NT - 03.08.1984, Blaðsíða 12

NT - 03.08.1984, Blaðsíða 12
Föstudagur 3. ágúst 1984 12 Toyota Starlet árg. 79, ekinn 55.000, gulur. Verð 120.000 Toyota umboðið Sími 44144 Mazda 323, árgerð 1977-78-79 Mazda 929, árgerð 1976-77-78 Toyota Corolla, árgerð 1977-78 Fiat 127, árgerð 1979-80 Datsun 180 B, árgerð 1977-78 Mitsubishi Lancer, árgerð 1977-78 Ford Bronco, árgerð 1972-73-74 Bílasalmn sf. 5. Sími 96-24119 Opiðfrá 9.00-21.00 Fiat 127 Saloon árg. '80. Ekinn 55.000. Bílasala Garðars 4. Sími19615 Fiesta 2 1100, 3d, B/sk, rauður, árg. 1978. Verð 140 þús. Bílakjallarinn 8. Fordhúsinu Símar 84370-85366 Mazda 929 árgerð 1976, ekinn 80.000 km. Glæsilegur bíll. Bílasala Guðmundar 12. Sími19032 Höfum til sölu ódýra bíla. Verð og kjör við allra hæfi. Vantar japanska og evrópska bíla á staðinn. Höfum lokað aldrei þessu vant um verslunarmannahelgina. Bílasala Vesturlands 13. Símar 93-7577 og 93-7677 KVEIKJUNA Heimsþekktar vörur á frábæru veröi. Kerti frá AUTOLITE — BOSCH — CHAMPION. Platínur — Kveikjulok, Hamrar, Þéttar og Kveikju- þræöir frá USA og V.-Þýskalandi. ■ Séð í gegn um Saab 9000. Hann kemur til að byrja með eingöngu með 16 ventla forþjöppuvélini með millikæli 175 hestöfl. Vænta má 9000 taki smám saman alveg við af 900 en til að byrja með láta Saab-menn ekkert uppi um slíkt. Stokkað upp hjá Saab-Scania ..og fyrsti nýi bíllinn í 16 ár ■ Saab 900 er teygð útgáfa af99 og því var auðvelt að blanda saman framenda 99 og afturenda 900. ■ Þessar vikurnar eru einar þær viðburðarríkustu í sögu sænska stór-iðnaðarfyrirtækis- ins Saab-Scania frá því að hið Svenska Aeroplan Aktie Bolag (Sænska Flugvéla Hlutafélagið) byrjaði að framleiða sérvifrings- lega straumlínulagaða smábíla eftir hönnun snillingsins Sixten Sason árið 1948. Þessi bíll, Saab 92 þróaðist í 93, 95, og 96 en fyrst eftir 20 ár í framleiðslu kom nýr, einnig hannaður af Sixten Sason og kallaður 99. Síðan þá, 1968, eru liðin 16 ár og nú kippir Saab hulunni af nýrri gerð, kynnir.á samatíina nýjan Saab 90 (sem er 99an með skottinu af Saab 900) og smá- endurbætur á 900 línunni sem er framleiddur áfram í 5 útgáf- um. Jafnframt er stigið síðasta skrefið í sameiningu Saab og Scania Vabis vörubílaverk- smiðjanna, sem voru einar þær elstu á Norðurlöndum, og í stað þessara aðskildu vörumerkja kemur nafnið Saab-Scania á allt, fólksbíla, vörubíla, flugvél- ar, tölvur, jafnvel eldflaugar og geimskip. Drekahöfuðið með sænsku krúnunni sem prýðir nýja merk- ið er tekið úr hinu gamla merki Scania-Vabis og má nú þegar sjá það á öllum bílum samsteyp- unnar. Nýr Saab 900 En það sem vekur mesta athygli núna er nýtt skot Saab inn á lúyxusbílamarkaðinn, afr- akstur samstarfs Saab við ítölsku bílaverksmiðjurnar Lancia (sem Saab hefur haft samstarf við um árabil), Alfa Romeo og Fiat sem greint var frá í NT fyrir nokkru. I stíl við 90 og 900 heitir sá nýjasti 9000 og um hann hafa áreiðanlegir og alvar- legir bílaprófarar látið hafa eftir sér lýsingarorð sem annars eru yfirleitt geymd til spari. Keppinautar Saab 9000 verða t.d. Volvo 760, BMW 528, Mercedes Benz 280 E, Audi 200 og ekki síst Renault 25, sem svipar furðu mikið til Saab 9000 í útliti og hönnun. Það segir þó nokkuð um framfarirnar sem orðið hafa