NT


NT - 01.07.1984, Síða 13

NT - 01.07.1984, Síða 13
Söguleg mynd úr bragga. Jón Sen smellti hér mynd af Miss Dietrich og rjómanum úr íslenskri blaðamannastétt þess tíma. A hægri hönd leikkonunnar má sjá ívar Guðmundsson og í aftari röð, Herstein Pálsson, Ásmund Sigurjónsson, Jón H. Guðmundsson, Svavar Hjaltested, Thorolf Smith og Jón Magnússon. Til hægri við Miss Dietrich eru þau Svava Ragnarsdóttir og Bjarni Guðmundsson. ■ Ivar Guðmundsson blaðamaður hja Morgunblaðinu sest hér á tali við Miss Dietrich. Eins og sönnum herramanni sæmir hefur hann boðið leikkonunni upp á rettu. ívar var eins og kunnugt er seinna starfsmaður Sameinuðu þjóð- anna og síðar ræðismaður Islands í New York. stað: „Rudolph er eini karl- maðurinn sem hefur skilið mig eins og ég er, og ég er yfir mig ástfangin af honum". f>au giftu sig árið 1925 og enn einu sinni urðu mikil um- skipti í lífi hennar. Skömmu seinna eignuðust þau hjónin fyrsta og eina barn sitt, Maríu. Hin unga móðir sá ekki sólina fyrir barninu og stærsta her- bergið, í annars lítilli íbúð þeirra hjóna, var gert að barnaherbergi. Efnahagur þeirra hjóna fór og batnandi smám saman enda þýskt efna- hagslíf að rétta úr kútnum eftir hörmungar fyrri heimstyrjald- arinnar. Marlene Dietrich hafði heldur ekki alveg snúið baki við leiklistarferli sínum þrátt fyrir að litla barnið kæmi fram- ar öllu. Von Sternberg Þau hlutverk sem Marlene stóðu til boða í kvikmyndum urðu sífellt viðameiri. Að vísu hélt hún alltaf sambandi við leikhúsið og söng öðru hvoru í kabarettum, sem færðir voru upp í Berlín, á þessum tíma. Það mun einkum hafa verið kynni hennar af leikstjóranum von Sternberg, sem gerði það að verkum að kvikmyndirnar urðu stærri og stærri hluti af starfsvettvangi hennar. Jósef von Sternberg, eins og hann hét fullu nafni, var frá Austur- ríki en foreldrar hans voru af pólsku og ungversku bergi brotin. Von Sternberg sá sýn- ingu í Komoedie ieikhúsinu í Berlín þar sem Marlene bæði söng og dansaði. Eftir sýning- una kom hann að máli við hana og bauð henni hlutverk í kvikmynd sem hann var að vinna að og sem seinna hlaut titilinn „The Blue AngeÞ' eða „Blái engillinn". Þessi mynd vakti feikna athygli og varð upphafið af eins konar goð- sögn tengdri Marlene Dietrich. í framhaldi af þessari mynd var Marlene boðið að leika í kvikmyndum Paramount kvik- myndafyrirtækisins í Holly- wood og sigurganga hennar var hafin. Söng í Reykjavík Hér að framan hefur verið drepið á nokkur atriði sem mörkuðu feril Marlene Di-trich sem leikkonu og það er óþarfi að rekja þá sögu öllu lengra þar sem hún hlaut slíka frægð fyrir leik sinn og söng að fáar konur standa henni jafnfætis á þessari öld. Þegar heimsó- friðurinn seinni skall á hafði hún og fjölskylda hennar yfir- gefið Þýskaland og sest að í Bandaríkjunum. Að vísu gerðu Nasistar ítrekaðar til- raunir til að fá hana til að flytjast aftur til Þýskalands og buðu óhemju fjárfúlgur til að hún kæmi og tæki þátt í upp- byggingu listalífs í þriðja rík- inu. Það mun einkum háfa verið dr. Josef Goebbels sem lagði fast að henni til að snúa til baka en hafði ekki árangur sem erfiði. Þess í stað gerði hún samning við stofnun á vegum bandaríkjahers sem sá um ýmiss konar skemmtiefni fyrir stríðandi hermenn. Á vegum USO, en svo nefndist stofnun þessi, ferðaðist Diet- rich víða um lönd og skemmti hermönnum. Á þessum sam- komum varð hún í ófá skipti að syngja hið fræga lag sitt: „Lili Marlene" sem varð eitt af vinsælustu dægurlögum þess tíma. Á einni þessara ferða sinna kom Dietrich til íslands en það var haustið 1944. Tróð hún þá upp í Trípolíbíó sem stóð við hornið á Suðurgötu og Hjarðarhaga í Reykjavík og var eitt af helstu samkomuhús- um