NT - 16.08.1984, Blaðsíða 6

NT - 16.08.1984, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 16. ágúst 1984 6 Fundur um öryggismál erlendra ferðamanna í dag: „Megum ekki bíða hnekki sem ferðamannaland“ Upplýsingastreymi til ferðamanna verði aukið og merkingar færðar til betri vegar ■ Ferðamálaráð lslands hef- ur boðað til fundar í hádeginu í dag með Slysavarnafélagi íslands, lögregluyfirvöldum ogfleirum. Markmiðfundarins er að reyna að finna leiðir til að atburðir eins og þeir, er fimm erlendir ferðamenn létu lífið af slysförum í síðustu viku, geti endurtekið sig. Þessi hörmulegu slys hafa vakið mikinn óhug meðal allra þeirra er starfa að ferðamálum á íslandi og menn eru sammála um, að eitthvað þurfi að gera. Eitt af því, sem viðmælendur NT voru einhuga um, er aukin upplýsingamiðlun til erlendra ferðamanna. „En það kann að vera margt annað, eins og veruleg aukning í merkingum", sagði Kjartan Lárusson, formaður Ferða- málaráðs. „í tveimur tilfellum var verið að fara yfir vatnsföll á vöðum, sem voru líkleg til að vera hin almenna leið. Það væri ekki óeðlilegt, að upp kæmu skilti með upplýsingum á þessum stöðum, þar sem reynslan er sú, að fólk virðist ekki lesa sem skyldi þær upp- lýsingar, sem sendar eru út á prenti. Önnur leið er að auka upplýsingamiðlun verulega á almennum tjaldsvæðum og í sæluhúsum á hálendinu, en til þess þarf samvinnu við ýmsa, sem þar ráða ríkjum. Við verð- um að leysa okkar mál þannig, að við bíðum ekki hnekki sem ferðamannaland," sagði Kjart- an Lárusson. Ekki skapa ógnarhræðslu „Það verður að fara vel með þetta, því að maður vill ekki vera að skapa einhverja ógnar- hræðslu. En við munum leitast við að leggja þessu lið í sam- vinnu við aðra aðila, sem málið er skylt,“ sagði Stefán Hall- dórsson markaðsfulltrúi hjá Arnarflugi, þegar hann var spurður hvort félagið ætlaði að auka upplýsingastreymi um landið til farþega sinna í fram- haldi af slysum undanfarinna daga. Stefán nefndi, að Arnarflug gæfi út eigið lesefni, sem færi um borð í vélar félagsins og hugsanlegt væri að nota þann vettvang. Hann benti þó sér- staklega 'á Keflavfkurflugvöll og Seyðisfjörð, þar sem hægt væri að ná til allra farþega sem kæmu til landsins og sagði, að þar ætti að dreifa upplýsinga- efni í tengslum við vegabréfa- skoðunina. Sveinn Sæmundsson blaða- fulltrúi Flugleiða sagði, að sér fyndist sjálfsagt að auka upp- lýsingastreymi til farþega sem koma til landsins. „Það er ekki nóg gert,“ sagði hann. „En það getur verið erfitt að ná til allra, menn koma hingað eftir öllum mögulegum leiðum," sagði hann. Jónas Hallgrímsson um- boðsmaður farþegaferjunnar Norröna á Seyðisfirði sagði, að hann teldi upplýsingagjöf til farþega ferjunnar vera nægi- lega og henni yrði haldið áfram í sama dúr. „Við höfum ekki möguleika á að auka hana, en ég fæ ekki annað séð, en að upplýsingum okkar sé vel tekið og farið eftir þeim,“ sagði Jónas. Dýrkeypt reynsla Bílaleiga Akureyrar er ein þeirra bílaleiga, sem leigja út jeppabifreiðir. Baldur Ágústs- son framkvæmdastjóri hennar í Reykjavík sagði, að þeir myndu á næstunni ítreka varn- aðarorð til viðskiptavina sinna