NT


NT - 04.06.1984, Síða 10

NT - 04.06.1984, Síða 10
Einangraðir popparar ■ Ef menn dvelja nógu lengi á einhverjum stað endar .með því að þeir fara að sjá. Ekki einungis yfir- borðið heldur inn úr því, ínní gangverk og sál hlut- anna. Þannig er viss einangrun og kyrrstaða nauðsynlegur aflvaki hinn- ar djúpsæju sjónar, en hún er það sem hefur verkin yfir froðusnakk tíðarandans. f>ví í margbreytileik sínum er lífið einnig kerfisbundið munstur; en kannski er eng- inn margbreytileiki, heldur sjáum við einfaldlega sama munstrið frá mismunandi' stöðum á mismunandi tíma. Viðdvöl í einu landi færir mönnum sjónina til að sjá þræðina í vef umhverfis, sögu og mannlífs. Upplýs- ingar og tilfinning fyrir að- stæðum í umheiminum mynda þann bakgrunn sem þarf til að geta skilgreint þennan vef á sannan hátt. Einangrun gædd meðvit- und að utan hefur fætt af sér sósíalrealisma íslend- ingasagna,skáld|Skap Hall- dórs Laxness og Guðbergs Bergssonar. Einangrun fslendinga er þrenns konar. Fjarlægð frá öðrum þjóðum, sem fer óðum minnkandi að vísu. Tungumálaerfiðleikar. Og fóiksfæð, en hún veldur því að við getum ekki, og höfum ekki nema augna- blik og augnablik í gegnum einstaka afreksmenn skap- að okkar eigin sjálfstæðu menningu án minnimáttar- kenndar. íslensk menning er því í eðli sínu leiksoppur útlendra menningar- strauma. Ef við lítum að- eins á hinn dæmigerða ís- lenska listamann sést þetta í hnotskurn. Einn daginn liggur hann viti sínu fjær, kylliflatur fyrir alþjóð- legum tískustraumum. Sem hann trúlega hefur upp- lýstst um í gegnum kjafta- sögur, eða í gegnum mynd- irnar í listtímaritunum því textinn í kringum þær er honum yfirleitt lokuð bók vegna tungumálaerfiðleika, og því eðli hverrar hræring- ar jafn lokað þeim. Hinn daginn hefir hann fengið einhverja flugu í höfuðið í gersamlega lokaðri einangrun, telur sér trú um, og stundum öðrum, að það sé fluga heimslistarinn- ar, en hún flýgur útí busk- ann jafnskjótt og ávæn- ingur af „alvöru“ heimslist- inni bankar þó ekki sé nema á undirmeðvitund- ina. Þetta háttalag er dæmi- gert fyrir þegna smáþjóða; annars vegar glannaleg eftiröpun og stundar-. hrifning, hins vegar kol- svartur sjálfbirgingur ein- angrunarinnar og aðhalds- leysis. Hvorugt orsakar gáfuleg, dansandi eða vold- ug verk. En ef jafnvægi næst milli þess að vera hér og vera þar, vera þú sjálfur eða hinir, náum við ef til vill þeirri þéttu útgeislun frá afurðum okkar sem ein- kennir verk höfundanna sem ég minntist á áðan. Nú mætti halda, og því halda sumir blákalt fram, að við séum sjálfstæð menningarþjóð, ekki síst ef marka má magn menningar Mánudagur 4. júní 1984 10 Myndl ist ■ „Arbítur í skóginum“. ■ Stærsta mynd sýningarinnar(180x270) Fólkið í aðalhlutverki, kallarnir fullir og á kvennafari. Tígrisdýrin éta dýr í bakgrunni Hannes Lárusson: BEGGJA BLANDS og listtengdra skrifa í dag- blöðum hérlendis. En við nánari skoðun kemur í ljós í flestum tilfellum að þessi umfjöllun er aðallega um umgjörðina, vettvanginn og yfirborðið, við skiljum yfir- leitt lítið í innihaldinu, gangverki listarinnar. Skilningur okkar fslend- inga á list er mestur í nösunum, öll skrifin eru aftur á móti um, vonandi djúpa þrá eftir því að verða sjálfstæð menningarþjóð. Þessi þráláta þrá grasserar líka í hugum listamanna okkar. Þessi þrá verður ein- ungis að áþreifanleika að þeim takist að sjá innúr yfirborðinu; það þýðir að listsköpunin fer úr nösu- num uppí heila. Niðursoðin framúrstefna Listmunahúsið, Lækj- argötu 2, er um þessar mundir eina gallerí á ís- landi, sem eittthvað kveður að, sem leggur metnað í að sýna fremur vandaða myndlist í söluhæfum um- búðum. Markmið gallerís- ins virðist vera að hafa á boðstólum þægilega mynd- list í þægilegu umhverfi sem laðar til sín fólk í nægilega stórum hópum sem endrum og eins er svo þægilegt að kaupa eitt og eitt verk; án þeirra viðskipta yrði húsinu trúlega lokað. Jafnframt því að aðlaga sýningarnar smekk listunnenda með því að sýna „gömlu menn- ina“ sem öruggt er' að kaupa, er skotið upp inná milli sýningum sem eiga að gefa fólkinu línuna í hinum blómlegu vaxtarbroddum íslenskrar myndlistar og fyrirheit um hugsanlega framtíðarfjárfestingu. í ■ „Rhinopegasus.