NT - 13.07.1984, Page 27

NT - 13.07.1984, Page 27
Föstudagur 13. júlí 1984 27 ■ Atli Hilmarsson var bestur í íslenska liðinu í gær. Á þessari mynd lætur hann eitt þrumuskotið ríða af á þýska markið. Atli skoraði 4 mörk í leiknum i gær, öll í síðari hálfleik. NT m;',,a: An ■ Guðmundur Guðmundsson í kröppum dans í landsleiknum í gær. Guðmundur átti góðan leik Og skoraði 2 mörk. NT-mynd: Ari. Þegar vornin bregst vinnst ekki sigur ■ íslendingar biðu lægri klut fyrir V-Þjóðverjum í síðaii landsleik þjóðanna að þessr sinni. Leiknum lauk með fjög- urra marka ósigri, 21-17. Það var fyrst og fremst „heims- klassa“ markvörslu Roch í þýska markinu að þakka að sigurinn lenti þeirra megin. Hann varði 10 skot í fyrri hálfleik, flest úr dauðafærum íslenska liðsins. Það skipti einnig sköpum fyrir íslenska liðið að vörnin var mjög slök, Þjóðverjarnir áttu alltaf greiða leið framhjá íslensku vörninni. Þar munaði mikið um að Kristj- án Arason gat ekki leikið með í leiknum í gær, vegna meiðsla sem hann hlaut í fyrradag. íslendingar skoruðu fyrsta markið í ieiknum, það var Alfreð Gíslason sem þar var að verki. Þjóðverjar svöruðu fyrir sig og staðan var í jafnvægi fram að 3-3. Þá tóku Þjóðverjarnir nokkurn kipp og skoruðu fjögur mörk í röð, og breyttu stöðunni í 6-3. íslendingum tókst ekki að rétta úr kútnum og Þjóðverj- arnir gengu á lagið og juku muninn. I hálfleik var staðan 11-6 fyrir V-Þýskaland. Ekki er hægt að kvarta yfir því að íslenskajiðið hafi ekki fengið tækifæri til að skora fleiri mörk, öðru nær. Hvað eftir annað varði Roch markvörður Þjóð- verjá skot fslendinga úr dauða- færum. Meðal annars úr hraða- upphlaupum þegar hann var einn til varnar gegn leik- mönnum íslands. íslenska liðið var illa á verði í vörninni og Þjóðverjarnir komust oft í gegn um vörn ísienska liðsins án mikillar fyrirhafnar. Þessum fyrri hálfleik vilja íslensku landsliðsmennirnir og þjálfarinn víst gleyma sefn fyrst. Bogdan hefur líklega haldið reiðilestur yfir sínum mönnum í hálfleik, því strák- arnir komu mun ákveðnari til síðari hálfleiksins. Okkar menn náðu betri tökum á leiknum þegar leið á síðari hálfleikinn og baráttan jókst að sama skapi. Atli Hilm- arsson komst í banastuð, en hann hafði hvílt fyrri hálfleik- verja og staðan breyttist í 20-16. Eftir það áttu okkar menn ekki möguleika á því að jafna, til þess var tíminn of skammur. Hvoru liði tókst að skora eitt mark áður en leiktím- inn rann út og lokatölur leiksins því, 21-17, fyrir V-Þýskalandi. Bestu menn íslands í leiknum voru þeir Atli Hilm- arsson og Sigurður Sveinsson. Þorbjörn, fyrirliði, Jensson var traustur í vörninni að vanda, en vantaði illa Kristján Arason við hlið sér. Þeir Bjarni Guð- mundsson og Guðmundur Guðmundsson voru traustir og svo Þorgils Óttar Mattíesen þann tíma sem hann lék. Þor- bergur var ákveðinn sem stjórnandi sóknarleiksins, en skot hans voru fremur léleg. Hann var þó óheppinn í fyrri hálfleiknum að skora ekki þrí- vegis úr hraðaupphlaupum, meðan Roch var í hvað mestu stuðinu í v-þýska markinu. Markverðirnir áttu ekki góðan dag, þó var Kristján Sigmunds- son öllu betri en Einar Þorvarð- arson. Kristján varði 5 skot í síðari hálfleiknum, þará meðal víti frá Wunderlich. Roch varði víti frá Alfreð Gíslasyni í fyrri hálfleik og Sigurður Sveinsson skaut í stöng undir lok leiksins. Mörk Islands: Sigurður 7/6, Atli 4, Guömundur 2, Bjarni 2, Alfreö 1 og Þorgils Óllar 1. Mörk V-Þjóðverja: Wunderlich 5/1, Schwalb 4, Neitzel 3, Springel 2, Frautz 