NT - 01.07.1984, Síða 2
ffl
Umsjónarmenn:
Atli Magnússon
Jón Ársæll Þórðarson
Þorsteinn G. Gunnarsson
■ Iðnjöfurinn Alfred
Krupp eftir Arnold
Newman. Um Newman er
fjallað í þæftinum Ljósbrot
á blaðsíðum 22 og 23.
■ Vantarþiggamlabók?
NT litast um á fornbóka-
markaðnum.
■ Hvað gerir Landhelg-
isgæslan áfriðartímum? f
blaðinu er sagt frá gæslu-
flugi með TF-SÝR
■ Marlene Dietrich kom
til íslands árið 1944. Við
rifjum upp þá sögu og
bregðum upp myndum af
þessari frægu leikkonu,
sem lagði heiminn að fót-
um sér.
■ „Ég er ekki að pred-
ika,“ segir myndlistar-
maðurinn Rúrí í viðtali við
Helgarblaðið.
Sunnudagur 1. júlí 1984
2
■ Það þykir ávallt nokkurt fréttaefni þegar ný
blöð eða tímarit sjá dagsins ljós á íslandi. Nýlega
varhleyptafstokkunum einuslíkuen reyndarekki
fyrir landann heldur þásem sækja okkur heim. Hér
er um að ræða vikuritið „Wat’s on in Reykjavík“
eða „Hlaupið um stekk í kvosinni“ í lauslegri
þýðingu. Ritinu er ætlað að vera til upplýsingar
fyrir ferðamenn sem hingað rekur og veröur það að
teljast lofsvert framtak og gott að leiðbeina slíku
fólki. Ekki er minna um vert aö ritið fæst ókeypis
og mun það örygglega vera það eina sem erlendir
ferðamenn fá á svo góðu verði hér á landi. Við
hringdum í einn ábyrgðamann blaðsins, Nönnu
Mjöll Atladóttir og óskuðum henni til hamingju
meó ritlinginn, og fengum hana til að segja okkur
eitthvað um þetta framtak.
„Við erum fimm sem stöndum að þessu og
reynuni að varpa svolitlu ljósi á það sem er að gerast
í menningarlífi borgarinnar og koma á framfæri
tilkynningum sem ferðamenn gætu haft gagn af.
Ritið er prentað í átta þúsund eintökum og því er
dreift til ferðamanna m.a. í flugvélum og á
ferðaskrifstofum og hótelum. Það er rétt að taka
það fram að við vildum gjarnan að fólk hefði
samband við okkur ef það hefði áhuga á því að láta
ritið liggja frammi hjá sér þarsem ferðamenn færu
um. Eins ef fólk vildi koma einhverju á framfæri við
ferðamenn eöa láta vita um eitthvað sem væri á
seyði í borginni og ferðamenn gætu haft gagn og
gaman af.
■ Hr. lögfræðingur Jóhann
Pétur Sveinsson!
í „Lagakróki" helgarblaðs
NT 3. þessa mánaðar er birt
bréf varðandi tillögu er fram
kom á fundi hér í Argarði og
svar þitt við bréfinu. Þar sem
ég var á fundi þessum og tel
mig muna nokkuð það sem
fram fór, tel ég rétt að senda
þér línu og benda á að bréf-
ritarar gleyma að geta atriða
sem skipta máli a.m.k. með
tilliti til svarsins.
Á fundinum voru tveir full-
trúar frá virkjunaraðila
Plöndu og var annar þeirra
íundarstjóri. Hann tók það
skýrtfram íbyrjunfundar, að
fundinum yrði að ljúka kl.
hálf sex (kl. 17.30) því þá
þyrftu sunnanmenn að fara.
(Mig minnir að það væri
klukkan hálf sex - frekar en
sex). Þegar leið að þeim tíma
var minnt á þetta og að
síðustu förvöð væru að biðja
um orðið. Þegar svo tillagan
kom fram var búið að loka
mælendaskrá en frummæ-
lendur áttu eftir að svara
fyrirspurnum og öðru slíku,
eins og fram kemur í bréfi
tillögumanna. Væri fróðlegt
að vita hvort þessi atriði
kunna að vera þess eðlis að
svar þitt yrði öðruvísi þegar
tillit er tekið til þeirra.
Það skal tekið fram að
tillögumenn hafa ékki sent
mér eintak af því blaði NT
sem umræddur „Lagakrók-
ur“ birtist í - og munu senni-
lega ekki gera enda virðast
þeir, eða aðrir, hafa valið
aðra leið og sýnist mér nú
stefna í styrjöld við Land-
græðslustjóra og fleiri. Er illt
til þess að vita að þetta
afréttarmál hefur verið blás-
ið út í fjölmiðlum og í einka-
samtölum og gert að æsinga-
og deilumáli. Mun oft vitnað
til þessa umrædda fundar og
skiptir því máli að ekkert
sem máli skiptir sé dregið
undan þegar um hann er
fjallað, en það hafa bréfritar-
ar ekki athugað. Varðandi
tillöguna, sem hvorki var
rædd né samþykkt, þá leyfi
ég mér að efast um að hún
hefði farið í gegnum fundinn,
sérdeilis þó ef hún hefði
eitthvað verið rædd, því m.a.
