NT - 03.08.1984, Blaðsíða 25

NT - 03.08.1984, Blaðsíða 25
Föstudagur 3. ágúst 1984 25 Flugræningjamir gáfust upp: Slepptu gíslunum og sprengdu flugvélina Teheran-Reuter. ■ Flugvélaræningjarnir þrír sem rændu franskri farþegaflug- vél, sem var á leið frá Frankfurt til Parísar, gáfust upp á flugvell- inum í Teheran í gær. Þeir slepptu þeim 45 gíslum sem eftir voru út úr flugvélinni, og skömmu síðar sprakk sprengja í stjórnklefa hennar og kom gat á bolinn, en aðrar skemmdir urðu ekki á þotunni. Síðan gáfust þeir upp fyrir írönskum lögreglumönum. Flugvélaræningjarnir reyndu að semja á meðan þeir héldu gíslunum ennþá inni í vélinni á Teheranflugvelli. Þeir kröfðust þess að frönsk stjórnvöld létu lausa fimm fanga, sem fyrir þrem árum gerðu tilraun til að ráða Bahktiar, fyrrum forsætis- ráðherra írana af dögum í París. Þessari kröfu var neitað og hót- uðu ræningjarnir þá að myrða gíslana, einn á hverri klukku- stund, og halda því áfram þar til orðið yrði við kröfum þeirra. Áður voru þeir búnir að sleppa út úr vélinni þeim farþeg- um sem ekki eru franskir ríkis- borgarar. Upphaflega voru 58 farþegar í þotunni og sex manna áhöfn. Flugræningjarnir sögðust til- heyra „múhameðskum sam- tökum til frelsunar Jerúsalem“ og að þeir ætluðu að veita Frökkum lexíu sem þeir gleymdu ekki. Ræningjarnir sögðu farþeg- unum ekkert um pólitíska til- ganginn með verknaði sínum, og er þeim borin sagan á þann veg að þeir hafi sýnt af sér mannlegar tilfinningar er þeir gáfu gíslum sínum tóbak að reykja og hlúðu að börnum með teppum. En í hvert sinn sem þotan tók sig upp af þeim flug- völlum sem lent var á, hótuðu þeir að skera farþegana á háls með sveðjum ef eitthvað bæri útaf og flugstjórinn færi ekki í einu og öllu að fyrirmælum þeirra. Alls voru farþegar og áhöfn Air France flugvélarinnar í gísl- ingu í nær 48 klukkustundir. Franska stjórnin kom saman á aukafund til að fjalla um málið og Fabius forsætisráðherra sagði eftir að gíslarnir voru lausir, að ekki hefði verið hægt að verða við kröfum mannræn- ingjanna á þeim tíma sem þeir gáfu til stefnu. Eftir að farþegarnir fengu frelsi sitt voru þeir fluttir á hótel í Teheran og gengust þar undir læknisskoðun. Flugvél var send eftir þeim í gærkvöldi og eru þeir væntanlegir heim til Frakk- lands í dag. ■ Air France þotan á flugvellinum í Teheran. Er myndin var tekin . í gærmorgun voru gislarnir enn í vélinni og var hótað að lífláta þá ef ekki yrði orðið við kröfum flugræningjanna. Á myndinni er einn af flugræningjunum í dyrum þotunnar að ræða við íranskan samningamann. SímamyMl: Polfoto. Argentína: Fyrr- verandi forseti handtekinn Buenos Aires-Reuter ■ Fyrrverandi forseti Argen- tínu, Jórge Rafael Videla var tekin fastur í heimalandi sínu í fyrradag eftir að hafa borið vitni um mannrán, pyndingar og morð á valdatíma hans 1976 til 1981. Videla komst til valda með hallarbyltingu hersins árið 1976. Það er álitið að 30.000 manns hafi horfið sporlaust i útrýming- arherferð hersins gegn skærulið- um á áttunda áratugnum þegar Videla var yfirmaður hersins. Astleit- W’ellington-Reuter ■ Nýsjálenska flugfélagið rak í gær flugfreyju, sem sýndi af sér fullmikla karl- semi í starfi. Farþegi á flug- leiðinni frá Auckland til Honolulu varð fyrir þeirri reynslu að flugfreyja sýndi honum áleitni þegar hann var í svefni. Fulltrúi flugfélagsins sagði í gær, að flugfreyjan sem hann vildi ekki nefna, hafi verið yfirheyrð og síðan sagt upp störfum. Kvartað var yfir að hún hefði losað sig við buxursínar, svift upp um sig pilsinu og sest ofan á farþega sem svaf sínum sæl- asta en vaknaði þegar flug- freyjan var sest ofan á hann. Farþeginn sem kvartaði er karlkyns. Einnigvarstaðfest að sama flugfreyja hefði drifið karlmann með sér inn á salerni eftir að hann hefði hringt þar til gerðri bjöllu til að beiðast þjónustu. Flugfreyjufélagið á Nýja- Sjálandi mun láta rannsaka