NT - 16.08.1984, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 16. ágúst 1984 23
2. deildin í knattspyrnu:
Víðir enn efstur
- vann Tindastól 2-0
■ Tvö mörki á síðustu tíu
mínútum leiksins gegn Tinda-
Víkingur-ÍA
29. ágúst
■ Mótanefnd KSÍ hefur
ákveðið nýja lcikdaga
fyrir tvo leiki í 1. deild.
Leikur ÍA og Víkings úr
13. umferð, sem fresta
varð vegna mikilia rign-
inga, hefur verið settur á
miðvikudaginn 29. ágúst
kl. 18.30. Þá hefur leikur
Þróttar og KA í 16. um-
ferð verið færður fram
uin nokkra daga. Leikur-
inn átti að vera 31. ágúst,
en verður þess í stað leik-
inn laugardaginn 25.
ágúst kl. 14.00.
FH-ÍBV
í kvöld?
■ Leikur FH og ÍBV,
sem fresta varð í gær,
hefur verið settur aftur á
í kvöld. Hefst hann kl.
19.00 í Kaplakrika.
stóli færðu Víðismönnum þrjú
kærkomin stig í hinni jöfnu og
tvísýnu baráttu í 2. deildar-
keppninni. Það voru bræðurnir
Grétar og Daníel Einarssynir
sem skoruðu mörkin og sendu
þar með Tindastól nær örugg-
lega niður í 3. deild.
Tindastóll átti þó fullt eins
mikið í leiknum og skapaði sér
mörg góð tækifæri í leiknum.
En inn vildi knötturinn ekki
þrátt fyrir góðar tilraunir.
Er langt var liðið á leiktím-
ann fengu Víðismenn horn-
spyrnu og upp úr henni barst
knötturinn út í teiginn, þarsem
Daníel tók Við honum og negldi
viðstöðulaust í mark Skagfirð-
inga.
Nokkru síðar fengu Sunnan-
menn aukaspyrnu. Daníel átti
annað þrumuskot að markinu,
en Árni Stefánsson, fyrrum
landsliðsmarkvörður náði að
verja. Hann hélt þó ekki boltan-
um og Grétar skoraði af stuttu
færi, 2-0.
Heimamenn voru afar óá-
nægðir með dómgæsluna í
leiknum og töldu dómarann
dæma öll vafaatriði gestunum í
hag. Fannst þeim að bera í
bakkafullan lækinn að fá enn á
ný slakan dómara, því þeir þrír
á undan voru það víst einnig.
Einn leikmanna Tindastóls
fékk áminningu í leiknum.
Slæmt ástand í íþróttamálum Reykvíkinga
Húsin ekki opnuð fyrr
en um miðjan september
- vegna skulda félaganna er ekki hægt að opna þau fyrr, segir ÍBR
■ Slæm staöa er nú komin
upp í íþróttamálum Reykvík-
inga. Þau félög sem beðið hafa
um að komast inní íþróttahúsin
í Reykjavík í ágúst og þar til
skólar byrja, hafa fengið afsvar
hjá íþróttabandalagi Reykja-
víkur, um að komast inní húsin
til að æfa. Eftir áreiðanlegum
heimildum NT þá hefur að
minnsta kosti eitt félag úr
Reykjavík orðið að leigja sér
tíma utan höfuðborgarinnar til
þess að fá æfingahúsnæði.
„Ástandið núna er þannig að
peningarnir eru búnir, þeir eru
farnir í húsaleigu fyrir síðastlið-
inn vetur og við höfum enga
peninga til þess að opna húsin
fyrr en um miðjan september.
Við förum ekki að gefa út
innistæðulausar ávísanir. Vilji
félögin komast inní húsin fyrr
á haustin, verða þau að borga
sérstaklega fyrir það,“ sagði
Sigurgeir Guðmannsson hjá
Iþróttabandalagi Reykjavíkur
í samtali við NT í gær.
„Það er ekki hægt að taka
peninga frá sumum félögum
endalaust, til þess að lána
öðrum. Það eröfug millifærslu-
leið að taka peninga frá þeim
félögum sem eiga sjálf sína sali
og standa í byggingarfram-
kvæmdum, til þess að lána
hinum félögunum sem nota
skólasalina og skulda okkur
stórfé,“ sagði Sigurgeir.
Vonandi er að íþróttamál
Reykvíkinga verði tekin til
endurskoðunar á næstunni og
borgaryfirvöld sjái sóma sinn í
bví að styðja myndarlega við
bakið á íþróttamönnum sínum,
eins og gert er víðast hvar í
nágrannabæjarfélögunum, þar
sem metnaður bæjaryfirvalda
er sá að íþróttamenn bæjarins
standi sig sem best.
