NT - 03.08.1984, Blaðsíða 7

NT - 03.08.1984, Blaðsíða 7
H h ' ■ Að ofan: Vigdís Finnboga- dóttir tekur þátt í sálmasöng í Dómkirkjunni. Á fremsta bekk sitja handhafar forseta- valds, Haildór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, í for- fölluin Steingríms Hermanns- sonar, forsætisráðherra, Þór Vilhjálmsson, forseti hæsta- réttar, og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti Samein- aðs þings. Á næsta bekk sitja dómarar í hæstarétti, og síðan ráðherrar. Til hægri: Forseti íslands flytur ávarp sitt í Alþingishús- inu. í sætaröðinni næst forset- anum eru Ólafur Skúlason, vígslubiskup, Halldóra Ing- ólfsdóttir, ekkja Dr. Kristjáns Eldjárn forseta, ráðherrar, Salóme Þorkelsdóttir, for- seti efri deildar, Davíð Oddsson, borgarstjóri, og dómarar í hæstarétti. Til vinstri: Forsetinn minnist ættjarðarinnar af svölum Al- þingishússins. Lengst til vinstri: Vigdís Finnbogadóttir undirritar eið- staf sinn. Björn Helgason, hæstaréttarritari, fylgist með. Enda þótt landið sé gjöfult og gott er það svo afar auðsært, að ganga verður varlega um það í hverju fótmáli. Því léttar sem stigið er til jarðar, því fegnara og þakklátara er þetta land, sem í senn er eign vor og eigandi, og á engan betri að en vin sinn, þjóð sína til að græða sárin, þegar hinir fornu féndur hafa farið um - eldur, ís, eða snarpir vindar. Við eigum orðríka tungu og þann munað að skilja saman blæbrigði hennar betur en nokkur annar. íslensk þjóð er víða kunn fyrir að hafa hald- ið þessari tungu við. En hún er ekkert sameiginlegt leyndar- mál þjóðarinnar. Með ís- lenskri tungu hafa skáld sagt stórbrotnar sögur af mannin- um og mannlegum sam- skiptum með margvíslegum fléttum um aldir, sem aðrar þjóðir hafa allt frá upphafi Islands byggðar vitað af. Lista- menn og hugvitsmenn verk- menningar hafa skapað verk sín með hugsun á þessari tungu. En það er með tunguna eins og landið. Þjóðernisvit- und landsmanna verður að vera á varðbergi svo hún verði ekki uppblástri að bráð við ágengni nýrra tíma og nýrra siða. Orðin geta eins og gróðurinn blásið burt, fyrnst og týnst. Og það eru gömul sannindi að það tekur marg- faldan tíma. að rækta upp aftur það, sem lagt hefur verið í auðn, án þess að menn veiti því athygli frá andartaki til Ræða frú Vigdísar Finnboga islands, við emoæuistökuna andartaks, sem ekki sýnist svo mikilvægt og dýrmætt fyrr en litið er til baka og það hefur runnið inn í liðna tíma. Mál er manns aðal. Hið fjálsa orð verður aldrei fullmet- ið - og fyrir það ber að þakka. Enginn getur allar stundir tal- að svo öllum líki. í því felst sá ómetanlegi auður að sérhver íslendingur á það frelsi að fá að vera með sínu sniði og þann þjóðfélagsrétt að flytja skoðun sína í heyranda hljóði þegar honum sýnist. Þetta mikla og dýrmæta frelsi verður aldrei ofmetið. Biðja þarf þó hvern mann í sambúð sinni með hinu frjálsa orði að beita aðhaldi svo orð verði ekki fánýt, að sleppa ekki fram af sér beisli heldur reyna að halda í taum- inn við ótemju hleypidóma eða heiftar með stóryrðum sem glata merkingu séu þau ofnot- uð. Því að þegar frelsið er orðið hömlulaust, er það ekki lengur sá eðalsteinn sem lýsir af heldur ófrjó mold sem ekk- ert fær vaxið í eða kviksandur þar sem enga staðfestu er að