NT - 04.06.1984, Blaðsíða 12
Itt
Mánudagur 4. júní 1984 12
Guðni Ágústsson skrifar:
Lanabúnaður stórra
eða smárra eininga
Að undanförnu hefur átt
sér stað all hávær umræða um
landbúnaðarmál á vettvangi
fjölmiðla, kartöflumál auðvit-
að borið hæst en hinar grein-
arnar fengið sinn skammt inn
á milli. Öflin sem sett hafa sér
þau göfugu takmörk að erlend-
ar landbúnaðarafurðir verði
frjálsar og keppi við íslenskar
afurðir, eygðu sér leið til að
æsa neytendur og öðlast og
nota styrk þeirra til að slá
nokkur væn högg að bændum
og forsvarsmönnum þeirra.
Þeir lágu vel við höggi í þetta
sinn, fákurinn Frelsi reið láð
og lög klyfjaður kartöflum sem
reyndar voru líka óætar er
íslandsströnd var náð.
Boðberar frelsisins
Ég ætla ekki að fjalla um
kartöflumálið, en vil þó aðeins
segja þetta, þar hafa átt sér
stað mistök sem vart eru fyrir-
gefanleg og sá sem daglega át
kartöflur fann innra með sér,
að til tíðinda myndi draga fyrr
eða síðar. Landbúnaðarráð-
herra er vandi á höndum, ein-
hver uppstokkun og endur-
skipulagning er nauðsynleg,
nú ríður á því að kartöflu-
bændur standi sanran en gíni
ekki við gylliboðum þeirra er
mæla fagurt, en munu viljandi
eða óviljandi hyggja flátt því
þessum kauphéðnum mun
standa á sama hvort íslensk
kartöflurækt lifir eða deyr.
Boðberarnir sem ríða Frels-
inu munu ætla að brjóta, drepa
og brenna niður í svörð allt
skipulag landbúnaðarins, svo
gróðalindin innflutningur fái
nýja blóðæð. Það hangir fleira
á spýtunni en bara kartöflur.
Hollur er heimafenginn
baggi segir spakmælið, flestar
þær þjóðir sem við eigum við-
skipti við leggja nú aukna
áherslu á að vinna og spinna
það í sínu eigin landi sem
mögulegt er og klækir eru
hafðir í frammi til að hnekkja
samkomulagi um fríverslun og
fleira.
Slíkt böl hefur atvinnuleysið
fært auðugum iðnaðarþjóðum,
við íslendingar höfum þegar í
nafni þessa frelsis tapað hag-
leik og þekkingu og gnægð
verkefna í hendurnar á erlendu
vinnuafli.
Sjávarútvegurinn sem stóð
sterkur á erlendum mörkuðum
fyrir stuttu síðan má nú búa
við harðnandi samkeppni auð-
ugra þjóða sem kunna að
höggva skörð í okkar hlut-
deild.
íslendingar rnega nú minn-
ast orða Matthíasar. Eitt er
landið, ein vor þjóð, auðnan
sama ; beggja.
Hvort menn búa til sjávar
eða sveita verður fólk að átta
sig á því að harðnandi tímar í
samkeppni þjóðanna á hinu
viðskiptalega sviði kallar ekki
einungis á viðbrögð hjá stjórn-
völdum heldur líka hjá fólkinu
sjálfu að velja það og styrkja
þar sem íslenskt hugvit og
vinnuafl á hlut að máli.
Heimsbyggðin er sjálfsagt
■ Skoðun Bolla virðist vera sú sama og hrjáir svo margt ungt
fólk, að stærðin ráði arði, að smátt sé vonlaust.
■ „Öflin sem
setthafasérþau
göfugu takmörk
að erlendar
landbúnaðaraf-
urðirverði frjáls-
ar og keppi við
íslenskar afurðir
eygðu sér leiðtil
að æsa neytend*
ur og öðlast og
nota styrk þeirra
til að slá nokkur
væn högg að
bændum og for-
svarsmönnum
þeirra.“
sama sinnis og þegar Islands
minni var ort.
Um þau kjör og aldar far,
aðrir hœgt sér láta.
Sykki það í myrkan mar,
mundu fáir gráta
Stórar einingar
ástæða offramleiðslu
„Bændur skornir niður við
trog“, hét úttekt N.T. á dög-
unum þar var á ferðinni svört
skýrsla og á milli línanna mátti
lesa hrakspár og þjóðhagslega
nauðsyn á því að slíkur niður-
skurður ætti sér stað, tvö þús-
und bújarðir hlytu að verða
auðninni að bráð.