málin og sérstaklega hvort viðkomandi flugfreyja hafi neytt óhollra lyfja fyrir flug- ferðir. Japanir kaupa stálverksmiðjur í Bandaríkjunum ■ Stjómarkreppa og stórvægileg óleyst vandamál ísraelsmanna virðist ekki nægilegt tilefni til að þeir Peres og Skamir mii sáttam. ■ Japanskt stórfyrirtæki, Kawasaki stálsamsteypan hefur gengið frá kaupum á 25% af hlutafé í bandarísku stáliðjuveri sem er t eigu Kaiser stál- samsteypunnar í Bandaríkjun- um. Umrætt stáliðjuver er í Fontana í Kaliforníu hefurstað- ið autt um nokkurn tíma þar sem rekstur þess þótti óhag- kvæmur. Kawasaki stálsamteypan er þriðja stærsta stálsamsteypa í Japan og eru kaup hennar á hlutabréfum Kaisers ætluð til að komast fram hjá þeim inn- flutningshöftum sem nú gilda á stálinnflutning í Bandaríkjun- Lausn á stjórnarkreppu ekki í sjónmáli í ísrael Jerúsalem-Reuter ■ Stjórnarmyndunarvið- ræðum var haldið áfram í ísrael í gær. Þeir Simon Peres leiðtogi Verkamannaflokksins og Yitz- hak Shamir forsætisráðherra, formaður Likud-bandalagsins ræddu myndun þjóðstjórnar, en hvorugur stóru flokkanna hefur hreinan meirihluta á þingi. í gær ræddu þeir aðallega efna- hagsmál og hvernig koma megi í veg fyrir efnahagshrun, en gífurleg verðbólga hrjáir efna- hagslífið og gjaldeyrisforðinn fer síminnkandi. Viðræðunum var frestað fram yfir helgi. Það styrkir nokkuð stöðu Peres að Weizman, fyrrum varnarmálaráðherra og leiðtogi eins af smáflokkunum á þingi, lýsti í gær yfir að hann myndi styðja stjórn sem Verka- mannaflokicurinn stýrði. Það sem einkum stendur í vegi fyrir að Verkamannaflokk- urinn og Likud-bandalagið geti komist að samkomulagi um stjórnarmyndun er að hvorki Peres né Shamir geta sætt sig við stjórnarforystu hins. Mikið ber á milli flokkanna í mörgum málum, en það munu fyrst og fremst vera efnahags- málin sem þeir eru sammála um að leysa verði og það fljótt. Um flest önnur efni er ágreiningur- inn mikill. Verkamannaflokk- urinn vill kalla lið ísraelsmanna heim frá Líbanon og að land- námi verði aflétt á Vesturbakk- anum og Gazasvæðinu til að flýta fyrir viðræðum við nær- liggjandi arabaríki um lausn á erfiðustu ágreiningsmálunum. Ekkert af þessu er á stefnuskrá Likud-bandalagsins. Stjórnmálaskýrendur eru ef- ins um að þeir Peres og Shamir geti komist að samkomulagi um stjórnarsamvinnu og telja að fljótlega í næstu viku feli Her- zog forseti öðrum hvorum þeirra, eða jafnvel einhverjum öðrum stjórnmálamanni mynda ríkisstjórn. að Ritvéla* leyfi nauð- synleg í Mongólíu ■ Mongólsk yfirvöld hafa skipað öllum eigend- um ritvéla að skrásetja ritvélar sínar árlega. Sama gildir um allar tegundir fjölritunarvéla og Ijósrit- unarvéla. Fyrirtæki sem selja eða gera við ritvélar hafa líka verið skylduð til að skila reglulega skýrslum til þjóðvarðliðsins. Engin ástæða var gefin fyrir þessu herta eftirliti en líklega vilja stjórnvöld koma í veg fyrir dreifingu á óopinberu lesefni sem hugsanlega samræmist ekki skoðunum valdhafa. Njósnaskipi vísað frá Rotterdam Haag-Reuter ■ Sovéskum togara, sem holl- ensk blöð segja að sé njósna- skip, var vísað úr Rotterdam- höfn 17. júlí sl. og var skipinu fylgt út fyrir hollenska lögsögu. Sovéska skipið er 4.200 tonn að stærð, nýtískulegt fiskirann- sóknarskip. I áhöfninni eru 90 manns. Grunur leikur á að skipið, sem ber nafnið Prostor, sé meðal þeirra skipa sem eftir- leiðis fá ekki að koma inn í höfnina í Rotterdam nema með sérstöku leyfi. Hollenskir embættismenn segja að Prostor hafi verið vikið úr höfninni þar sem reglugerð kveður svo á um að þangað megi aðeins kaupskip koma án leyfís, og Prostor fellur ekki undir það að geta taiist kaup- skip. Sovéskir sendiráðsmenn í Haag segja að Prostor sé togari og þurfi ekki sérstakt leyfi til að koma til Rotterdam. Skipið kom þangað í fyrra og þá hreyfðu hollensk yfirvöld ekki við því.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.