undanfarin 16 ár hjá Saab að 9000 flokkaður sem mun stærri bíll en 900, er a.m.k. einum flokki ofar hvað varðar innan- rými, en er samt hvorki meira né minna en 17 sentimetrum styttri. Hjóla millibilið er aftur á móti meira sem nemur tíu sentimetrum sem er aðalorsökin fyrir hinu stóraukna fótarými miðað við 900. Um helmingi þeirra tveggja milljóna vinnustunda sem fóru í að hanna Saab 9000 var að sögn Saabmanna varið í sam- starfið við Lancia, en ItalDe- sign, teiknistofa Giorgio Giug- iaros bar ábyrgð á grunn- hönnun allra bílanna. Björn Envall, yfirteiknari Saab sá síð- an um að gera úr því ekta Saab, og nutu ítalirnir góðs af reynslu og þekkingu Saab á styrkleika (sem er aukinn miðað við 900 þrátt fyrir 10%s minni þyngd) ryðvörn og ekki síst loftræsti- kerfi sem Saab-menn hafa verið af- ar framarlega í að hanna (til dæmis er sérstök sía sem síar allt ryk og frjókorn úr loftinu sem tekið er inn í farþegarýmið). Ryðvörn nýja bílsins er full- komin og byrjar með því sem margir bílaframleiðendur hafa vanrækt, að hugsa öll hólf, króka og suður þannig að raki nái ekki að sitja í þeim og koma af stað ryðmyndun. Af þessu njóta ítalarnir góðs þótt aðeins tólf hlutar í boddýinu séu ná- kvæmlega eins og í Saabinum. í Saab 9000 er horfið frá mörgum atriðum sem hingað til hafa verið séreinkenni Saab, vélin er nú í fyrsta sinn þverstæð sem þýðir að klafafjörunin að framan varð að víkja fyrir pláss- sparandi McPherson fótum eins og ítalarnir nota. Afturfjörunin er þó heill öxull eins og verið hefur í Saab frá upphafi þótt Ítalirnir noti sjálf- stæða (ekki betri) afturfjöðrun. Svissinn er ekki lengur við hlið gírstangarinar heldur eins og algengast er í stýristúpunni. Handbremsan virkar beint á oremsudiskana að aftan en ekki framan eins og áður. Vél þessa nýja bíls kom fyrst fram í 900 Turbo 16 sem heldur áfram í framleiðslu, þetta er ein tæknilega flóknasta vél á Evrópumarkaði núna, með forþjöppu (Saab hrynti Turbo- æðinu af stað 1978 þegar þeir nýttu sér þekkingu Scania á afgasforþjöppum í stað þess að hanna stærri vél frá grunni). í viðbót við forþjöppuna er milli- kælir sem kælir samþjappað heitt loftið frá afgasþjöppunni niður í u.þ.b. 60 gráður áður en það fer inn í álheddið með sextán ventlum á tveggja lítra vélinni sem allir þekkja og kpm upphaflega frá Triumph. Ár- angurinn af allri þessari fyrir- höfn eru 175 hö. við 5300 sn/mín sem fara í gegnum nýjan 5 gíra kassa hannaðan af Saab sjálfum. Saab hefur fengið mjög mikla umfjöllun um nýja bílinn sinn þótt framleiðsla sé ekki einu sinni komin í gang. Ástæðan er sú að þessi bíll ryðst með látum inn að markað sem Saab hefur ekki náð inn á og er talinn munu ná mikilli sölu á kostnað þeirra sem fyrir eru. Forráðamenn Saab segja einu leiðina til framtíðarinnar fyrir sig vera að framleiða dýra bíla sem þurfi ekki að framleiða í mjög miklu upplagi. Tækni- þekkingu hafa þeir næga, ekki bara frá bílaframleiðslu heldur líka háþróuðum flugvélaiðnaði, rafeindaiðnaði og fleira, og hún nýtist þeim best í framleiðslu dýrra bíla eins og 9000 er. Víst má telja að hann verði einn af örfáum bílum sem enn verða í framleiðslu um næstu aldamót, eftir 16 ár.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.