NT


NT - 16.08.1984, Síða 2

NT - 16.08.1984, Síða 2
 Fimmtudagur 16. ágúst 1984 Tókforsætisráðherra sér of langt sumarfrí? „Þeir sem gagnrýna svona hafa þörf fyrir það að taka sér frí“ ■ Steingrímur Hcrmannssun, forsætisráðherra, kom í gær- morgun til landsins eftir mánað- ar sumarfrí í Bandaríkjunum. NT tók hann tali og spurði fyrst: Hvernig var á Ólympíuleik- unum? Þetta var mjög ánægjuleg ferð, bæði fyrir migogfjölskyld- una. Við skoðuðum þarna mikið. Ég var á gömlum slóðum, var þarna í skóla á sínum tíma. Þá var gaman að fylgjst með Ólympíuleikunum. Ég var mjög ánægður með frammistöðu íslendinganna. Það fékkst þarna eitt brons. Vitanlega náðist ekki sá árangur í öllum greinum sem menn óskuðu eftir, en ég held að þetta hafi verið mjög góð landkynn- ing og við eigum að leggja áherslu á mikla þátttöku. Ég hef verið að hugleiða það að við þyrftum að finna leiðir til að gera okkar mönnum kleift að stunda íþróttir af meiri krafti en verið hefur. Það er eitt sem kemur mjög greinilega fram á svona leiicum. Þetta er nánast að verða einleikur stórveld- anna. Annars má segja það að leikarnir voru mjög vel skipu- lagðir. Það gekk allt mjög vel fyrir sig. Allt á mínútunni. Hins vegar eru erfiðleikar við að halda leika á stað eins og Los Angeles og dreifa þeim eins og gert var; það eru vegalengdirn- ar. Það var a.m.k. klukkutíma ferð á ntilli keppnisstaða. Los Angeles er gífurlega stór borg. Við horfðum aðallega á hand- boltann og frjálsar. Maður fór eldsnemma af stað á morgnana í handboltann og kom heim undir miðnætti eftir að hafa horft á frjálsar íþróttir. Það er miklu þægilegra eins og var t.d. í Helsinki og víðar að hafa þetta meira og minna inná einum Ól- ympíuleikvangi. Þú settir upp kúrekahatt Við fengum auðvitað ótal boð, en þáðum aðeins tvö þeirra. Annað átti að vera að vestrænum sið. Það settu allir upp kúrekahatt og matur, skemmtiatriði o.þ.h. var allt með kúrekahætti. Menn gleyma því stundum að kúrekasögurnar hjá þeim eru svona álíka og íslendingasögurnar hjá okkur. Þeir eru stoltir af þeim tíma að ýmsu leyti. Ég sé að Þjóðviljinn hefur verið að gera sér mat úr þessu. Ég held að þeim veitti ekki af því að koma sér út fyrir landsteinana í einhvern tíma. Nú ert þú að fara í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn. Hvert er í raun og veru markmiðið með þeim viðræðum? Þessar viðræður voru nú hafnar áður en ég fór og reynd- ar var ráðgert að hefja þær strax og þingi lauk, en þá fór Þorsteinn Pálsson í mánaðar- Dræmt í Gljúfurá Mjög dræm veiði hefur verið í Gljúfurá síðan 6. ágúst sl. en enginn lax hafði komið á land frá 6. til 13. ágúst, en þá komu tveir laxar á land og í gærmorg- un komu 3 laxar á land. Svo þetta er allt að skána. Á hádegi í gær voru komnir 92 laxar á land úr Gljúfurá og var sá stærsti 11 pund, og verður það að teljast léleg heildarveiði. MiðáíDólum „Þetta er búið að vera svona meðalár hjá okkur", sagði veiðimaður einn sem var að veiða í Miðá í Dölum í gær og tjáði hann tíðindamanni Veiði- hornsins að veiðin hefði gengið sæmilega, t.d. hefði síðasta holl fengið átta laxa á þrjár stangir á þrem dögum. Nú eru komnir um 90 laxar á land úr Miðá og sá stærsti 17 pund. Stóra-Laxá í Hreppum - svæði 1 og 2 Góð veiði hefur verið í Stóru- Laxá í Hreppum í sumar og mjög vænn og fallegur fiskur. . Margir 20 punda laxar komnir á land og nokkrir yfir 20 pund. Á fyrsta og öðru svæði komu tíu laxar á land í gær og þá var áin að hreinsa sig eftir vatna- vextina, en frá níunda til fjór- tánda var lítil veiði. Á fyrsta og öðru svæði eru komnir á land 235 laxar, sem er mjög góð veiði, og enn er eftir rúmur mánuður af veiðitíman- um svo hún á trúlega eftir að bæta vel við sig. Veiðin að glæðast í Dölunum Fyrir fáeinum dögum kom frétt í