NT - 01.07.1984, Síða 21
i
■ Buxnadragt me6 vesti úr bómullar- og hörblöndu, hæfilega
krumpuð. Þessi föt eru hönnuð af einu stærsta nafni tískuheims-
ins - Claude Montana. Sniðið á öllum flíkunum er þó fremur
hefðbundið og ætti því að vera auðvelt fyrir lagnar stúlkur að
stæla meistarann.
■ Einfaldur, stuttur, tvíhnepptur jakki og buxur felldar undir
streng að ofan en með miölungi víðar skálmar. Gæti sómt sér
vel á Broadway ekki síður en við blátt Miðjarðarhafið.
■ Jakki með kraga sem um leið er hálsklútur sem hægt er að
slá um sig á ýmsa vegu, og stórar víðar buxur. Efnið er bómullar
jersey.
■ Frjálslegt og fallegt og því miður dýrt - blússa og jakkaföt úr
silki.
■ Vinnugallastíllinn í stælútfærslu i hvítum jakkafötum, saum-
uðum úr þykku bómullarefni.
■ Mittisjakki í hermannastílnum og þægilegar buxur úr bóm-
ullarefni.
Hvítt er þetta sumarið yfirgnæfandi litur í háborg tfskunnar - París - hvort sem horft er á fólkið á
götunni eða hina óteljandi glugga tískuverslananna. Þar má þó raunar einnig sjá nær alla aðra liti, ýmist
pastel eða eldskæra. T.d. vekja athygli mjög sterkir bláir litir og einnig er mikið um navyblátt ásamt
daufbleiku, Ijósgrænu og kakigrænt sem gjarnan erþá sýnt með snjóhvítu.
Hvítar dragtir - fínar og sléttar, eða grófar og krumpaðar er meðal þess fatnaðar sem hvað mest
ber á í búðargluggum Parísar þessa dagana. Flestar eru þær úr bómull og hör,ýmist öðru þessara efna
eða blöndu úr þeim báðum. Fínust og dýrust eru þó að sjálfsögðu silkifötin, sem flestir munu þó líklega
verða að láta sér nægja að horfa a og dást að í gluggunum, en kaupa svo eitthvað ódýrara.
Efni og snið eru svo fjölbreytt að flestir hljóta að finna eitthvað við sitt hæfi. Verðið er einnig breytilegt.
Með augum íslensks launþega virðist fataverð í París þó aðallega vera frá fremur dýru, en samt
viðráðanlegu og upp í ævintýralegar upphæðir'fyrir jafnvel einföldustu og minnstu flíkur og það sem
þeim tilheyrir, svo sem skartgripi, klúta og belti.
Hér á síðunni munum við að þessu sinni gefa ykkur nokkur sýnishorn af þeim þúsundum hvítu
buxnadragta sem Parisarkonum eru boðnar til kaups um þessar mundir. Ekki er að efa að laghentar
islenskar saumakonur geta notað sér eitthvað af þeim við eigin tiskufataframleiðslu, sem fer nú
stórvaxandi, að því er fréttir herma.
Sunnudagur 1. júlí 1984 21