NT - 13.07.1984, Síða 9
■ Sú var tíðin að
allir bflaframleiðend-
ur heims litu til Ame-
ríku eftir fyrirmynd-
um, tækninýjungum
og hugmyndum um
framtíðina. Bflar
Ameríkananna voru
eins og þeir sjálfir
stærstir, sterkastir og
umfram allt flottastir.
Jafnvel gömul eðal-
fabrikka eins og
Mercedes-Benz tók
■ Ford Tempo er nvjasti Ameríski Fordinn og er alveg ótrúlega líkur hinum evrópska Ford Sierra
en er framdrifinn og á sennilega ekki einn einasta hlut sameiginlegan með Sierrunni. Tempo er eini
ameríski fjölskylduhfllinn sem lítur ekki alveg eins út og allir hinir, en hefur samt selst gífurlega vel.
KANARNIR RETTA
UR KUTNUM
nýjustu módelin frá
General Motors sér
til fyrirmyndar og
Bensarnir fengu
stærðar vængi á
afturbrettin. En 1970
var árið sem skipti
sköpum og markaði
upphaf hnignunar.
Þá gengu í gildi lög
um mengunarvarnir í
Bandaríkjunum sem
hertust ár frá ári eftir
fyrirfram ákveðinni
áætlun. Þar við bætt-
ist „olíukreppan“ til-
búna, sem fer senni-
lega í sögubækur sem
ein víðtækasta múg-
sefjun heimssögunnar
og Ameríkanar trúðu
svo skilyrðislaust á að
stjórnin setti strangar
reglur um hve miklu
bflar hvers fyrirtækis
máttu eyða.
Útkoman varð sú að stóru
sleðarnir sem Ameríkanar
voru orðnir vanir fengu jafn
slappar vélar og fjöðrunin var
fyrir til þess að reyna að
minnka mengun og eyðslu.
Bílaiðnaðurinn hreinlega
drukknaði í reglum EPA (En-
vironmental Protection Ag-
ency, Umhverfisverndarstofn-
unin) og öll orka tæknimann-
anna fór í að finna einhver ráð
til að fara eftir öllum reglun-
um. Nýjungarurðuekkilengur
til í hinu frjálsa landi hinna
ótæmandi tækifæra heldur
staðnaði bandaríski bílaiðnað-
urinn á sama tíma og fyrstu
litlu ljótu blikkdósirnar bárust
yfir kyrrahafið frá landi hinnar
(ört) rísandi sólar. Áður en
Kanar gátu sagt „kentucky fri-
ed chicken" voru Japanirnir
búnir að hertaka bandaríska
bílamarkaðinn með því að
bjóða kaupendum það sem
þeir vildu, ódýra, gangvissa og
sparneytna bíla.
Pá var kerfið hjá „Big
three“, GM Ford og Chrysler
auk AMC orðið svo steingert
að þeir voru ófærir um að
koma með nýja bíla til þess að
keppa við þá innfluttu eða
gera nokkuð raunhæft sér til
bjargar. Leiðin lá niður á við,
tapið jókst ár frá ári þar sem
áður hafði verið stórgróði þrátt
fyrir gífurlega sóun á öllum
stigum framleiðslu. Fyrir 2-3
■ Cimarron frá Cadillac, lítill
framdrifinn og átti að auka
markaðshlutdeild og lækka
meðaleyðslu Cadillac flotans.
Þessi bíll er sá sami og er
kallaður Chevrolet Cavalier og
Opel Ascona en með linari
fjöðrun og meiri lúxus.
■ Ford Mustang SVO. SVO stendur fyrir Special Vehicle Operations, deild hjá Ford sem hefur
séð um að hanna sérstakar betrumbættar útgáfur af evrópskum Fordum, en var nú látin taka fyrir
ameríska gerfisportbflinn Mustang. Mustang SVO er útbúinn 2,3 lítra fjögurra strokka vél með
forþjöppu og millikæli sem skilar 175 hestöflum við aðeins 4500 sn/mín. gífurlega há tala miðað við
nútíma Ameríkana.
árum blasti opið gjaldþrot við
öllum bílaframleiðendum
Bandaríkjanna, þeim var hald-
ið uppi á milljarðagjöfum frá
ríkinu.
Núna í ár brá hinsvegar svo
við að einmitt meðan viðræður
stóðu yfir við verkalýðssamtök
um að halda áfram skertu
kaupi og um áframhaldandi
fækkun starfsfólks; og við
ríkisstjórnina um kröfur um
hraðari aðgerðir gegn bílainn-
flutningi frá Japan, að sala
allra amerísku framleiðend-
anna tvöfaldaðist og gróðinn
fór hreinlega úr böndunum.
Topparnir fengu stjarnfræði-
legar upphæðir í laun og auka-
bónus, allt að milljón dollurum
til eins manns!
Þetta hélst í hendur við
snögglega endurvakinn áhuga
fólks á kraftmiklum bílum eins
og 1964-1971 þegar út úrverk-
smiðjunum í Detroit komu
stærstu fólksbílavélar seinni
tíma, V8 vélar allt að 8,2
lítrum að rúmtaki og slakað
hefur verið á kreppuáróðrin-
um. Núna er það hinsvegar
tæknin sem Kanar eru loksins
að læra að nýta eins og allir
aðrir í heiminum hafa gert
lengi, gömlu einkunnarorðin
„Bigger is better“ eru örlítið
byrjuð að gefa sig - þótt hægt
gangi.