er hún móðgun við Land-
græðslustjóra og svo lá málið
þannig fyrir á fundinum að
beitarþol heiðarinnar var
nokkuð passlegt handa
sauðfénu. (Beitarþol
1246.100 fe,- sauðfé 7700 =
1270.500 fe. þörf). í tillög-
unni segir: „...beinir þeim
tilmælum til sveitarstjórna
og stjórnar upprekstrarfé-
lags Eyvindarstaðaheiðar að
rekstur hrossa verði leyfður
á heiðina í sumar eftir því
sem beitarþol gefur tilefni
til. “
Ég skil tillöguna þannig
að farið sé fram á að sauðfé
verði látið víkja að miklu eða
öllu leyti. Ég spyr þig sem
lögfræðing hvort það er ekki
réttur skilningur sbr. það
sem að ofan greinir. Á svæði
uppr.félagsins hafa verið um
eða yfir 100 bæir í byggð og
hafa þeir nóg hross í beitar-
kvóta heiðarinnar. Er ekki
með tilllögunni farið fram á
að heiðin verði, jafnvel ein-
göngu notuð fyrir hross?
Ritstjóri Feykis var á um-
ræddum fundi í Árgarði og
segir frá honum á mjög
greinargóðan hátt í Feyki 9.
maí s.l. og man ég ekki til að
þar þurfi að leiðrétta neitt,
nema nafn fundarstjóra
Hann skrifar einnig ágæta
forystugrein um þessi mál.
Sá sem skrifaði í Morgun-
blaðið var hinsvegar ekki á
fundinum, að því er ég best
veit.
Með bestu kveðju.
Rósmundur G. Ingvarsson,
Hóli í Tungusveit.
■ Ég vil í upphaíi svars
míns fagna bréfi þínu Rós-
mundur, þar sem að á hverju
máli eru ávallt fleiri en ein
hlið og þvi eðlilegt að sem
flestar þeirra komi fram. Þar
sem hér koma fram nokkuð
önnur sjónarmiðen í bréfi
fyrrnefndra tillögumanna
mun ég leitast við að svara
spurningum þínum en vil
jafnframt árétta að það er á
mörkunum að hér sé um
lögfræðileg álitaefni að ræða
og tel því eðlilegt að frekari
skoðanaskipti, ef af verður,
fari fram i lesendadálkum
blaðsins.
Um fyrri spurningu þina er
það að segja að almennt eru
það talin rétt fundarsköp að
menn verði að fá orðið til að
geta flutt tillögu. Ef að búið
er að loka mælendaskrá er
því að öðru jöfnu ekki hægt
að bera fram tillögu. Þess er
þó að gæta að í því tilviki
sem rætt er um hér var
flutningsmönnum tillögunn-
ar veitt orðið og þeim leyft
að flytja tillöguna (því er
a.m.k. ekki mótmælt í bréfi
þínu Rósmundur). Úr þvi að
málum var svo komið tel ég
að fundarstjóri hefði átt að
láta greiða atkvæði um til-
löguna því annars var ekki
til neins að leyfa flutning
hennar. Það er hins vegar
álitamál hvort fundarstjóri
gerði rétt íþvíað leyfa flutn-
ing tillögunnar efbúið var að
loka mælendaskrá.
Um síðari spurningu þína
er það að segja að eins og
tillagan er orðuð má skilja
hana á þann veg sem þú
gerir. En fyrst þú spyrð mig
sem lögfræðing hvort þetta
sé ekki réttur skilningur verð
ég að svara því til að eins
og ég gat um í upphafi eru
fleiri hliðar á hverju máli en
ein og það vita jú lögfræðing-
ar manna best. Til að geta
komist að vel rökstuddri
niðurstöðu um hvernig skilja
beri ákveðna tillögu nægir
ekki að Hta á orðalagið eitt
sér. Ef unnt er verður að
kanna tilgang flutnings-
manna með tUlögu og gögn
sem geta skýrt hana. Án
þess að vilja leggja dóm á
það tel ég hæpið, þrátt fyrir
orðalag tUIögunnar, aðflutn-
ingsmenn hennar hafi viljað
útiloka sauðfé frá heiðinni.
Ég tel að tilgangur þeirra
hljóti að hafa verið að reyna
að koma í veg fyrir að upp-
rekstur hrossa yrði með öllu
bannaður á heiðina og að
beitarþoli hennar yrði skipt
eðlUega og skynsamlega á
milli sauðfjár og hrossa. Ef
þetta hefur verið tilgangur
tUlöguflytjenda yrði að taka
tillit tU hans við túlkun til-
lögunnar ogþá yrði hún ekki
skilin á fyrrgreindan hátt.
Ég vona að þessi svörleysi
úr spurningum þínum jafn-
framt því sem ég vona að
menn finni viðunandi lausn
á skiptingu landsins gæða
mUli þessara tveggja mikil-
vægustu búfjárstofna okkar.
Báðir hljóta að eiga nokkurn
rétt og sameinaðir sigrumst
við á hverjum vanda.