NT - 22.08.1984, Qupperneq 4
Biskupstungur:
Hestaþing Loga
Lestunar-
áætlun
Skip Sambandsins munu
ferma til ísjands á næstunni
sem hér segir:
Hull/Goole:
Dísartell ..................20/8
Jan ........................25/8
Dísarfell ............... 3/9
Disarfell ................. 17/9
Dísarfell ............... 1/10
■ Hestaþing Loga í Biskups-
tungum var haldið nýlega á velli
félagsins við Hrísholt í heldur
leiðinlegu veðri. Alls voru skráð
63 hross til keppni í hinum ýmsu
greinum.
í A flokki góðhesta sigraði
Urriði, 6 v., eigandi Njörður
IJónsson. í B flokki góðhestá
varð Roði 6 v., Einars Sigurðs-
sonar hlutskarpastur. Einnig-
var keppt í 150 og 250 m skeiði,
250 m unghrossahlaupi, 300 m
stökki og. 300 m brokki, auk
unglingakeppni í eldri og yngri
flokki. Sérstök verðlaun fyrir
góða ásetu og prúðmannlega
framkomu hlaut Indriði Ingva-
son.
Formaður Loga er Kristinn
Antonsson í Fellskoti.
Minnisvarði reistur a Selfossi:
■mH
■ Sonarsonur Egils afhjúpar
brjóstmyndina.
anna Eggert Ólafsson bóndi á
Þoroddseyri og forseti bæjar-
stjórnar Selfoss Óli Þ. Guð-
björnsson skólastjóri, fluttu
ávörp. Sonarsonur Egils Thor-
árensen kaupfélagsstjóra, Egill
Gr. Thorarensen afhjúpaði síð-
an minnisvarðann.
agur 22. ágúst 1984 4
Rotterdam:
Dísarfell ............21/8
Dísarfell ............ 6/9
Dísarfell ............18/9
Dísarfell ........... 2/10
Antwerpen:
Dísarfell ............22/8
Dísarfell ............ 7/9
Dísarfell ............19/9
Dísarfell ........... 3/10
Hamborg:
Dísarfell ............24/8
Dísarfell ............ 5/9
Dísarfell ............21/9
Dlsarfell ........... 5/10
Helsinki/Turku:
Hvassafell............31/8
Hvassafell............25/9
Larvik:
Jan...................27/8
Jan ................. 10/9
Jan ..................24/9
Jan.................. 8/10
Gautaborg:
Jan...................28/8
Jan...................11/9
Jan...................25/9
■ Sigurvegarar í A flokki góðhesta, í fyrsta sæti Urriði Njarðar
Jónssonar í Brattholti, 12 vetra, í öðru Seifur, Þórarins Guðlaugs-
sonar í Fellskoti, 11 vetra og í þriðja sæti Logi Einars P.
Sigurðssonar Norðurbrún, 7 vetra. Knapar eru eigendur nema á
Seif. Hann situr Sigurður Guðmundsson frá Torfastöðum.
NT-mynd: Pétur Guðmundsson
Jan............... 9/10
Kaupmannahöfn:
Jan ...............29/8
Jan................ 12/9
Jan................26/9
Jan...............10/10
Svendborg:
Jan ...............30/8
Jan ...............13/9
Jan ...............27/9
Jan ............. 11/10
Árhus:
Jan....... ............31/8
Jan....................14/9
Jan....................28/9
Jan ................. 11/10
Falkenberg:
Hvassafell......... 3/9
Arnarfell ............ 13/9
Gloucester, Mass.:
Skaftafell.............22/8
Jökulfell..............29/8
Skaftafell.............21/9
Halifax, Canada:
Skaftafell.............23/8
Skaftafell.............22/9
oKIPADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavík
Simi 28200 Telex 2101
Brjóstmynd af Agli Thor-
arensen kaupfélagsstjóra
Sjóstangveiðimót Akureyrar:
Róið frá Dalvík
■ Sjóstangveiðimót Akureyr-
ar verður haldið dagana 31.