Veiðihorninu að veiði væri orðin mjög treg í Hauka- dalsá en það kom kippur í hana þann 13. ágúst. Þá fengu þeir 17 laxa yfir daginn á fimm stangir. Þegar Veiðihornið átti leið framhjá í gær var einn veiði- maðurinn á labbi með fjóra laxa, eftir stuttan veiðitíma. Einnig má geta þess að síð- asta hollið í Laxá í Dölum fékk 47 laxa eftir þrjá daga á sjö stangir. ferð til Bandaríkjanna, þannig að það dröst, en þegar hann kom til baka áttum við marga fundi og ég tel að þá hefi verið lagður grundvöllurinn að því sem við þurfum að fjalla um. Hinsvegar settum við fólk í ýmsar nefndir til að fjalla um ákveðna hluti og ég sé að það hefur nú komist skemmra áleiðis en ég vonaði og ég held að Sjáifstæðisflokkurinn sé með fund núna til að velja menn í sínar nefndir. Ég setti upp lista um ýmis atriði sem ég tel að þurfi að skoða og það sama gerðu sjálfstæðismenn og þessi atriði mörg eru í vinnslu. Ég hef lagt mikla áherslu á að ríkisstjórnin stuðli að nýsköpun í atvinnulífinu. Ég setti menn í flokknum til að vinna að því og hef fengið greinargerð um það frá þeim. Eg tel mikilvægt að við, eins og Danir, Norðmenn, Bretar og Bandaríkjamennog fleiri,verjum fjármagni til þess að þróa að- stoð við ýmislegt nýtt. Við þurfum að gera eitthvað í þessa átt. Við þurfum víta- mínsprautu í atvinnulíf okkar. Það er kannski langstærsta málið á næstu árum að koma hagvextinum upp á ný. En það gerist ekki á einni nóttu. Það þarf að skapa aðstöðu til þess að það geti gerst. Ég á ekki við að ríkið fari inn í allt, heldur útvegi lánsfé, ríkisábyrgðir, auki rannsóknir o.þ.u.l. Síðan eru fjárlögin fyrir næsta ár kannski stærstá verkefnið. Með svona viðskiptahalla og þenslu sem er í okkar þjóðfé- lagi þá er alveg útilokað að vera með fjárlög með miklum halla. Það verkar sem olía á eld. Það þarf að fara af miklum krafti í það núna að ná fjár- lögum saman. Nú eru kjarasamningar í farvatninu. Hlýtur ekkí kaup að hækka? Ég vil nú sem allra minnst segja um það hvað kaupið þarf að hækka. Það verður að vera ■ „Menn gleyma því stund- um að kúrekasögurnar hjá þeim eru svona álíka og Islend- ingasögurnar hjá okkur“, segir Steingrímur. NT-mynd: Sverrir. eins og ég hef sagt samnings- atriði milli atvinnuvegaog laun- þega. Hitt er svo alveg rétt að það hefur orðið launaskrið og ég óttast að það sé orðið meira launabil en æskilegt er. Ég get ekki leynt þeirri skoðun að lægstu launin verði að hækka eitthvað, þó að ég vilji ekki nefna prósentutölur þar um. Nú, flokkarnir eru báðir á því að það þurfi að halda uppi þeirri sömu gengisstefnu og verið hefur á þessu ári og viö teljum að hafi verið það ankeri sem hafi haldið okkur og við höfum báðir sagt að það væri misskilningur að setja vísitölu- kerfið í gang aftur. Ég mun mjög fljótlega hefja viðræður við hagsmunaaðila um það, eins og fram er tekið í stjórnar- sáttmála. Veikir það ekki stjórnina að Þorsteinn Pálsson skuli ekki vera í henni? Veislusalir Veislu- og fundarþjónustan Höfum veislusali fyrir hverskonar samkvœmi og mann'fagnaði. Fullkomin þjónusta og veitfngar. Vinsamlega pantið tímanlega fyrir veturinn. RISIÐ Veislusalur símar: 20024 -10024 - 29670. Draumarnir rætast ■ Nú í sumar hefur Dagblað- ið Vísir tekið upp þá þjónustu við lesendur sína að láta drauma þeirra rætast. Einn lesenda blaðsins átti sér þá ósk heitasta að fá að leika knatt- spyrnu með fyrstudeildarliði Skagamanna. Þetta skyldi hon- um nú veitt og var maðurinn þegar settur í hörkuþjálfun. Nú um helgina átti svo draumurinn að rætast og var búið að ganga frá æfingaleik milli ÍA og Fram uppi á Skaga. Þegar til átti að taka reyndist völlurinn með öllu ónothæfur vegna vatnselgs, svo mjög höfðu veðurgoð látið rigna á hann. Það skyldi þó aldrei vera að maður þurfi velvilja einhverra annarra og