“ Ein minnsta mynd sýningarinnar (70x70). Dæmi um hamskipti; skepnan er beggja blands, belgurinn er af nashyrningi en vængimir af skáldfáknum Pegasus. En hvert á andi áhorfandans að fljúga þegar hann sér verkið? þessari þjónustu sinni hefur Listmunahúsið í seinni tíð fengið þann heiðursess að verða eins konar loka- punktur í brautargengi myndlistar hérlendis. Eftir að hið óstýriláta tígrisdýr framúrstefnunnar hefur misst tennur, klær og hala er því boðið inná panelgólf Lismunahússins. „Nýlistin" niðursoðin lendir æ oftar þarna og æ meira hefur verið niðursoðið í þennan eilífa almenning núna undanfar- ið. Enda er nú talað um að gamla nýlistin sé öll orðin að nytjalist í gegnum niður- suðuna og nýtist nú jafnt almenningi og poppurum. „Hamskipti og skepnu- | skapur" er yfirskrift sýning-, ar Magnúsar Tómassonar sem nú stendur yfir í List- munahúsinu við Lækjar- götu. Á sýningunni eru 32 olíumálverk af um það bil 60 dýrum. Ekki alls fyrir löngu var sýnt eitt af eldri verkum Magnúsar á samsýn- ingu í Nýlistasafninu, þar var á ferðinni skepna, ís- músin, sprelllifandi í verk- inu sjálfu, sem var eins kona blanda af skúlptúr og skáldskap. Verk þeirrar tegundar sem höfundur hefur kallað „Visual Po- etry“ (sýniljóð). „Það er eitthvað sem er of tengt Ijóði til að geta verið mynd og of myndrænt til að geta verið ljóð,“ skilgreindi Magnús fyrirbærið í nýlegu viðtali. Hugmyndalegan uppruna þeirra málverka sem hann nú sýnir má rekja til þessara þrívíðu mynda. Af um 20 tegundum dýra sem koma fyrir í verkum Magnúsar að þessu sinni ber mest á nashyrningum þeir koma fyrir í um það bil 13 skipti, tígrisdýr 6 sinnum, karlmenn 4sinnum en konur 2svar, í einni' myndinni má greina bláan fílsrass, á annarri grískan Sfinx. Og hvað eru þessi dýr að vilja inná myndirnar? Fæst úr því skorið ef umhverfi þeirra er skoðað? Sáralítil menningarleg skírskotun er fólgin í umhverfinu. Þó eru grískar súlur í 3 verkum og píramítahrúgöld í einu eða tveimur, annars skógar- ímynd í urn 8 myndum, en í helmingi verkanna (eða 16) er umhverfið óskil- greint eða eyðimörk. Og hvað skyldu skepnurnar vera að bauka á myndflet- inum, hvererskepnuskapur- inn? I örfáum myndum sjáum við dramatískt samspil; hlébarði að fálma eftir fljúgandi fugli, fugl að draga orm úr jörð, kallar að veifa flöskum útí skógi og svo frv. Þó er þetta drama einhvern veginn þannig, að það er ólíklegt að áhorfandínn láti sér það koma við, eða mögulegt sé með fullri skynsemi að yfir- færa þetta á mannfélagið eða grafa uppúr því ádeilur. Þó er þama húmorinn gamal- alkunni úr fyrri verkum Magnúsar, en umgjörðin virðist vera öll miklu sleikt- ari. Af hverju er fugl að draga orm úr jörð inní 4 ferm. málverki í gull- ramma? Fídusinn í mörgum verk- anna er þó oft sá, að dýrin eru að breytast yfir í annað, en hafa mörg stoppað á miðri leið og eru því beggja blands, t.d. röndóttur nas- 'hyrningur eða nashyrning- ur með vængi. Við þessi hamskipti virðist þó harla lítið gerast í tilveru dýr- anna. Verða mörg enn dauðyflislegri hlunkar á striganum en þau hefðu annars verið, og aldrei ná þessi hamskipti hinu létta flugi fantasíunnar. Tilgangur þessara mynda* er greinilega að vera sætar og penar eins og stelpur í gaggó og þeim tilgangi ná þær, því verkin eru öll unn- in og frágengin af fagmann- legri kunnáttu. Að gull- römmunum sþöruðum myndu þær margar sóma sér vel sem myndskreyting- ar við smásögu sem greindi frá hættulegri veiðiferð til Afríku um aldamótin, þar sem söguhetjan hefði eitt nashyrningshorn uppúr krafsinu. Eða eins og lista- maðurinn sagði í viðtali á dögunum: „Annars vil ég að myndirnar mínar tali sínu máli sjálfar, gef fólki ekkert nema titilinn og hver og einn getur síðan lagt eigin merkingar í verkin.“ Merkingin er því öll og engin, myndirnar eru bara striginn, litirnir og ramm- arnir, hitt er aukaatriði, nema þér detti það í hug sem sérð myndirnar. Er það þannig sem listin á að vera, geðþótta merking hvers og eins og því ekkert nema merkingarlaust skran til að tapa peningum á.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.