NT - 04.06.1984, Page 9
Dýrðardagar í sjónmáli
Asdís ívarsdóttir, Áslaug Magnús-
dóttir, Ásta Jónsdóttir, Freyja Röng-
valdsdóttir og Sigríður Finnsdóttir
skrifa:
■ Margir eru kallaðir en fáir eru
útvaldir, en loksins, loksins er hinn
stóri spámaður kominn fram á sjónar-
sviðið. í NT mánudaginn 28. maí sl.'
skrifar Gylfi Gíslason bréf og þar
leysir hann í einu vetfangi stórt vanda-
mál sem iengi hefur hrjáð nágranna-
þjóðir okkar og fleiri en er aðbyrja
að líta dagsins ljós hér á landi nú á
þessum síðustu og verstu tímum -
atvinnuleysið. Gylfi kemur fram með
þá kröfu að konurnar verði sendar
heim af vinnumarkaðinum og settar á
sinn stað í eldhúsinu. Þar með hættu
konur að taka störf af karlmönnum og
enginn yrði lengur atvinnulaus!
Þetta er blátt áfram stórkostlegt
fyrir konur. þar með eru þær lausar
við öll óþægindi er hafa stafað af
vinnu þeirra utan heimilis og geta nú
. farið að lifa í vellystingum praktug-
lega. En er ekki eitt sem Gylfi
„kvennavinurinn mikli" gleymir?
Hverjir eiga að vinna öll láglaunuðu
og leiðinlegu störfin sem konur hafa
unnið?
Hann talar einnig um hversu
ánægjuiegt það sé að sjá „fallega
konu una sér vel við heimilisstörf og
ungbarn hjalandi í grenndinni". Því
miður er það nú einu sinni svo að fólk
hefur nánast ekki efni á því að eiga
börn nú til dags þó svo að bæði konan
og karlinn vinni úti. og verða senni-
lega enn minni líkur á því að fólk hafi
efni á að eiga börn þegar konur hættá
að vinna fyrir kaupi. Kannski er
framtíðardraumurinn hjá Gylfa sá að
karlmennirnir sem eru hið sterka kyn
og eru „betur fallnir til allrar jafnt
líkandegrar sem andlegrar vinnu" fari
að vinna 18-24 tíma á sóiarhring til að
skapa þetta fallega og góða heimili
sem Gylfa dreymir um. Hvernig eru
þeir þá hæfir til að njóta síns góða
heimilis og yndislegu fjölskyldu?
Æ, æ því miður voru of margir
annmarkar á þessari dásamlegu lausn
sem virtist vera í sjónmáli og ekki sér
enn til þess dýrðardags að konur fari
alfarið af vinnumarkaðinum. Það sem
er skrýtnast við þetta alit er það að
svona tillaga skuli líta dagsins Ijós,
hvar í veröldinni hefur téður Gylfi
alið aldur sinn? Okkur er til efs að
aumingja maðurinn hafi nokkru sinni
gefið sér tíma til að gaumgæfa hinn
rammíslenska nútíma, enda varla von
ef hann hefur einn staðið í því að
vinna fyrir heimili og börnum.
Getraunaleikinn aftur
Reiöur garöbúi að norðan skrifar:
■ Hvernig í ósköpunum stendur á
því að hinn bráðskemmtilegi get-
raunaleikur sem var í NT er hættur.
Þarna var á ferðinni góð hugmynd,
sem þar að auki var skemmtilega út
færð og skemmtilega skrifuð. Ég
skora á NT að taka þennan leik upp
að nýju og helst sjá til þess að sami
umsjónarmaður verði með þáttinn.
Auk þess að vera hin besta skemmtun
gaf Getraunaleikurinn mér sjálfum
kjörið tækifæri til að sýna og sannfæra
aðra um vit mitt á knattspyrnu, en
ýmsir voru farnir að efast um að það
væri nokkuð. Verði ekki bætt úr
þessu hið snarasta hætti ég að stela
NT á sunnudögum.
■ Leiðin Lækjartog-Oskjuhlíð mælist vel fyrir, að minnsta kosti í Öskju-
hlíðarhálendinu.
Lækjartorg
■ Ég get ekki lýst því hversu ánægð
ég var. þegar ég sá að komin var ný
„leið“ í strætisvagnakerfi Reykjavík-
ur Lækjartorg-Öskjuhlíð, með við-
komu á Hlemmi. Mér brá nú heldur í
brún, þegar ég komst að raun um að
vagn þessi fer alls ekkert upp í
Öskjuhlíðarhálendið, heldur beygir
hann all snarlega við Þóroddsstaði,
ekur að Loftleiðahótelinu og þaðan í
bæinn aftur. Vagri þessi ætti frekar að
heita Lækjartorg-Loftleiðir. Það hef-
ur lengi vantað vagn sem ekur frá
Hlemrni og upp á Oskjuhlíðina. Þar
eru 2 sérskólar fyrir nemendur sem
koma úr ýmsum hverfum Reykjavík-
urborgar, Fossvogskapellan og nýtt
-Öskjuhlíð
íbúðahverfi. Leið 6 og 7 gengur að
vísu yfir Oskjuhlíðina, en kemur
aldrei við á Hlemmi. Þetta er mjög
bagalegt fyrir þá sem búa í austur
hluta borgarinnar, því þeir þurfa
flestir að fara fyrst niður á Lækjartorg
og þaðan með leið 7 upp í Öskjuhlíð.
