NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 16.08.1984, Qupperneq 24

NT - 16.08.1984, Qupperneq 24
■ „Þetta er perla, það er ekki vafi“, svaraði Ævar Petersen náttúrufræðingur þegar tíðindamenn NT héldu á hans fund ásamt ungum Reykvíkingi, Ólafi Einarssyni sem varð fyrir því að fá kræklingaperlu í ábót með veislumatnum í giftingarveislu suður með sjó. Við fórum með Ólafi á Náttúrufræðistofnun þar sem Ævar felldi þann dóm yfir ögninni að á ferðinni væri ósvikin perla. ■ Hér er svo perlan, - ósvikin íslensk náttúruleg krældinga- perla. Tíeyringurinn sem hún liggur á er að réttu máli 17 ( millimetrar að þvermáli og því er hér um verulega stxkkun að ræða. Myndina tók eigandinn Óinfur Einarsson. „Þetta er perla“, sagði Ævar Petersen náttúrufræðingur þegar Ólafur færði honum gripinn sem fannst í veislumatnum á Glóðinni. NT-raynd: Róbert. íslensk kræklingaperla! Fékk hana í veislu, en hætti við að klaga að það væri steinn í matnum Ævar kvaðst vita til þess að kræklingar gætu myndað perlu rétt eins og ostrur þó vissulega sé það fátíðara og sjálfur hafi hann ekki áður vitað til þess að menn finndu slíkar hér á landi. Perlan myndast þegar að- skotahlutur berst inn í skel dýrsins og það tekur. þá að hlaða kalkhúð utan um hlutinn sem smástækkar með árunum. Verðmæti perlunnar fer því bæði eftir stærð og þykkt húð- arinnar, sem ræðst svo af stærð aðskotahlutarins. Perlan sem Ólafur fann er tæpur millimeter í þvermál og hvít að lit. Pað var um verslun- armannahelgina að hann var í giftingarveislu í Glóðinni í Keflavík og varð þá var við eitthvað hart milli tannanna. „Fyrst ætlaði ég að kvarta við þjóninn yfir því að það væri steinn í kræklingunum en hætti fljótlega við það og sýndi hon- um perluna sem ég hafði fundið. Hann var að vonum ánægður, - en það var líka ekki laust við að aðrir í veisl- unni færu að leita", segir Ólaf- ur. Hann spurðist fyrir um uppruna kræklinganna á Glóð- inni og fékk þær upplýsingar að þeir væru tíndir í Garðinum en hvort eigandinn hefurlaum- að perlunni í til að auka söluna er ekkert svar við hér... Aðspurður hvað hann hyggðist gera við gripinn sagð- ist Ólafur vera óráðinn í þeim efnum en cf til vill að láta smíða utan um hana eitthvert djásn, og meira fer ekki í blöðin. NT hafði samband við Jó- hannes Leifsson gullsmið hér í borg og spurðist fyrir um verð á kræklingaperlum en hann kvaðst ekkert þora um það að segja. Flestar þær perlur sem notaðar væru í skartgripi hér á landi væru ræktaðar, mikið keyptar frá Japan og færi verð þeirra eftir lit, gæðum, stærð og þykkt eins og fyrr er drepið . á. A hinn bóginn er að athuga að náttúrulegar perlur frá ostr- um eru miklum mun dýrari en ræktaðar og ekki ólíklegt að sama eigi við um kræklinga- perlur, að minnsta kosti er öll efnasamsetning þeirra sú sama og ostruperla. | Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra: Mikil óvissa er uppi um áframhaldandi starfsemi I - nær allir sjúkraþjálfarnir að hætta vegna óánægju með launakjör ■ Mikil óvissa ríkir nú um starfsemi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, í kjölfar þeirrar ákvörðunar sjúkraþjálfa sem þar starfa, að hætta þar störfum frá og með 1. september. Forsaga málsins er sú að snemma í vor var öllu starfsfólki stofnunarinnar sagt upp störfum, sökum erfiðrar rekstrarstöðu. Komu uppsagnirnar í kjölfar verkfalls sjúkraþjálfa „og áframhald- andi ótímabærra verkfallsboðana" eins og framkvæmdastjóri Styrkt- arfélagsins orðaði það. Að sögn framkvæmdastjóra Styrktarfélags- ins, Sigurðar Magnússsonar, þá var starfsfólkinu öllu boðið upp á endurráðningu er í Ijós kom að ákveðnar rekstrarbreytingar myndu ná fram að ganga. Flestir sjúkraþjálfar tóku hinsvegar þá afstöðu að hafna endurráðningu við óbreytt kjör, og þar við situr. „Okkar greiðslugeta er algjölega háð því hvað við fáum inn af meðferðargjöldum sem tryggingastofnunin greiöir," sagði Sigurður Magnússon. „Hinsvegar er það ljóst, að það starf sem sjúkraþjálfar hafa með höndum, er krefjandi starf og lítils metið til launa. En það breytir því ekki að við getum ekki greitt þeim betur en við gerum." Aðspurður um hvaða kröfur hefðu verið settar fram af sjúkraþjálfum stofnunarinnar sagði Sigurður að kröfurnar hefðu eitthvað breyst frá upphafi, en þær væru engu að síður „langt umfram það sem kjarasamningar hljóða upp á“. ■ Sigurður Magnússon, fram- kvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. NT-mynd: Róbert. „Þessar vinnudeilur hafa ekk- ert verið ræddar í tvo mánuði, og ekkert verið komið til móts við kröfur okkar, svo það virðist iítill vilji fyrir hendi hjá stjórn- inni til að leysa þetta," sagði María Ólafsdóttir, sjúkraþjálfi er NT innti hana álits. „Okkar kröfur voru upphaflega settar fram í febrúar - en þá rann samningurinn út - og þær voru unnar með hliðsjón af þeim - kröfum sem sjúkraþjálfar sem starfa hjá ríkinu, settu fram.“ María sagði ennfremur að tals- vert launamisræmi væri á milli þeirra staða sem reka þjónustu af þessu tagi: „Við erum t.d. tveimur til þremur launaflokk- Viljaleysi stjórnarinnar ■ Úr húsnæði styrktarfélagsins. Allt bendir nú til að þar verði tÓmlegt um að litast með haustinu. NT-mynd: Róbert. um lægri en sjúkraþjálfar hjá sambærilegum stofnunum eins og t.d. Sjálfsbjörg eða Gigtarfé- laginu. Aðspurð sagði María að laun sjúkraþjálfa losuðu átján þúsund krónur á mánuði en auk þess væri þeim reiknuð föst yfirvinna fyrir skýrsluvinnu sem unnin er heima. „Ég býst ekki við neinum breytingum héðan af, því ennþá hafa engir samningafundir verið haldnir um launakröfur okkar,“ sagði hún að lokum. Sigurður Magnússon tjáði NT að ef svo færi sem horfði, þá myndi þjónusta stofnunarinnar dragast verulega saman að sinni auk þess sem húsnæðið myndi nýtast illa. „Við höfum hinsveg- ar fullan hug á að koma á fót einhverjum nýjungum í starf- seminni auk þess sem unnið er að því að ráða starfsfólk svo það er ekki öll nótt úti enn.“

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.