KR vann á
Pollamótinu
■ Gamla, góða KR sigraði í Pollamóti
KSÍ og Eimskips sem haldið var um
síðustu helgi, en mót þetta er íslandsmót
6. flokks. I öðru sæti urðu pollarnir í
Fram og þeir í ÍR urðu númer þrjú. Það
var sjálfur Ian Rush markakóngur Evr-
ópu á síðasta keppnistímabili sem af-
henti fyrirliða KR, Ottó Ottóssyni,
sigurverðlaunin fyrir leik KR og Liver-
pool á sunnudag. Hefur Rush efalítið
þótt það skrítin tilflnning að afhenda
bikarinn, því leikmenn Liverpooleru
öllu vanari því að taka á móti sigur-
launum, en gefa þá frá sér.
■ Þótt Franz Beckenbauer hafl tekið
við stjórntaumunum hjá þýska landslið-
inu í knattspyrnu, ætlar miðvallarleik-
maðurinn snjalli hjá Barcelona, Bernd
Schuster, ekki að brjóta odd af oflæti
sínu og gefa kost á sér í landsliðið.
Schúster neitaði að leika með því
meðan Jupp Derwall þjálfaði landsliðið,
þar sem honum þótti nóg um ráðríki
Paul Breitner , fyrirliða þess. Eftir að
Beckenbauer hafði tekið við lýsti
Schúster því yfir að hann væri mjög
óánægður með skipan hans og hann
hefði ekki í huga að leika með þýska
landsliðinu í framtíðinni.
Þá sagðist Schúster heldur engan
áhuga hafa á að leika aftur með þýsku
knattspyrnuliði, hann vildi leika með
erlendum liðum feril sinn á enda.
Fram meistari
í 5. flokki
■ StrákarniríFramurðu íslandsmeist- U* lAPflah tíl
arar í 5. flokki er þeir sigruðu Árbæjar- vUv VVlUClll III
strákana í Fylki 3-1 í úrslitaleik um ^ ■■ ■
síðustu helgi. í þriðja sæti urðu Blika- S0|Jtn3ITlDI0ll
strákarnir, þeir unnu Keflvíkinga 3-0. *
■ Skoski landsliðsmaðurinn Joe Jord-
Mörk Fram í úrslitaleiknum gerðu an undirritaði í vikunni samning hjá
Dagur Ingason, Pétur Bjarnason og Southampton, en hann hefur undanfar-
Sævar Guðmundsson en Þórhallur Jó- in þrjú ár leikið í ítölsku 1. deiidinni.
hannsson svaraði fyrir Fylki. Jordan, sem er stór og stæðilegur mið-
framherji, var á sínum tíma seldur frá
Skagamenn höfnuðu í 5. sæti, þeir Manchester United til AC Milan, en lék
möluðu Grindvíkinga 9-0 og KA tætti síðasta keppnistímabil með Verona. Er
Austra í sig í leiknum um 7. sætið. ekki að efa að hann mun styrkja lið
Lokatölur þar urðu 10-0. Southampton mikið í vetur.
■ Beckenbauer
Schuster er
óánægðurmeð
Beckenbauer
Hvað segja bændur nú?
Töðugjöld í Bournemouth,
því ekki það?
8 daga sérstaklega skipulögð farð fyrir bændur !
og aðra bústólpa frá 26. ágúst — 2. september.
Skoðunarferðir á bændabýli, bændaskóla og
gömul landbúnaðarsöfn. Ekið í hestvögnum.
Hvernig bjuggu enskir bændur fyrr á öldum?
Stórkostleg ferð. Draumur bóndans.
Verð frá kr. 15.500. íslensk fararstjórn.
Sjómenn og aðrir veiðimenn
Fyrir ykkur er sérstaklega skipulögð 8 daga ferð
til Bournemouth frá 8. —15. september.
M.a. höldum við smásjóstangaveiðimót í 2
daga. Við megum ekki taka í „blökkina" í
breskri landhelgi en við megum taka í veiði-
stangirnar og róum til fiskjar fram
á hin fengsælu mið.
Skoðum stærstu höfn í heimi, sem gerð er af
náttúrunnar hendi, að ógleymdum aldargömlum
sjómanna ,,pub".
Og samtaka nú, allir með. Verð frá kr. 15.500.
íslensk fararstjórn.
Draumaferð fyrir aldraða
Frá 15.—22. september höfum við sérhannað 8
daga ferð til Bournemouth fyrir eldri aldurshópa.
Vel skipulagðar skoðunarferðir til undurfagurri
r' *' staða. Hvar eyddu Díana og Karl hveitibrauðs-J
'"ýf dögunum? Spurningunni verður svarað með ferí
1 'f á staðinn.
Og takið nú eftir verðinu. Bara eitt verð.
Aðeins kr. 13.950.
Já, já, þetta er laukrétt, aðeins kr. 13.950 á mann
og 2 íslenskir fararstjórar.
AUSTURS
muferdir-L
1.12 - SÍMAR 27077 4