og segja þeim frá slysunum. „Það er þess virði fyrir okkur að upplýsa fólkið áður en það leggur af stað og við gefum okkur góðan tíma til þess. Við höfum verið með jeppa undan- farin ár og höfum fengið okkar dýrkeyptu reynslu af því,“ sagði Baldur. Gylfi Ólafsson hjá bílaleigu Loftleiða sagði, að þeir myndu auka varnaðarorð til við- skiptavina sinna, og sagði hann, að sér dytti helst í hug, að best væri að gera það með myndasýningu, þar sem ferða- mönnum væri skýrt frá þeim hættum, sem kunna að leynast á hálendi landsins og annars staðar. Fær í flestan sjó Þótt allir þeir, sem hafa einhver afskipti af erlendum ferðamönnum, sem koma til landsins, séu sammála um að eitthvað þurfi að gera til að koma í veg fyrir, að hörmungar síðustu daga geti endurtekið sig, er ekki þar með sagt, að ekkert sé gert til að benda útlendingum á þær hættur, sem hér kunna að Jeynast. Ferða- málaráð íslands gefur út bækl- ing á þremur tungumálum, þar sem útlendingum er leiðbeint í umgengni við landið. Bækl- ingnum er dreift víða um lönd, á skrifstofur flugfélaga, á ferðaskrifstofur og aðra þá staði, sem væntaniegir fslands- farar kunna að heimsækja áður en lagt er af stað. Ferðamála- ráð var einnig með starfsmann um borð í báðum bílferjunum í fyrrasumar og í sumar hefur það starfsmann í upplýsinga- miðstöðinni á Seyðisfirði vegna komu Norröna. En þótt útlendingar fái bæklinginn upp í hendurnar áður en þeir koma hingað, er engin trygging fyrir því, að þeir lesi hann. Heldur er ekki tryggt, að þeir fari eftir þeim leiðbeiningum, sem þar eru gefnar. „Við vörum fólk við hættun- um og svertum það frekar en hitt. En hvort það trúir okkur og hlustar nógu vel, er annað mál. Við höfum iðulega rekið okkur á, að fólkið tekur aðeins mark á því, sem það vill trúa,“ |,|H| 1 Utlenc lingurd rukkn- ar á Suðurlandi ■ Víðtæk leit að rúmlega tvítugum breskum ferða- manni, sem féll í Skógá í gær bar ekki árangur. Leituðu björgunarsveitir fram í myrkur í gærkvöldi. Leit hófst svo aftur kl. 8 í morgun og eru skilyrði til leitar að- eins betri í dag en gær. Maðurinn var að vaða yfir Skógá, ásamt unnustu sinni, þegar slysið varð, en þau höfðu komið gangandi úr Þórsmörk yfir Fimmvörðu - háls. Stúlkunni tókst að komast yfir ána, sem þykir með ólík- indum því áin var mjög vatnsmikil, baðan fylgdi hún gönguslóða til byggða, þar sem hún lét vita um slysið. Sjá nánar á bls. 4. lábriel Öruggir höggdeyfar A GOÐU VERÐI Póstsendum samdægurs. Úrvalið er hjá okkur Sími 36510-83744 G.S. varahlutit Hamarshöfða 1. __ tvö ifk fundin í gœrmorgun, bíll^ ^ ^ .„lurW /LDMINNSrAWOjjJJSSÍ I Uííwí. ■»* srsSSS'-1 SSSSfSKÍ-ííEfr : llnu i rontu ssæstfjrssra W" f.a Ilk. !*!> ^kt, k.rl»e« 5. 10* b.»»» id*« n 45 i föstudw- Kvulin ^ verour ao kemur úr V»tnajök» ^ noröar Skjálíandanjóti *■ mál» . Þeitar íólkill. fór •» »“ * 4 kafi i n4Mr *in«fmjögvatnamik'ieftir ániu. aero er roil%i«minaarnar að I sumarhitana o« 8U enRa leiö I srtístryías s.'btr.ui.r»^tl,t6 1 fe' SSg 6Vr.b ssSU-p; ‘--.ri f j.,, dn«ra a h=u-„ . v*» - o,. °« hiti, ve/rf„ hvort ekki vmpl,egt *<>?>%• •KMl/.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.