Bjarni Harðarson, blaða-
maður, lagði í þessari grein í
rauninni fyrir þjóð sína stóra
spurningu, ég ætla að það verði
lítið um „vitræn1' svör eins og
þegar hefur komið í Ijós.
Hver er annars vandi land-
búnaðarins, jú það er offram-
leiðsla á dilkakjöti og mjólk.
Af hverju stafar þessi vandi; að
sumu leyti er hann bændunum
að kenna að öðru leyti misvitr-
um stjórnmálamönnum og af
áróðri meistaranna sem trúa á
hinar stóru einingar.
Verðbólga liðinna ára hefur
skekkt íslenskt þjóðfélag á
liðnum árum og loks skapað
hér Iáglaunaland. Bændurnir
hafa farið verst allra útúr verð-
bólgunni, hafa jafnan reynt að
bæta tekjur sínar með stækkun
búanna, aldagamalt hugarfar
hefur herjað á þá að sá mætti
sín meira sem byggi stórt,
bóndinn hefur einnig af eðlis-
lægum áhuga fyrir verkefni
sínu verið framfaramaður sem
vildi taka í sína þjónustu
tækniframfarir og vélvæðingu.
Alla landsmenn varðar
um hvernig búskapur er rekinn
í landinu og.á því þarf nú að
fara fram endurmat, ég hygg
líka að þorri þjóðarinnar hafi
skilning á því að hér verður að
reka arðsaman landbúnað eigi
hagur þjóðarinnar að
blómgast.
Það þarf að meta hversu
stórar einingar í landbúnaði
eiga að vera svo bóndinn kom-
ist þokkalega af, bæði hvað
kaup og vinnutíma snertir. Eg
hygg að flestir telji að hér sé
heppilegast að reka fjölskyldu-
búskap eigi fjölskylda í sveit
að fá svipaðar tekjur og fjöl-
skylda iðnverkafólks í kaup-
stað á þá ekki vinnuálagið og
frítíminn að koma til viðmið-
unar.
Bændur og þeirra fólk verð-
ur að átta sig á því að búin hafa
þróast í óhóflega stórar eining-
ar með þungu vinnuálagi þar
sem jafnvel tæknin var of dýru
verði keypt og ánægjan hverfur
í skugga þrældómsins.
Vísitölubúið er stórt
Eitt vísitölubú er nú 440
ærgildi eða 22 mjólkurkýr,
hvortveggja er ærið verkefni
einni fjölskyldu og séu búin
félagsbú tveggja eða fleiri ætti
ávinningurinn meðal annars að
felast í minna búi því vélár og
tækni myndu nýtast betur. Eru
stóru einingarnar svo hag-
kvæmar sem af er látið? Þjóð-
hagslega hygg ég þær óhag-
kvæmar. Þar er fjárfesting
mikil, bæði í vélum og húsum
og verkefnið svo þungt að
margt fer úrskeiðis, bæði hvað
umhirðu tækja varðar og arð
af einstökum gripum.
Þessar jarðir sem þannig
þróast fara ekki síður úr ábúð
vegna þess að kynslóðaskipti
eru erfið, þeir sem í búskap
ætla eru sjaldan stóreigna-
menn. Arðsemis útreikningar
í landbúnaði eru rangir og
villandi enda verður að mæla
magn og gæði og þjóðhagslega
þýðingu.
Guðni Ágústsson
■ „Bændur og
þeirra fólk verða
að átta sig á því
að búin hafa
þróast í óhóflega
stórar einingar
með þungu
vinnuálagi þar
sem jafnvel
tæknin var of
dýru verði keypt
og ánægjan
hverfur í skugga
þrældómsins.“
Meðal starfsaldur bænda er
hár það þýðir að í stórbúskap,
er fjárfesting vannýtt á síðara
tímabili ævinnar, þegar þrek
og kraftar dvína.
Auka verður hlut tekna af
veltu búsins slíkt er hægt með
endurskipulagningu, bændur
eru fyrst og fremst búfjárrækt-
armenn en aftur minni hag-
fræðingar og tæknimenn enda
aðstoð og ráðleggingar á því
sviði minni. Aðkeypt fóður
verður að minnka, kjarnfóður
er nú gefið víða í óhófi sem
stafar af meira kappi en forsjá
og því að taða af íslenskum
túnum er lélegri en áður var,
■ „Boðberarnir sem ríða Frelsinu
munu ætla að brjóta, drepa og brenna
niður í svörð allt skipulag landbúnaðar-
ins, svo gróðalindin innflutningur fái
nýja blóðæð. Það hangir fleira á spýt-
unni en bara kartöflur.“
■ Sjávarútvegur stóð sterkur á erlendum mörkuðum fyrir stuttu.