finna. Frelsi til orðs og æðis er gulls ígildi. Það verður aldrei metið til fjár og má aldrei selja fyrir peninga. Þess munu fá dæmi að frelsi hafi fengist aftur keypt fyrir veraldlegan auð. Þannig er sjálfsmynd íslend- inga þjóðerniskennd sem eflir til sameiginlegra dáða og aldrei má rugla saman við né beita sem þjóðarrembu. Þjóðernis- kennd er alla daga verðugt umhugsunarefni, því afkoma sjálfstærar þjóðar á miklum breytingartímum er henni undirorpin. Sérhver dagur sem vér lifum er boðberi nýrra tíma. Smáþjóð hér norður í höfum verður stöðugt að taka afstöðu til allra nýjunga heimsbyggðarinnar - svo og til þeirra nýjunga sem hugvits- menn þjóðarinnar færa henni og þá jafnframt heimsbyggð- inni. Ekkert í heiminum er eins í dag og það var í gær. Allir menn hljóta á líðandi stundu að hug^sa í Ijósi þess sem var í gær. Á hverjum degi verður og að undirbúa morgun- daginn og framtíðina til lengri tíma. Mér verður að sjálfsögðu hugsað til æsku landsins, sem ég ber til djúpan kærleika og ber sérstaklega fyrir brjósti. Metnaður allra hlýtur að vera að leggja rækt við æskuna, sem þarf að finna sér sömu sam- semd og þjóðarvitund í land- inu og fullþroska fólk telur sig eiga. Það er eins með mann- veruna og landið og þjóðtung- una. Hún má aldrei smækka né tærast upp fyrir vanrækslu. Við gnótt nútímans, þegar al- heimsmyndin, góð sem vond, er komin inn á svo til hvert íslenskt heimili, ber að gæta þess hversu miklum tíma á að sóa í að gleypa gagnrýnislaust við öllu sem nýtt er. Þar er sameiginlegt átak til aukinnar þekkingar sterkasta vopnið. Vitund þjóðarinnar má ekki slævast að því marki að hún gleymi að gera kröfur til sjálfr- ar sín, - þær kröfur að hún eigi að búa yfir jafn mikilli og ríkri þekkingu og leikni til munns og handa og aðrar þjóðir. Þekking er lykill að þroska, þroski og þekking lykil að staðfestu. Fyrir rúmri öld þegar skútu- siglingar franskar voru í há- marki gekk út dreifibréf frá frönskum yfirvöldum til -allra franskra sjómanna á íslands- miðum. Þar voru þeir upplýstir um verðuga umgengnisháttu við íslenska þjóð sem á þeim tíma átti hvorki háhýsi né myndar- lega byggðarkjarna, enga fjármuni yfirleitt. I þessu bréfi var brýnt fyrir öllum að varast þá freistni að taka ófrjálsri hendi nokkuð úr búi íslend- inga, kvikfénað eða fiðurfé, því enda þótt þeir væru fáir og lítils megnugir og svo sýndist sem þeir gengju til verka út úr grasivöxnum hólum sem væri húsakostur þeirra, væru þeir allir læsir og vel upplýsir. Þeim væri því létt að lesa og skjal- esta\ nöfn skipa og kvarta yfir áreitni til yfirvalda. Slíka um- sögn sem þessa má víða finna í heimildum fyrri tíma um menntun íslendinga og kunn- áttu. Um leið og ég bið þess og vænti að vér Islendingar megum ávallt finna í landinu alla kosti mannlegs lífs, á ég enga ósk betri þjóðinni til handa en þá að um hana verði fjallað um alla framtíð af slíkrb virðingu. Guð blessi land vort og þjóð. Föstudagur 3. ágúst 1984 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 686387 og 686306. Verð í lausasölu 25 kr.og 30 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. Setnihg og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent ht. Vandræðaleg skrif Þjóðviljans ■ Erfitt mun vera að finna dæmi um vandræðalegri