hersins. Hún mun einnig hafa sungið í samkomuhúsi Bandaríkjahers í Hálogalandi við Suðurlandsbraut. Við náð- un) tali af nokkrum þeirra íslendinga sem hittu Marlene Dietrich þessa septemberdaga árið 1944 þegar hún stoppaði hér. Feimin og hlédræg „Já það er rétt, ég hitti Dietrich þegar hún kom hing- að þó svo að það hafi ekki verið löng stund. Hún kom mér fyrir sjónir sem einstak- lega hlédræg kona og nánast að vera feimin." Það er frú Sveinbjörg Helgadóttir prestsfrú í Hafnarfirði sem svo segir frá en þær hittust að Bessastöðum í boði þáverandi forseta, Sveins Björnssonar. „Við hjónin vorum oftast boð- in í kaffi eftir mcssu hjá forsetahjónunum og þennan dag sagði forsetinn þegar við vorum að kveðja, eitthvað á þá leið, að við ættum að hinkra ofurlítið lengur við því að það væri gestur á leiðinni sem við hefðum örugglega gaman af að hitta. Þetta var þá engin önnur en Marienc Dietrich og hún kom við þriðja mann skömmu seinna. Við sátum þarna og það var rabbað um heima og geima. Mér er það sérstaklega minnisstætt hversu hlédræg hún var og maður trúði þvi varla að þarna væri komin þessi glæsilega kona sem haföi sigrað heiminn með kvik- myndaleik sínum. Hún var ákaflega hversdagslega klædd í eins konar sportdrakt og að mig minnir á flatbotna skóm sem gerðu hana lægri en maöur hafði ímyndað sér eftir að hafa séð hana í kvikmyndum. Húu var alveg ómáluð og hafði skýluklút á höfði og eins og ég sagði áðan þá virtist hún vera ákaflcga hlédræg og allt að því feimin. Aðstoðarkona hennar, sem ég man nú reyndar ekki hvað hét, var miklu opnari og þar að auki mjög aðlaðandi kona. Dietrich féll eiginlega í skuggan af henni og virtist kunna því vel þessa stund sem viö áttum saman". Heimsins frægasta amma Hersteinn Pálsson ritstjóri hitti Marlene Dietrich þegar hún kom í þetta eina sinn til íslands og við báðum hann að segja okkur frá þeim fundi. „Okkur var boðið nokkrum blaðamönnum til aö hitta hana og ræða við hana. Hingað komu á stríðsárunum ýntsar hljómsveitir og skemmtikraft- ar en ég held að hún hafi vcrið stærsta stjarnan sem kom á þessum árum. Nú það var náttúrlega uppi fótur og fit hjá hermönnunum og mikill troðn- ingur að fá hjá henni eigin- handaráritun. Þessi blaða- mannafundur var nú eins og svomargiraðrir. Þaóvarboðiö þarna upp á drykk, ef ég man rétt eftir, og viö spjölluðum við leikkonuna unt ferðir henn- ar og feril. Hún kom ákaflega vel fyrir og þarna fékk maður að heyra þessa yndisfögru rödd sem svo mikið var talað um. Ég man eftir að ég móðgaði hana alveg ógurlega þcgar ég spuröi hana hvernig henni fyndist að vera orðin heimsins frægasta amma.“ vKann vel við mig á lslandi“ í íslensku dagblöðunum frá þessum tíma má lesa að leikkonunni fannst landið minna sig á Sviss og lét þess getið að hún vildi láta skipta um nafn á eyjunni. „Ég er að koma frá Grænlandi og mér finnst að Grænland ætti að hcita ísland og ísland bæri nafnið Grænland með rentu. Ég kann strax vcl við mig hér og ég á áreiðanlega eftir að koma hingað aftur. Ég bjóst satt að segja við því að hér væri ís yfir öllu og þið gctiö því ímyndað ykkur hve hrifin ég varð þegar ég sá hér ný- tískuborg, alla uppljómaða." Að vísu hefur ckki enn orðið að því að Marlene Dietrich kæmi hingað aftur. Bröggun- unt hefurfækkaðoghlátrasköll hcrmanna heyrast ekki lengur úr Tríbólíbíó við Suðurgötu, en „Miss Dietrich" lifir. ■ Frú Sveinbjörg Helgadótt- ir: „Sveinn forseti bað okkur um að hinkra við því hann ætti von á gesti sem við hefðum bhhl hh örugglega gaman al að hitta.“ MÆM ■ Hersteinn Pálsson rit- stjóri: „Maður fékk þarna tækifæri til að heyra þessa yndisfögru rödd sem svo mikið var talað um.“

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.