NT - 01.07.1984, Qupperneq 19
Page 18 SOUNDS April 14 1984
19
Sunnudagur 1. júlí 1984
nöfnunum í elektrófönkinu
■ Þótt lítið sé um að vera í
poppinu i Bretlandi er þeim
mun meira að gerast i elek-
trófönkinu í New York. Þessi
tónlist hefur farið eins og
eldur í sinu um allar jarðir
og virðist ætla að verða æði
sumarsins hér á íslandi.
Þetta er í fyrsta sinn í mörg
herrans ár sem virkileg tónlist-
arbylting verður í Bandaríkjun-
um, og margir hafa lagt hönd
á plóginn. Flestir eru þeir
svartir, eins og Afrika Bamb-
aataa, Grandmaster Flash
o.fl., en ýmsir hvítir menn hafa
einnig komið við sögu. Nefna
má Tom Silverman, sem
stjórnar útgáfunni Tommy
Boy, en þaðan hafa mörg elek-
trófönklög komið, og Arthur
Baker.
Arthur Baker varð frægur og
eftirsóttur upptökustjóri eftirað
hann stjórnaði upptökum á
lögunum Planet Rockog Look-
ing For The Perfect Beat með
Afrika Bambaataa, og Walking
On Sunshine með Rockers
Revenge. Nýlega hefur hánn
lokið vinnu við tvöfalt albúm
sem inniheldur lög úr kvik-
myndinni Beat Street, og er
um hip-hop eða break-dans
hreyfinguna. Bakerfrá Boston,
hlustaði í æsku á enska popp-
tónlist og það var ekki fyrr en
hann fór að vinna í plötubúð í
negrahverfi borgarinnar sem
hann kynntist tónlist blökku-
manna. Hann kynnti sértónlist
frá Fíladelfíu og The Temptat-
ions. Vinir hans urðu hippar en
hann sökkti sér meir og meir
niður í þessa tónlist. Síðan
hætti hann í háskóla og fór að
vinna í stúdíóum. Þegar kona
hans lauk lagaprófi fékk hún
vellaunað starf í New York, og
hjónin fluttu þangað. Þá var
rap-tónlistin að brjótast í gegn
í New York. Plötur eins og
Good Times með Chic og To
Be Real með Cheryl Lynn
höfðu náð til fólks, en Ijóst var
að ómettaður markaður var
fyrir hendi á þessu tónlistar-
sviði.
Arthur Baker gerði síðan
þrjár plötur á tveimur mánuð-
um, Jazzy Sensation, Planet
Rock og Walking On Suns-
hine. Þetta var seint á árinu
1981. Platan Planet Rock var
markaðsteinninn, hún seldist í
700.000 eintökum í staðinn
fyrir 50.000-100.000 eins oo
búist hafði verið við. Frá því
hefur Baker unnið með fólki
eins og Freeze, hann stjórnaði
upptökum á I.O.U., sem var
vinsælt í fyrra aö mig minnir,
og laginu Candy Girl, sem
einnig var mjög vinsælt. Einnig
hefur hann starfað með New
Order. Árangur af þeirri sam-
vinnu varð Blue Monday, Con-
fusion og Thieves Like Us.
New Order hafði frumkvæðiö
að þeirri samvinnu, og Barker
hafði ekkert heyrt í hljómsveit-
inni áður þótt hann þekkti Joy
Division. Hann segir að sér
hafi ekki líkað við Blue Mond-
ay, þótti það eins og gamal-
dags diskó. Reyndar neitar
hann því að hafa nokkuð haft
með það lag að gera.
Ég hitti þau fyrst á hóteli. Ég
hafði lesið að þau væru snill-
ingar á tónlistarsviðinu, en þau
eru ekki betri en ég og ég er
enginn tónlistarmaður. Eg fikta
bara við trommuheila og seq-
uensera og það er nákvæm-
lega það sama og þau eru að
gera...“
Arthur Baker hefur nýlega
verið að hljóðblanda lög með
Cindy Lauper. Hann hefur ver-
ið ásakaður um að taka hvað
sem býðst, en hann segist
ekki geta fundið upp nýja tón-
listastefnu í hverri viku. Fjöldi
manna sem sinnir tónlist nú
er undir áhrifum frá Baker, og
Ijóst er að hann er einn mesti
áhrifavaldurinn í rythmískri
tónlist það sem af er 9. ára-
tugnum.
Litið á
■ Hvað hefur verið að gerast
í poppmússíkinni í vor? Ekki
mikio. Fá ný nöfn hafa sést á
listunum og mest eru það áður
velþekktir listamenn sem ráða
ríkjum.