blaðamennsku en stjórnmálaskrif bjóðviljans eftir að kunnugt var urn ráðstafanir ríkisstjórnarinar til að afstýra stöðvun togaraflotans og draga úr þeim ótta fólks í kaupstöðum og kauptúnum víða um land, að atvinnurekstur þar væri á fallandi fæti. Eins og vænta mátti, hefur Þjóðviljinn reynt að gagnrýna þessar aðgerðir, eins og t.d. vaxtahækkun- ina. Það hefur hann hins vegar gert svo óskelegglega, að það hefur orðið þrautalending hans að birta kafla úr forustugreinum NT, þar sem skilmerkilegar hefur verið um þessi mál rætt en í hálfvelgjuskrifum Þjóðviljans. Helzt mætti draga þá ályktun af skrifum þeirra alþýðubandalagsleiðtoganna, að þeim hefði komið bezt, að ekkert hefði verið gert og landið haldið áfram að sporðreisast. Þá hefði getað runnið upp sú stóra stund, að Alþýðubandalagið kæmist í faðmlög við Sjálfstæðisflokkinn, sem hefur að undanförnu verið óskadraumur ýmissa leiðtoga þess. Til þess að bæta sér þessi vonbrigði upp, reynir Þjóðviljinn að gera sér mat úr því, að í ljós hefur komið, að umræddar ráðstafanir byggjast á mála- miðlun, þar sem hvor stjórnarflokkurinn um sig hefur þurft að gera tilslakanir. Af hálfu stjórnar- flokkanna hefur ekki neitt verið reynt til að leyna þessu. Hér er um ólíka fiokka að ræða, sem hafa tekið höndum saman um skeið til að forða þjóðarbúinu frá því hruni, sem yfirvofandi var, þegar fyrrv. stjórn gafst upp. Þetta þýddi vitanlega ekki að flokkarnir hyrfu frá stefnumálum sínum, þótt þeir hafi oft orðið að sætta sig við annað en þeir hefðu helzt kosið. Það væri rangt að vera að reyna að hylma yfir þetta. Það hefur heldur ekki verið gert. Þetta hefur ýtt undir þá óskhyggju Þjóðviijans, að stjórnarsamvinnan stæði völtum fótum, vegna þess að ágreiningur þeirra er gerður opinber. Þjóðviljinn trúir bersýnilega á leyndina og pukrið. Það, sem hefur verið grundvöllur stjórnarsam- starfsins, er skilningur stjórnarflokkanna á því, að þrátt fyrir allan ágreininginn ber þeim skylda til að reyna að sigrast á þeim efnahagsvanda, sem ógnar jafnt afkomu og sjálfstæði þjóðarinnar. Meðan þessi grundvöllur raskast ekki, mun stjórnarsamvinnan haldast. Það er stjórnarsamstarfinu óneitanlega mikill styrkur, að vandræðaleg viðbrögð alþýðubanda- lagsmanna og annarra stjórnarandstæðinga eru ótví- ræð sönnun þess, að þeir ráða ekki yfir neinum úrræðum og þaðan er því ekki neins að vænta. Allur málflutningur þessara aðila er neikvæður og einkenn- ist mest af þeirri óskhyggju hjá Alþýðubandalaginu, að brátt kunni það ástand að skapast, að foringjar þess komist aftur í stjórnarstóla. Því er gengið eins langt í því að sýna Sjálfstæðisflokknum blíðuhót og hugsast getur. Ríkisstjórnin hefur náð miklum árangri á mörgum sviðum. En ný vandamál hafa bætzt við, eins og samdráttur þorskaflans og óheppileg áhrif hækkunar dollarans á gengisþróunina. Þess vegna skiptir miklu, að það endurreisnarstarf, sem ríkisstjórnin hefur hafið, geti haldizt. Þetta krefst málamiðlunar, þar sem báðir verða að slaka til, en það á ekki að kosta það að stefnumálin gleymist og reynt sé að breiða yfir ágreining. Það er engin ástæða til að leyna því, að hér hafa ólíkir flokkar orðið að ganga til samstarfs vegna þjóðarhagsmuna.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.