I auglýsingum að minnsta
kosti, í raunveruleikanum í æ
ríkari mæli er slagorðið „Hi-
Tech“, eða háþróuð tækni og
hamrað er á atriðum eins og
tölvumælaborðum, turbo og
rafeindatækni ýmiskonar.
Framfarir eru loksins að verða
í framleiðslutækni og skipu-
lagi. Þetta er örugglega vakn-
ingin sem margir toppmann-
anna í bílabransanum sérstak-
lega í Japan en líka í Evrópu
voru búnir að spá, fyrir
nokkru, þótt henni hafi seink-
að og litlar horfur á að hún hafi
áhrif á annað en afkomu bíla-
iðnaðarins í Bandaríkjunum,
fréttir sem berast af '86, '87,
'88 módelunum og jafnvel
lengra fram í tímann lofa engu
sérstöku um útflutningsmögu-
leika - þeir eru flestir steyptir
í sama mót eins og venjulega -
ekki nema dollarinn falli svo í
verði að hægt sé að selja þessa
nýju framdrifnu fleka á helm-
ingi lægra verði en nú.
Ameríkanarnir virðast hafa
sætt sig við þá reynslu að þeir
geti ekki hannað litla bíla, og
kaupa þá þessvegna frá Japan
samkvæmt viðkvæðinu „If you
can’t beat them, join them.“
GM kaupir minnsta bílinn frá
Suzuki (SA 310, kallaður
Chevroíet Sprint), næst-
minnsta frá Toyota,
annan frá Isuzu og jafnvel er
talað um fleiri Japani. Ford
styður sig við Evrópudeildina
æ meir og líka Mazda, Chrysler
sængar hjá hverjum sem vera
vill, er í samningaviðræðum út
um allan heim núna og AMC
er að mestu komið í eigu
Renault, fólksbílarnir verða í
framtíðinni allir frá Renault
þegar löngu úreltur Concord-
inn líður undir lok.
Kauphallarspekúlantar sem
og ýmsir aðrir eru bjartsýnir á
að þessi skyndilega viðreisn sé
engin tilviljun heldur haldi
áfram og framtíðin verði björt
með blóm í haga. Að minnsta
kosti þýðir þetta að stjórnend-
ur gætu í bjartsýniskasti leyft
hönnun og þróun á einhverju
nýju og mikilvægu, sumir
þeirra eru meira að segja farnir
að styðja kappakstur, sem hef-
ur verið tabú í meira en áratug.
Já, það minnir furðu margt á
blómatímann fyrir 1970.
AA
Fðstudagur 13. júlí 1984 9
TIL SÖLU INTERNATIONAL árg. 1970 4x4 drif, díesel vél4cyl. Ford
Trader. Þungaskattsmælir, vökvastýri, eyösla 13 Itr. pr. 100 km. Verð
200.000. Uppl. í si'ma 42015 Kópavogi.
Notaðir
hílar
Volvo 244 GL árg. 1983 sjálfskiptur með vökvastýri,
ekinn 27000 Verð kr. 480.000
Volvo 244 GL árg. 1982 sjálfskiptur með vökvastýri,
ekinn 18000 Verð kr. 435.000. Fallegur bíll með
plussáklæði.
Volvo 244 DL árg. 1982 sjálfskiptur, ekinn 24000.
Verð kr. 410.000. Skipti möguleg á eldri Volvo.
Volvo 244 DL árg. 1982 beinskiptur með vökvastýri,
ekinn 60000. Verð 360.000
Volvo 244 GL árg. 1981 sjálfskiptur með vökvastýri
ekinn 44000. Verð kr. 380.000. Skipti á eldri Volvo.
Volvo 244 GL árg. 1981 sjálfskiptur meö vökvastýri og
plussáklæði ekinn 98000. Verð kr. 360.000. Skipti á
eldri Volvo.
Volvo 244 DL árg. 1981 beinskiptur með vökvastýri,
ekinn 56000. Verð kr. 340.000.
Volvo 244 GL árg. 1980 beinskiptur með vökvastýri
ekinn 67000. Verð kr. 320.000.
Volvo 244 GL árg. 1980 beinskiptur með vökvastýri,
ekinn 78000. Verð kr. 310.000.
Volvo 244 GL árg. 1979 beinskiptur með vökvastýri
ekinn 91000. Verð kr. 270.000.
Volvo 244 GL árg. 1979 beinskiptur, ekinn 54000.
Verð kr. 260.000.
Volvo 244 DL árg. 1979 beinskiptur með vökvastýri
ekinn 55000. Verð kr. 260.000.
Volvo 244 DL árg. 1978 sjálfskiptur ekinn 82000. Verð
kr. 230.000.
Volvo 244 DL árg. 1978 beinskiptur ekinn 113000.
Verð kr. 215.000.
Volvo 244 DL árg. 1977 sjálfskiptur ekinn 115000.
Verð kr. 180.000.
Volvo 245 GL árg. 1982 beinskiptur með yfirgír og
vökvastýri, ekinn 29000. Verð kr. 460.000.
Volvo 245 GL árg. 1981 beinskiptur með yfirgír og
vökvastýri, ekinn 30000. Verð kr. 400.000.
Volvo 245 GL árg. 1979 sjálfskiptur með vökvastýri,
ekinn 52000 verð kr. 300.000. Skipti á ódýrari.
Volvo 345 GLS árg. 1982 beinskiptur, ekinn 24000.
Verð kr. 340.000.
Volvo 343 DL árg. 1982 beinskiptur, ekinn 35000.
Verð kr. 280.000.
\5S33U
SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200
Vo/vo