ágúst og 1. september nk. og
verður róið frá Dalvík, að
venju.
Félagið á 20 ára afmæli á
árinu og verð'ur sérstaklega
vandað til verðlauna að því
tilefni. Keppt verður um 40
fallega verðlaunagripi.
Mótið verður sett í Mánasal
Sjallans fimmtudaginn 30. ágúst
kl. 20.00 og þarf að tilkynna
þátttöku fyrir 25. ágúst til Páls
A. Pálssonar í síma 96-23464,
Bjarka Arngrímssonar í síma
96-22678 eða Andra P. Sveins-
sonar í síma 96-22946.
■ Á alþjóðadegi samvinnu-
manna laugardaginn 7. júh' sl. var
afhjúpaður á Selfossi minn-
isvarði um Egil Thorarensen
kaupfélagsstjóra.
Var honum valinn staður við
suðurhlið Vöruhúss Kaupfélags
Árnesinga. Er hér um brjóst-
mynd að ræða, gerða af Einari
Jónssyni myndhöggvara árið
1947 og stendur hún á vel gerð-
um blágrýtisstöpli. Kaupfélag-
ið, Mjólkurbú Flóamanna og
bæjarsjóður Selfoss sameinuð-
ust um að koma minnisvarðan-
um upp, en þetta er fyrsti minn-
isvarðinn sem reistur er á Self-
ossi. Formaður Kaupfélags
Árnesinga Þórarinn Sigurjóns-
son alþm. flutti aðal ræðuna, en
formaður Mjólkurbús Flóam-
Landsbankinn í nýtt húsnæði
■ Vígalegir sjóstangveiðimenn í róðri.
einhver hinna 40 glæsilegu verðlauna.
Þeir ætla sér eflaust
Agætis veiði í
Flókadalsá
Ágætis veiði hefur verið
í Flókadalsá í allt sumar og
er veiðin komin yfir 200 laxa,
á þrjár stangir og ér það
betra en á sama tíma í fyrra.
Síðasta holl fékk 6 laxa og
eitt partí fékk 16 laxa fyrir
nokkru síðan á tveim dögum.
Veiðimaður einn ónefnd-
ur, sem var á veiðum í Flóku
fyrir nokkrum dögum.fékk
11 laxa á tveimur dögum og
alla á flugu. Ingvar á Múla-
stöðum sagði Veiðihorninu
að mikill lax væri í ánni og
var hann bara nokkuð bjart-
sýnn á framhaldið.
Reytingur í Grímsá
Frekar rólegt er yfir veið-
inni í Grímsá þessa dagana
en þó er alltaf einhver reyt-
ingur og oftast veiðist lax á
hverja stöng yfir daginn, og
stundum meira. Þannig fékk
síðasta hollið f ánni 16 laxa á
tíu stangir yfir tvo daga.
Hollið á undan fékk 20 laxa
og hollið þar á undan 29 laxa
svo verra getur það nú verið.
Lítið virðist vera um nýjan
fisk í ánni enda fer veiðin
alltaf stig minnkandi. Á land
eru nú komnir um 900 laxar
í Grímsá og 28 punda laxinn
er ennþá sá stærsti.
Þverá og Kjarrá
Reytingsveiði hefur verið í
Þvérá og Kjarrá undanfarna
daga og komu 7 laxar á land
úr neðri ánni í gær. Nokkrir
laxar veiddust einnig uppi í
Kjarrá.
Halldór í veiðihúsinu sagði
að það vantaði mikið uppá
að árið í ár næði góðu meðal-
ári, eða 7-800 laxa. Nú eru
komnir á land um 1100 laxar
úr Þverá og Kjarrá og stærsti
laxinn var 24 pund en einnig
hafa veiðst nokkrir 20 punda
laxar. Veiðilok eru 8. sept-
ember.