Menn hafa þó verið að reyna
aö sjóða saman nýja hreyfingu
úr listamönnum eins og Sade,
Carmel, Everything But The
Girl o.fl., eins konar jasspopp-
hreyfingu, og sagt er að hún
muni verða öflug á næstunni.
Þaö getur svo sem vel verið.
En það eru aðrar hreyfingar á
ferð. Kántrý-tónlist hefur verið
á uppleið i Bretlandi að undan-
förnu, að vísu ekki hrein og
bein kántrýtónlist, heldur
blöndu rokkabillý. Nöfn eins
og King Kurt, Orson Family,
og gömlu góðu Cramps setja
mestan svip á þessa hreyfingu,
einhversstaöar i grenndinni
eru The Smiths með sitt leiðin-
lega svefnrokk. Þeir hafa
reyndar gefið út nýja litla plötu
sem nefnist Heaven Knows
l’m Miserable Now, og er hún
sem stendur á topp 10 í
Bretlandi:
Önnur stefna, sem aðallega
er fatastíll, er svokallaður Ca-
sual-stíl, og átti uppruna sinn
hjá fótboltaaðdáendum og
byggist á því að klæðast ósköp
venjuiegum gallabuxum, tau-
jökkum og T-bolum, en þeir
verða að vera tandurhreinir og
bera réttu framleiðendamerk-
in. Þessi stefna hefur getið af
sér eina hljómsveit, sem nefn-
ist Accept.
En lítum á vinsældarlistana.
Wham. er efst með lag sitt
Wake Me Up Before You Go
Go, og hafa örugglega allir
íslendingar heyrt það núna.
Spandau Ballet og Ultravox,
tvær gamlar nýrómantískar
hljómsveitir koma þar á eftir,
síðan Howard Jones, og svo
tvö nöfn sem ég veit lítil deili á,
Evelyn Tomas og Bronski
Beat. Síðan kemur ein fersk-
asta hljómsveit ársins, Frankie
Goes To Hollywood. Meöal
minna þekktra nafna neðar á
listanum ma sjá Elton John,
Style Council, David Sylvian
úr Japan og Siouxie & The
Banshees. Þetta voru litlu
plöturnar.
Á hinum listanum, LP-listan-
um, má sjá Howard Jones,
Siouxsie & The Banhees, sem
fer beint í 7. sæti með nýju
plötuna Hyaena, Human
League, Brue Springsteen og
Ultravox, og eru þá bitastæð-
ustu nöfnin upptalin. Einnig
eru þarna The Smiths, Echo &
The Bunnymen og Blanc-
mange. Þessi upptalning ætti
að gefa nokkra hugmynd um
hvað efst er á baugi í Breta-
veldi. Það er fátt nýtt og fátt
gott.
Við komum aftur með svip-
aða athugun á listunum að
nokkrum vikum liðnum.
Óháði i
vínsældalistinn
■ Þessa viku verða nokkrar breytingar á toppnum.
New Order kemst aftur i fyrsta sæti 12“ listans með
Thieves Like Us, og á einnig lagið i öðru sæti. A
LP-listanum sitja Ikarus enn á toppnum, en Tolli
Morthens fer niður um 5 sæti, niður það 7. með plötu
sina. Pönkararnir i G.H.B. og Exploited halda sinu og j
vel það. og tvær góðar plötur, með Raincoats og
Cocteau Twins na inn a listann. Frankie Goes To
Hollywood, sem i siðustu viku var í 5. sæti 12" listans
dettur algjorlega ut af einhverjum astæðum. en aðrar i
plotur sem komu inn þa. eru ennþa inni.
LP-iistinn
1.(1) Ras 5-20 Ikarus
2 (-) Breakin . . Ur kvikmynd
3. (5) Let s Start a War Exploited
4 (4) City Baby s Revenge ... . . ... . G.H.B
5 (-) Head Over Heels Cocteau Twms
6. (-) Moving Raincoats
7 i2) The Boys Fram Chicago . Porlakur Kristinsson
8 (6) The Top The Cure
9 (-) Dead Can Dance Dead Can Dance
10. (-) The Smiths The Smiths
12” 45 snún. listinn
1. (2) Thieves Like Us Ne;v Order
2. (3) Blue Monday . New Order
3. (1) No Sell Out Malcolm X
4. (-) The Reflex Duran Duran
5 (-) O Brother The Fall
6. (4) Dazzle Siouxsie & The Banshees
7 (-) Praying To The Beat Re-Flex
8. (6) Dance Remix Yello
9. (7) Firring Firring
10. (-) Prisoner of Love Spear of Destiny
hrærinqar
í poppinu
Morrisseyúr TheSmiths