NT - 16.08.1984, Page 4

NT - 16.08.1984, Page 4
Fimmtudagur 16. ágúst 1984 4 Glæsilegt blaðburðarhappdrætti NT: Sex blaðberar á leið til Stuttgart með NT ■ Nú hafa verið dregin út nöfn vinningshafa í hinu glæsi- lega blaðburðarhappdrætti NT. Úr'hópi blaðburðar-og biaðsölu- fólks hafa verið dregin út 6 nöfn og mun hópurinn halda til Sviss með Arnarflugi 2. september n.k. og skoða sig þar um og halda síðan til Stuttgart, þar sem m.a. verður fylgst með leik Stuttgartliðsins með Ásgeir Sig- urvinssyni í broddi fylkingar gegn Bayern Múnchen í þýsku Bundeslígunni. Ásgeir mun einnig verja miklum tíma með hópnum, sýna honum borgina og bjóða honum heim. Farar- stjóri verður Ólafur Sigurvins- son, bróðir Ásgeirs. NT ræddi við tvo vinningshafa og væntan- lega ferðalanga í gær. Annarvinningurinn ísumar Hún er ekki lánlaus hún Hrafnhildur Hreinsdóttir, sem ber út NT og Þjóðviljann í Breiðholtinu. Hún fór í sína fyrstu utanlandsferð nú fyrr í sumar og þá sem vinningshafi í blaðburðarhappdrætti bjóð- viljans. Brátt leggur hún land undir fót á nýjan leik sem vinningshafi í NT happdrætt- inu. „Ég fór í Þjóðviljaferðina í júlí, við dvöldum í Danmörku og ferðuðumst þar um, vorum mest í Karlslunde en skrupp- um til Kaupmannahafnar og fórum þar í Tívolí og fleira,“ sagði Hrafnhildur. „En til Sviss og Þýskalands hef ég aldrei komið.“ Eins og að ofan greinir munu ferðalangarnir horfa á knatt- spyrnuleik í Stuttgart og við spurðum Hrafnhildi hvort hún hefði áhuga á knattspyrnu. Það kom þá upp úr dúrnum að hún keppir með ÍR í meistaraflokki í kvennaknattspyrnu, þótt ung sé að árum. „Það hefur gengið upp og niður,“ sagði hún að- spurð uni hvernig liðinu hefði gengið í sumar. Hins vegar sagði- ist hún ekki horfa mikið á knattspyrnu og aðeins einu sinni farið á völlinn. Þröstur Hallgrímsson, frá Akranesi er annar vinnings- hafi. Hann hefur borið út NT og Tímann í þrjú ár og líkar vel. „Það verður gaman að hitta Ásgeir Sigurvinsson, al- veg stórglæsilegt," sagði Þröstur. „Við förum á leikinn, og ætli maður skoði ekki borg- ina eitthvað." Hrafnhildur Hreinsdóttir NT-mynd: Ari Þröstur sagði að hann hefði ekki átt von á að vinna í happ- drættinu, en svo hefði Elsa um- boðsmaður á Akranesi komið með góðu fréttirnar. Þröstur fer í áttunda bekk í haust. Hann fullvissaði blaðamann um að Skagamenn vinni bæði íslandsmótið og bikarinn þetta árið, en sagðist sjálfur ekki leika knattspyrnu, heldur spila badminton. Góða ferð krakkar. ■ Dregið í blaðbera- og blaðsöluhappdrætti NT. Frá vinstri Haukur Haraldsson, markaðsstjóri NT, Kjartan Ásmundsson dreifingarstjóri NT og Stefán Halldórsson upplýsingafulltrúi Arn- arflugs, en vinningshafarnir munu fljúga með Arnarflugi undir fararstjórn Ólafs Sigurvinssonar. NT-mynd: Svemr Ólympíuhapp' drættið: Drætti frestað ■ Drætti í Ólympíu- happdrættinu hefur verið frestað til 8. september n.k. en þar eru m.a. 14 bílar í vinninga. í frétt frá Ólympíu- nefndinni segir að ástæða frestunarinnar sé að margir hafi ekki náð að gera skil vegna sumar- leyfa. ■ Þröstur Hallgrímsson n r-mjnd: Ámí Fimmtudagur 16. ágúst 1984 m< (Q 0> (fí X 0) (D 3 . ■§■ 0) 0» (Q 0 Q) (/) Hh Q)> (/) X -i tmmu ■4i Q) 3 o. 0) o z H Q> C Z 2. * (D (n ^(Q Sf í N N) 5- oi * S Q)> r« 2- O Q) 0) c ^ (/) 0) 8^3 SL O: 5- c Q)> TT jO Cs 3 fo 0) 0) 3 * O 0) -r. ■n 31 3 (D O TT -V 0) o (Q (D s (0 Með því að fylla út þennan seðil getur þú fengið sent til þín nýtt eintak af NT hlað- ið fréttum á hverjum degi.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.