Væri nú ekki hægt að lagfæra þetta
með því að þessi nýja leið, Lækjar-
torg-Öskjuhlíð, fari smá krók upp í
Öskjuhlíðina og snúi við t.d. hjá
Kapellunni. Þetta mundi muna rniklu
fyrir þá sem þurfa að fara þessa leið
daglega. Svar óskast.
Með fyrirfram þökk.
Starfsmaður í Óskjuhlíöarhátendinu.
Regnboginn:
En sú
náð...
...að eignast Skara
■ Tendeer Mercies (Ljúfa náð).
Bretland-Bandaríkin, 1983. Handrit:
Horton Foote. Kvikmyndun: Russel
Boyd. Leikendur : Robert Duvall,
Tess Harper, Allan Hubbard, Betty
Buckley, Ellen Barkin, Wilford
Brimley. Leikstjóri: Bruce Beres-
ford.
Óskarsverðlaunin eru af mörgum
talin guð allra verðlaunaveitinga fyrir
kvikmyndagerð. Og því er eins farið
með vegi þeirra og þess í efra, að þeir
eru órannsakanlegir. Lengra ætla ég
ekki í þessari samlíkingu, því að hver
og einn verður að eiga það við sjálfan
sig hvaða skoðun hann hefur á Skara
og guðdóminum.
Tender Mercies, sem nú er sýnd í
Regnboganum, var tilnefnd til nokk-
urra Óskara í apríl síðastliðnum, og
hreppti tvo. Robert Duvall var kjör-
inn besti karlleikarinn í aðalhlut-
verki og Horton Foote var talinn hafa
skrifað besta handritið. Og ef eitt-
hvað er sönnun þess, að Óskarsverð-
Mánudagur 4. júní 1984 9
■ Mac Sledge (Robert Duvall) stillir strengi sína fyrir fjölskylduna.
launin eru ómerkileg, þá er það þessi
rnynd.
Mac Slegde er afdankaður sveita-
söngvari, nær því búinn að eyðileggja
sig á drykkju. En eins og í öllum
ævintýrum, þá er hjálpin næst, þegar
neyðin er stærst. Hann hittir fallega
álfkonu, ljóshærða og unga ekkju, sern
rekur gistihús og bensínsölu við þjóð-
veginn. Með aðstoð hennar og ungs
sonar hennar tekst þeim gamla að
komast á réttan kjöl, hann fer nteira
að segja að syngja aftur. En áður en
happíendinn kemur, dynur mörg
ógæfan yfir og margt sálarstríðið er
háð.
Tender Mercies er eiginlega allt-
og-ekkert mynd. Hún er melódrama
(Ö, grimmu örlög!), án þess þó
nokkurn tíma henni takist aö hræra
áhorfandann að einhverju marki.
Hún er tónlistarmynd, án þess þó að
vera það alveg. Hún er trúarleg mynd
(sveitasöngvarinn skírist inn í Hvíta-
sunnusöfnuðinn fyrir tilverknað álf-
konunnar ungu), án þess þó aðfjallað
sé um guðsáhrifin á áhrifaríkan hátt
né þau gerð að einhverju afli. Og
Tender Mercies er ástarmynd, þar
sem henni tekst líklega einna best
upp. Einhvern veginn fer þó myndin
fyrir ofan garð og neðan, öll eitthvað
svo lin og slöpp og veit varla hvað hún
vill. Samt er hún ekki alvond. Yfir
henni hvílir einhver sjarmi í róleg-
heitunum, og það ber að þakka
Robert Duvall öðrum fremur.
Duvall er gamalreyndur jaxl úr
Hollywoodfabrikkunni og kann sitt
fag næsta vel. Enginn stórleikari
(a.m.k. ekki hér), þrátt fyrir verð-
launin. En traustur. Umfram allt er
hann vel liðtækur sveitasöngvari í
vælukjóastílnum. Söngur hans er ein-
ar af fáum perlum þessarar myndar.
Guðlaugur Bergmundsson.
Nokkur ord
um Ítalíu, Rimini, sumarið,
sólinaogpg
Hér gengur þú að öllu vísu; sól og ylvolgum sjó, aðgrunnri
og breiðri strönd, glaðværu mannlífi, frábærum
veitingastöðum og vandaðri gistiaðstöðu.
Þú finnur fljótlega að margt er betra én þú átt að
venjast annars staðar, sumt miklu betra.
Áþreifanlegastur er munurinn á leikaðstöðunni fyrir
börnin, þar sem barnafararstjórinn er í broddi fylkingar.
Góð staðsetning Rimini gagnvart mörgum stórbrotnustu
stöðum Evrópu - Feneyjum, Flórens, Róm - veitir þér að
auki möguleika á skoðunarferðum sem gera Riminiferð að
öðruogmeira en venjulegri sólarferð.
Við minnum þig á að heppni hefur lítið með sólarlandaferðir að gera. Góður áfangastaður
og gott skipulag skiptir þar sköpum. Ef þú hins vegar dregur úr hömlu að panta Riminiferð
sumarsins gætir þú orðið of seinn - og það væri ljóta óheppnin!
Adriatic Riviera ot
Emilia - Romagna (Italy )
Rimini
Riccione
Cattoiica
L*SB* Cesenatico
Gatteo a Mare Savignano a Mare
San Mauro a Mare Bellaria - Igca Mahna
Misano Adriatico Cervia - Milano Marittima
Lidi di Comacchio Ravenna e le Sue Maríne
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
I' talía býður þér upp á marga góða sumardvalarstaði en fáa jafn fullkomna og Rimini, hina
fornu borg við Adríahafið.