NT - 03.08.1984, Blaðsíða 13

NT - 03.08.1984, Blaðsíða 13
 Föstudagur 3. ágúst 1984 13 - Kamarorghestar um landið í ágúst ásamtleikurum og prestum ■ Friðaraðgeröir nokkrar munu hefjast á Höfn í Horna- firði nú 2. ágúst og standa linnulítið hér og þar um land- ið næstu 2 vikur. Pað er Friðarhreyfing Þingeyinga sem ber ábyrgð á aðgerðun- um sem felast í fundum og skemmtunum undir nafninu Ágústsfriður. Af þessu tilefni er komin hingað til lands rokkhljóm- sveitin Kamarorghestar sem er skipuð fimm Islendingum í Kaupmannahöfn. Orgarnir spila kraftmikið nýrokk og flytja nær eingöngu frumsam- ið efni. Þeir hafa spilað í ■ Hinir umtöluðu Kamar- orghestar Kaupmannahöfn síðan 1979 og sumarið 1981 skruppu þeir í hljómleikaferð til íslands og sama haust kom út platan „Bísar í banastuði“, sem nýt- ur nú álits íslenskra rokkunn- enda sem er ein besta plata undanfarinna ára. Dagskráin á Höfn hefst í Sindrabæ kl. 21. Þar koma fram Dr. Gunnar Kristjáns- son sóknarprestur á Reyni- völlum, tónlistamaðurinn Arnþór Helgason og Guðrún Hólmgeirsdóttir, Sigurður Hannesson úr Leikfélagi Hornafjarðar, Þorsteinn Vil- hjálmsson eðlisfræðingur og Bergljót Ingvadóttir frá Sam- tökum um friðaruppeldi. Síðan verður haldið and- sælis um landið og rokkað til friðar. Dagur aftur í Djúpinu ■ Dagur Sigurðarson listmálari og skáld opnar sýningu á nýjustu verkum sínum í Djúpinu, Hafnarstræti 15, á mánudag. Á sýningunni verða 17 akrýlmyndir, sem Dagur málaði í fyrra og á þessu ári. Sýningin stendur til 31. ágúst. Light Nights ITjarnar- bíói ■ Ferðaleikhúsið hefur nú hafið sumarsýningar fyrir erlenda ferðamenn á íslandi, 15. árið í röð. Sýningarnar fara fram í Tjarnarbíói, fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga og hefjast kl. 21. Light Nights sýningarn- ar eru með nokkuð breyttu sniði í sumar frá því, sem áður hefur verið, þar sem þær eru ekki að öllu leyti byggðar upp sem kvöldvökur. Einnig eru sýnd atriði úr nútímanum. Tónlist á sýningunum er flutt af hljómplötum, en einnig eru nokkur þjóðlög sungin á íslensku. Kristín G. Magnús leik- kona er sögumaður og flytur allt talað efni á ensku. d Bergþóra Árnadóttír, Gísli Helgason, Steini Guðmundsson, Ingi Gunnar Jóhannsson og Örvar Aðalsteinsson munu flytja þjóðlagaefni af ýmsu tagi á dagskrá Listamiðstöðvarinnar. Þjóðlög og vísur fyrir ferðalanga I sumar verður sérstök dagskrá hjá Listamiðstöð- inni h.f. í nýja húsinu á Lækjartorgi 2. hæð, sem einkum er ætluð ferða- mönnum og þeim sem hafa skemmtun af þjóð- iaga- og vísnatónlist. Það verður boðið upp á þjóð- lagadagskrá minnst 2 í viku þ.e. á fimmtudögum og sunnudögum kl.20:30. Þau sem sjá u'm dag- skrána eru Bergþóra Árnadóttir, Gísli Helga- son, IngiGunnar Jóhanns- son, Steingrímur Guð- mundsson og Örvar Aðal- steinsson. Þau flytja þjóð- lög frá ýmsum tímum og töluvert af nýlegu efni sem telst til vísnatónlistar. Þessar skemmtanir fara fram í húsnæði Listamið- stöðvarinnar við Lækjar- torg í sýningarsal fyrir- tækisins. Þar gefst ferða- mönnum og öðrum einnig tækifæri til að sjá myndir eftir íslenska listamenn. Myndirnar eru bæði til sölu og leigu. í sumar verða einnig sérstaklega til sýnis 12 myndir eftir Hauk Halldórsson, en all- ar myndirnar tengjast tröllasögum úr íslensku þjóðsögunum. Sýningasalurinn er opinn alla daga frá kl. 14:00- 18:00 og til viðbótar þegar þjóðlagadagskráin er.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.