NT - 22.08.1984, Blaðsíða 25

NT - 22.08.1984, Blaðsíða 25
>,r* WVí /j Miðvikudagur 22. ágúst 1984 25 Utlönd Flokksþing Repúblikanaflokksins: íhaldssöm stefnuskrá og ágæti stjórnarinnar - aðalmálin í gær Dallas-Reuter _ Stefnuskrá Repúblikanaflokksins, sem þykir íhalds- söm í meira lagi, var samþykkt nær samhljóða á flokksþinginu í gær, þrátt fyrir að hófsamari flokksleiðtog- ar og kínverska ríkisstjórnin hefði mótmælt ýmsum atriðum í henni. Það sent aðallega fer fyrir brjóstið á Kínverjum er að hvatt er til að Bandaríkjamenn taki aftur upp stuðning við Taiwan og að Hong Kong fái sjálfsstjórn. Stefnuskráin var aðalmálið á flokksþinginu í gær en þingfull- trúar eyddu einnig miklum tíma í að rakka niður leiðtogahæfi- leika Mondales, forsetaefnis demókrata. Þeirra á meðal var Kreditkortasvindl upplýst: Aðferðinni er haldið leyndri - til að fyrirbyggja glæpaöldu London-Reuter ■ Ef leyndarmál sem tíu manns eiga sér yrði gert opin- skátt myndi það leiða til þess að kreditkortafyrirtæki um allan heim yrðu fyrir barðinu á glæpa- öldu. Þetta kom fram fyrir rétti í London í gær. Þetta leyndarmál er svika- bragð sem er svo árangursríkt að einn þessara tíu, Bandaríkja- maðurinn Gregory Ransom, notaði það til að svíkja út hundruðir þúsunda dala í Bandaríkjunum og Evrópu. Á síðustu fjórum mánuðum síð- asta árs varð Ransom sér úti um 250 þús. dali (7,5 millj. ísl. kr.) í Bandaríkjunum einum fyrir utan það sem hann aflaði sér í ferðum sínum til Evrópu. Ransom var gripinn í London og dæmdur í 18 mánaða fangels- isvist og kona hans í árs fangelsi. Bílaleiga athugaði eitt kredit- korta hans og komst að því að falska nafnið á kortinu og núm- erið áttu ekki saman. Því er haldið leyndu hvernig Ransom falsaði kortin. Réttin- um var aðeins sagt að hann bjó til fölsk kreditkort með vél sem býr til upphleypta stafi. Ef að- Libýa-Marocco: ferðin yrði gerð kunn myndu kreditkortafyrirtæki tapa millj- ónum dala, að sögn saksóknar- ans. Hann sagði að Ransom og nfu aðrir, þar á meðal eru væntanlega rannsóknarlög- reglumenn, væru þeir einu sem vissu þetta leyndarmál. Jeane Kirkpatrick, sendiherra Bandaríkjanna hjá S.Þ. sem minntist á gíslamálið í íran 1980 og sagði að tök þeirra Jimmy Carters og Mondales á því máli hefðu einkennst af undanláts- semi og hnignun. Katherine Ortega fjármála- ráðherra tók upp merkið og sagði að Bandaríkjamenn hefðu náð langt undanfarin fjögur ár: „frá smáninni í Teheran til hug- rakkrar björgunar bandarísku námsmannanna í Grenada." Hún hvatti þær milljónir demókrata sem hefðu verið yfir- gefnir af leiðtogum sínum til að ganga í stærsta flokk landsins, Repúblikanaflokkinn. „Við bjóðum ykkur velkomna á heimili okkar,“ sagði hún á ensku og spænsku. „Heimili" repúblikana er þó málað í mjög íhaldssömum litum og sumir áhrifamiklir repúblikanar efuðust um að þeir drægju til sín frjálslyndari Bandaríkjamenn. John Conn- ally, fyrrum forsetaframbjóð- andi, var einn þeirra sem gagn- rýndu stefnuskrána sem nú ligg- ur fyrir flokksþinginu. Þar er skattahækkunum af- neitað sem lausn til að minnka fjárlagahallann, en hann nemur nú um 200 milljörðum dala heldur felist lausnin í áfram- haldandi efnahagsbata og af- námi ónauðsynlegrar eyðslu ríkisstjórnarinnar. í varnarmálum er talað um nauðsyn þess að ná hernaðar- yfirburðum yfir Sovétmenn en einnig er hvatt til að bæta í kjarnorkuvopnabúrið svo Bandaríkin geti örugglega unn- ið hvaða styrjöld sem er. í stefnuskránni segir um fé- lagsmál að besta laus á fátækt- inni sé einstaklingsframtakið. Farið er fram á að fjárframlög hins opinbera til fóstureyðinga verði bönnuð og ekkért er minnst á jafnréttislogin sem gera ráð fyrir jafnrétti kvenna og karla. ■ í gær var víða efnt til mótmæla við sovésk sendiráð en þá voru 16 ár liðin frá innrásinni í Tékkóslóvakíu. Þessi mynd var tekin af mótmælaaðgerðum fyrir utan sovéska sendiráðið í Kaupmanna- höfn. POLFOTO-Símamynd Tékknesku mannréttindasamtökin: Vilja Sovétmenn burtu úr landinu -16 ár liðin frá innrásinni Vín-Reuter ■ Tékknesku mannréttinda- samtökin hafa krafist þess að sovésku hersveitirnar, sem hafa haft bækistöðvar í landinu síðan ■ Réttarhöldunum yfir Gerd Heidemann og Konrad Kujau sem sakaðir eru um að hafa falsað dagbækur eignaðar Adolf Hitler, var frestað um eina viku en þau áttu að hefjast í gær. Verjendur