Dauf veiði í Norðurá
" Veiðin er mjög dauf í
Norðurá og er orðið langt
'síðan komið hefur lax á
stöng á degi hverjum.
Síðasta holl sem var þar í
veiði þrjá daga með fimmtán
stangir fékk aðeins 10 laxa.
Heildarveiðin stendur nú í
800 löxum og sá stærsti var
19 pund. Veiðilok í Norðurá
eru 1. september.
■ Útibússtjórí Landsbankans á Vopnafirði, Víglundur Pálsson
ásamt starfsliði sínu. Frá vinstri: Inga Sigurjónsd., Sigurveig
Róbertsd., Arnbjörn Pálsdóttir og Ásta Olafsdóttir.
NT mynd: Steingrímur
Hvammskirkja 100 ára:
Biskupinn predikar
við messu á sunnudag
■ Hvammskirkja í Dölum á
100 ára afmæli á sunnudag og af
því tilefni fer fram hátíðarguðs-
þjónusta í kirkjunni kl. 14. Þar
mun biskupinn, herra Pétur Sig-
urgeirsson, predika, en sóknar-
presturinn, sr. Ingiberg J.
Hannesson, prófastur á Hvoli,
flytur ávarp og þjónar fyrir
altari.
Að messu lokinni verða born-
ar fram veitingar í Laugaskóla
og þar mun Einar Kristjánsson,
fyrrum skólastjóri á Laugum,
seeia söcu kirkjunnar.
Vopnafjörður:
Frá Steingrími Sæmundssyni, fréttarítara NT
á Vopnafírði:
■ Landsbankinn á Vopnafirði
flutti í nýtt húsnæði í byrjun
ágústmánaðar og er almenn
ánægja í héraði með þá þjón-
ustu sem þar er boðið uppá.
Byggingarframkvæmdir við
húsið hófust í júnímánuði 1983
og var það um 10 mánuði í
byggingu. Við opnunina voru
flutt ávörp og meðal þeirra sem
stigu í pontu voru Lúðvík Jós-
efsson formaður bankaráðs og
Jónas Haralz bankastjóri. Úti-
bússtjóri á Vopnafirði er Víg-
lundur Pálsson en auk hans
starfa við bankann þær Inga
Sigurjónsdóttir, Sigurveig Ró-
bertsdóttir, Arnbjörg Pálsdóttir
og Ásta Ólafsdóttir.
Sýslunefnd Norð-
ur-Múlasýslu:
Sameigin-
legt út-
varp fyrir
Austurland
■ Sýslunefnd Norður-
Múlasýslu fundaði á
Vopnafirði í sumar og er
það í fyrsta sinn sem aðal-
fundur er haldinn utan
Seyðisfjarðar.
Fjárhagsáætlun sýslu-
sjóðs fyrir 1984 hljóðar
uppá 846.832 kr. og eru
helstu gjaldliðir þessir: Til
menningarmála kr. 270
þúsund, þar af 164 þúsund
til Skjalasafns Áustur-
lands. Til heilbrigðismála
kr. 215 þúsund. Til at-
vinnumála kr. 150 þúsund
og til styrktar ýmsum fé-
lögum kr. 75 þúsund.
Margar ályktanir voru
samþykktar á fundinum
og má þar m.a. nefna
áskorun til alþingismanna
og fjárveitingarvalds um
að hafist verði þegar
handa við að leggja akfær-
an veg yfir Hellisheiði
milli Vopnafjarðar og
Héraðs. Einnig varskorað
á stjórnvöld að beita sér
fyrir réttlátari úthlutun
sýsluvegafjár og þeim til-
mælum beint til sveitar-
stjórna í sýslunni að skilti
með nöfnum hreppa verði
sett upp við þjóðvegi. Þá
var rætt um að koma á fót
sameiginlegri útvarps-
sendingu fyrir Austur-
land og var sýsluráði falið
að undirbúa tillögur í því
máli fyrir næsta aðalfund
sýslunefndar.