ann-
ast reksturinn innanhúss. Ég minnist
þeirra stunda er börnin skríktu mér
við lær og ég var að þvo upp eða
strjúka af. Þá kom bóndi minn og við
settumst glöð við kvöldverðinn, rjúk-
andi bollur og nýjar kartöflur. Hann
klappaði glókollunum áður en hann
fór á Rótarífund eða með strákunum
á völlinn. Krakkarnir báru virðingu
fyrir föður sínum og þau báðu alltaf
að heilsa honum þegar þau fóru að
sofa. Hann Þorsteinn minn skaffaði
vel og mér finnst að fleiri mættu taka
hann sér til fyrirmyndar. Enn þann
dag í dag fer um mig straumur þegar
hann kemur heim og ég brosi stundum
þegar ég tek eftir skallanum sem er að
koma í ljós í brúnu hári hans, eða er
það grátt, ég man það varla því eftir
því sem árin hafa færst yfir hef ég
orðið æ kvöldsvæfari og lúlla því sætt
og rótt þegar hann opnar forstofu-
dyrnar.