2/1, Paul 2, Rauin 1, Roth 1 og Meflle 1. inn. Hvað eftir annað reif Atli sig upp og lét þrumuskot sín bylja á þýska markinu. Árang- urinn, fjögur glæsileg mörk og munur liðanna minnkaði. Sigurður Sveinsson var einn- ig mikilvægur, hann skoraði úr fjórum vítaköstum í fyrri hluta síðari hálfléiksins og var örygg- ið uppmálað. Þegar 10 mínútur voru til loka leiksins hafði íslenska lið- inu tekist að minnka muninn niður í eitt mark, 16-15. Þá tók við örlagaríkur kafli í leiknum. Stjórnandi sóknarleiks íslenska liðsins, Þorbergur Aðalsteins- son, var rekinn af leikvelli í tvær mínútur. Við það var eins og drægi nokkuð af íslenska liðinu. Næstu þrjú mörk voru Þjóð- Páll fer ekki á OL ■ Eftir landsleik íslands og Sigurður Sveinsson, Bjarni V-Þýskalands í gærdag til- Guðmundsson, , Þorgils Óttar kynnti Bogdan landsliðsþjálf- Mattíesen, Jakob Sigruðsson, ari, hvaða leikmenn verða í liði Steinar Birgisson og Kristján íslands sem leika mun á Olym- Arason. píuleikunum í Los Angeles. Það er Ijóst að þeir Páll Liðið verður þannig skipað: Ólafsson, Kristján Sigmunds- Markverðir: Einar Þorvarðar- son og Geir Sveinsson fara ekki son, Brynjar Kvaran og Jens til Los Angeles. Kristján Sig- Einarsson. mundsson mun verða til taks ef Aðrir leikmenn: Þorbergur einhver hinna markvarðanna Aðalsteinsson. Atli Hilmars- verðurfyrirmeiðslum. Kristján son, AlfreðGíslason.Þorbjörn Arason sem nú er meiddur Jensson, SigurðurGunnarsson, mun verða orðin góður eftir Guðmundur Guðmundsson, nokkra daga. Bogdan Kowalczyk landsliðsþjálfari íslands: Vörnin höfuð- verkur ■ „Þessi leikur var eins og ég bjóst við. í gær barðist íslenska liðið mjög vel, en í dag gekk dæmið ekki upp. í fyrri hálfleik glötuðum við 6 100% tækifærum, þegar þýski markvörðurinn varði. I slíkri aðstöðu get- ur ekkert lið í heiminum unnið leik.“ „Höfuðverkur liðsins var varnarleikurinn og fjarvera Kristjáns Ara- sonar var þung á metun- um í kvöld.“ „Eg prófaði nýja leik- menn í kvöld og mér fínnst Guðmundur Guðmundsson hafa skil- að hlutverki sínu mjög vel. „Eg gerði þeim það Ijóst í hálfleik að ekkert fæst gefíns í handbolta og þeir sóru að bæta sig í síðari hálfleiknum. Það gerðu þeir og árangurinn lét ekki á sér standa. Þegar við minnkuðum muninn í eitt mark 16-15, hefði getað skipt sköpum að jafna. Þá hefðum við jafnvel getað unnið leik- inn,“ sagði Bogdan landsliðsþjálfari. Simon Schobel landsliðsþjálfari V-Þjóðverja: Lékum vel í 45 mínútur Við komum hingað til þess að leika gegn sterku landsliði, sem ís- lenska liðið er, og einnig til að leika gegn hinum kröftugu íslensku áhorf- endum,“ sagði Simon Schobel landsliðsþjálfari V-Þýskalands eftir leik- inn í gær. „Við fengum það sem við vildum. í kvöld léku mínir menn eins og ég vil að þeir leiki, fyrstu 45 mínútur leiksins. Þegar staðan var orðin 16-15, tókst liðinu sem er mjög ungt, að vinna sig út úr þeirri stöðu og vinna leik- inn. Það er ég ánægður með.“ „Ekld má gleyrna frainnú- stöðu Sigmund Koch í markinu í fyrri hálfleik, en markvarsla hans var í heimsklassa. Hann var valinn sem þriðji mark- vörður í liðið og það segir sýna sögu um styrkleika þýskra markvaröa.” „Ég tel að íslenska liðið hafí leikið jafn vel og í gær, en vörnin hjá okkur var mun grimmari. Við komum betur út á móti skyttunum en í leiknum í gær.“ „Ég er mjög hrilinn af Atla Hilmarssyni, hann á eftir að verða meiriháttar leikmaður í V-Þýska- landi, með tímanum,” sagði Simon Schobel.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.