tvímenning- anna héldu því fram að dómar- arnir sex gætu ekki kveðið upp hlutlausan úrskurð yfir Hei- demann vegna umtalsins sem málið hefur vakið og munu dómararnir íhuga þessa stað- hæfingu nánar. A myndinn sést Heidemann ganga í réttarsalinn í Hamborg í gær umkringdur blaðaljós- myndurum. Polfoto-símamynd eftir innrásina í Tékkóslóvakíu árið 1968, dragi sig til baka. í bréfi til þingsins og ríkis- stjórnarinnar segja samtökin að innrásin, sem batt endaá um- bætur þær sem tengdar voru Alexander Dubcek, fyrrum leiðtoga kommúnistaflokksins, brjóti í bága við alþjóðalög, sáttmála Sameinuðu þjóðanna og Varsjárbandalagið sjálft. En dagblaðið Rude Pravo, málgagn tékkneska kommún- istaflokksins, lofaði í gær inn- rásina þar sem hún hefði komið á stöðugleika í Evrópu og sagði að kommúnistaríki myndu halda áfram að verja sig gegn „gagnbyltingasinnaðri heims- valdastefnu“. í gær voru 16 ár liðin síðan herflokkar frá öllum Varsjár- bandalagsríkjunum nema Rúm- eníu gerðu innrás í Tékkósló- vakíu, aðfaranótt 21. ágúst 1968. Tveim mánuðum eftir inn- rásina skrifuðu stjórnvöld í Prag og Moskvu undir samning um að sovéskar hersveitir yrðu í Tékkóslóvakíu um óákveðinn tíma. Alexander Dubcek, sem sett- ur var af eftir innrásina, býr nú í hálfgerðri útlegð í heimaborg sinni, Bratislava, og núverandi stjórnvöld telja tilraunir hans til að „búa til sósíalisma með mannlegu yfirbragði“ vera gagnbyltingarstefnu, sem hafi miðað að því að afnema komm- únisma og leiða Tékkóslóvakíu út úr Varsjárbandalaginu. Evrópskir námsmenn: Láta Breta kosta Kosningar um ríkiahandalaa I sumarleyfi sín I llllCIIICilllidlwiS | London-Reuter kr.) á viku ef þcir I Breska stjormn krafðist atvinnulausa í landi Rabat-Reuter ■ Hassan, konungur Mar- occo, hefur skýrt frá því að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um samkomulag, sem hann gerði grein fyrir fyrir skömmu, við Gaddafi, leiðtoga Líbýu- manna, um ríkjabandalag Mar- occo og Líbýu. Atkvæðagreiðslan á að fara fram 31. ágúst næstkomandi og búist er við svipaðri atkvæða- greiðslu í Líbýu á næstu vikum. Hassan sagði í ræðu, sem var útvarpað um miðnætti í fyrri- nótt, að bandalagið fæli í sér stofnun sameiginlegs ráðs sem skipuiegði m.a. samstarf á sviði efnahagsmála, landvarna og menningar. Hann sagði að bandalagið yrði opið öllum þjóðum Araba og Afríku- manna án tillits til trúarbragða. Konungurinn sagði að hann hefði sjálfur lagt til stofnun þessa bandalags í skeyti til Gaddafi þann 13. júlí síðastlið- inn.Gaddafi hafi strax samþykkt hugmyndir hans og lagt til að ríkjabandalagið hefði sérstakan efnahagsþróunarsjóð sem Lýb- ýumenn myndu fjármagna. London-Reuter Breska stjórnin krafðist í gær rannsóknar á staðhæf- ingum um að evrópsk ung- menni fari í ókeypis sumar- leyfisferðir til Bretlands á kostnað breskra skattgreið- enda. Þetta kom fram í breska blaðinu Daily MaO. Blaðið sagði að útlending- ar notuðu sér almennings- tryggingakerfi Bretlands en samkvæmt því geta ríkis- borgarar aðildarríkja Efna- hagsbandalags Evrópu kraf- ist allt að 70 punda (2900 ísl. kr.) á viku ef þeir skrá sig atvinnulausa í landinu. Námsmenn, aðallega ítal- ir, koma til Bretlands undir því yfirskyni að þeir séu að leita sér að vinnu en því sé ekki svo farið í raun, heldur séu þeir hluti af stórum hópi háskólastúdenta sem lætur Breta borga kostnað við sumarleyfisferðir sínar. Blaðið sagði að leiðbein- ingum um það hvernig hægt væri að mjólka breska kerfið væri dreyft í ítölskum há- skólum. Dýraverndunarmenn: Gerðu innrás í rannsóknarstofu Bedford, Englandi-Reuler ■ Lögregla handtók 41 í fyrra- dag þegar um 200 manns gerðu innrás í rannsóknarstofu sem þeir héldu fram að notaði dýr til að rannsaka áhrif efnahernaðar. Dýraverndunarmenn halda því fram að þeir hafi tekið kvikmyndir inni í rannsóknar- stofunni, sem ernálægt borginni Bedford, og fundið þar þúsund- ir tilraunadýra. Risafyrirtækið Unilever, sem á rannsóknarstöðina, segir að dýrin hafi aðeins verið notuð til rannsókna á neysluvörum og dýrafóðri. Unilever sagði að dýraverndunarfólkið hafi valdið tjóni sem næmi þúsundum punda og einnig stolið skjölum. Ýmsir hópar dýraverndun- armanna hafa undanfarin tvö ár ráðist inn f margar rannsóknar- stofur þar sem þeir telja að dýr séu kvalin í tilraunum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.