æðri máttarvalda en þeirra Jónasar og Ellerts ef draumarnir eiga að rætast. Og heitir Thors NT hefur að undanförnu greint mikið frá dcilumálum við Haffjarðará þar sem Thors- systkini eiga ána og nærliggj- andi jarðir, en bændur byggja sveitirnar. Hafa margir land- setar um áratugi eldað grátt silfur við landdrottna sína fyrir sunnan sem óneitan- lega hafa malað gull úr sinni fengsælu laxveiðiá. En það koma líka skemmtilegar uppákomur upp við Haffjarð- ará. I Hólminum (Stykkishólmi) bjó gamall rafvirki sem ekki verður hirt um að nafngreina. Sá gamli var fyrir veiðar og þótti jafnframt slyngur í sam- skiptum. Segir sagan að ein- hverju sinni hafi hann laumast með stöngina sína niður í Haffjarðará og dregið þar væna fiska á land. Um þetta leyti var það gamall maður sem sá um vörslu við ána fyrir eigendurna. Sem hann er að ganga meðfram ánni kemur hann auga á mann sem hann kannaðist ekki við að hafa selt neitt veiðileyfi og vindur sér að honum. „Hvað ert þú að gera hér?“ - „Ég er nú bara að veiða,“ svarar Hólmarinn. - „Og hver ert þú eiginlega,“ spyr vörðurinn og líst nú ekki á hver sé kominn í hnossið. - „Stefán heiti ég,..eh, Stef- án Thors,“ klykkti sá gamli út ákveðinn á svip og varð ekki frekar úr að hann yrði stoppað- ur við veiðarnar. Ekki sama Jón og Jónas ■ Það er ekki sama Jón og séra Jón og hvað er betra en að vera matargagnrýnandi þegar farið er út að borða. Nema hvað. Allir óttast vonda um- fjöllun og oft hætt við að sá sem hefur pennann á lofti fái alla þá bestu þjónustu og besta hrá- efni sem finnst í húsinu. En það getur gengið lengra. Góðvinur blaðsins var staddur fyrir utan veitingahús í miðbænum eitt kvöld í vik- unni þegar skyndilega þusti einn matsveinn út bakdyra- ,Það væri miklu auðveldara ef Þorsteinn væri inni. Ástand- ið núna virkar eins og maður sé starfandi á tveimur stöðum. Ég tel að þá væri styrkur að því, alveg tvímælalaust. Er þessi Þorsteinsvandi inní umræðunni? Nei það er að mínu mati málefni Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur sex ráðherrastóla og það hefur verið siður hér að hver flokkur ráðstafi sínum stólum. Þú hefur verið gagnrýndur mikið fyrir að taka þér svona langt frí. Finnst þér eðlilegt að forsætisráðherra hverfi á braut í svona langan tíma? Ég hef nú satt að segja ekki fyigst með þeirri gagnrýni. Hefur hún verið mikil? Ég tek nú satt að segja ákaflega lítið mark á Þjóðviljanum. Þeir setja sér þá reglu að hnýta aftan í hvern leiðara eitthvert skítkast um mig eða aðra, það er þeirra háttur. Ég fékk þetta boð í fyrravetur og ákvað að þiggja það. Ég hef aldrei á ævinni verið í svona löngu fríi. Ég ákvað að vera í fríi með minni fjölskyldu sem ég fer mjög á mis við. Og ég tel þetta alveg rétta ákvörðun. Það er nú stundum svo að það getur verið gagnlegt að komast út fyrir landsteinana og horfa á hlutina pínulítið úr fjarlægð. Svo er nú eitt sem menn verða að' gera sér grein fyrir að ríkisstjórn er ekki einn miður og ekki heldur flokkur, og svo má aldrei verða. Og ég tel að með mér starfi mjög gott lið, fólk sem ég treysti, enda hefur allt gengið eins og áætlað var. Síðan máekki gleyma því að hægt er að taka upp símann hvar sem er og tala milli landa. Þannig að ég held að þeir sem gagnrýna svona hafi þörf fyrir að taka sér frí, og koma sér eitthvað í burtu. megin og von bráðar annar. Síðan var hlaupið milli allra betri veitingastaða í miðbæn- um. Við nánari eftirgrennslan komst kunningi okkar að því hvað var um að vera. Inni sat sjálfur Jónas Kristjánsson til- búinn til þess að rakka þjónust- una niður ef eitthvað á vantaði og hafði svo gert kokkunum þann óleik að biðja um eitt- hvað sem venjulegum gestum var vinsamlegast tjáð að væri ekki til.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.